Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1996, Blaðsíða 87

Læknablaðið - 15.01.1996, Blaðsíða 87
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 67 landi, einkum tíðni ónæmra stofna hjá fólki með einfaldar þvagfærasýkingar. Tilgangur þeirrar rannsóknar sem hér verð- ur lýst er einkurn tvíþættur: í fyrsta lagi að kanna hverjir eru helstu sýklar sem valda þvag- færasýkingum utan sjúkrastofnana. I öðru lagi að athuga hvernig sýklalyfjanæmi er háttað, annars vegar þegar taldar eru allar þvagfæra- sýkingar og hins vegar einungis einfaldar þvag- færasýkingar hjá hraustu fólki. Efniviður og aðferðir Rannsóknin nær til áranna 1992, 1993 og 1994 og tekur til þjónustusvæðis Heilsugæslu- stöðvarinnar á Akureyri. Þar voru 17.135 íbúar árið 1992; 17.378 árið 1993 og 17.432 árið 1994. Á þessu svæði er einungis ein heilsugæslustöð, á Akureyri, en Grímsey og Grenivík er þjónað af heilsugæslulæknum heilsugæslustöðvarinnar á heimaslóðum viðkomandi. íbúar þar eru samtals um 500. Rannsóknin nær til allra þvagfærasýkinga sem staðfestar voru á vegum heilsugæslustöðv- arinnar, bæði einfaldra sýkinga hjá frísku fólki og sýkinga sem tengdust alvarlegri tilvikum. Þetta var gert til þess að fá yfirlit yfir þær tegundir sýkla, sem um er að ræða og einnig sýklalyfjanæmi, en niðurstöðurnar voru einnig athugaðar hvor í sínu lagi. Einföld þvagfærasýking var skilgreind sem klínísk einkenni um sýkingu frá neðri hluta þvagfæra hjá hraustu fólki sem ekki hafði sögu um nýrna- eða þvagfærasjúkdóma og að við- komandi hafði ekki sögu um slíka sýkingu oft- ar en fjórum sinnum á síðastliðnum 12 mánuð- um. Erfið þvagfærasýking (complicated urinary tract infection) var skilgreind sem fimm eða fleiri sýkingar síðastliðna 12 mánuði, langvar- andi eða tíð notkun þvagleggs, sýking hjá ein- staklingi með blöðrustein eða aðra sjúkdóma í blöðru svo sem blöðrulömun. Teldi læknir sjúkling vera með sýkingu í efri þvagfærum, féll hún einnig í þennan flokk. Beitt var hefðbundnum aðferðum við sýna- söfnun. Beðið var um miðbunuþvag í sótt- hreinsað ílát. Hjá börnum innan tveggja ára var þvag rannsakað úr þvagpokum. Bent var á að æskilegt væri að sýni stæði ekki lengur en klukkutíma í stofuhita áður en það yrði rann- sakað. Fólki var einnig bent á að reyna að halda í sér eins lengi og það treysti sér til í allt að fjóra tíma áður áður en það tók þvagsýni. Number Age groups Fig. 1. Number and age distribution -úfpattentsywith acute urinary tract infection in Akureyri district during a three year period. Meinatæknar sinna öllum þvagrannsóknum heilsugæslustöðvarinnar. Stöðlun rannsóknar- aðferða er í samvinnu við sýklarannsóknar- deild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og Landspítala. Þvagfærasýking var skilgreind sem 3105 sýklaþyrpingar í ml þvags nema varð- andi S. saprophyticus þar sem viðmiðunin var 3=104 (3,4). Sýnum var sáð á blóðagar og Mac Conkey æti sem ræktað var við 36 hita í 24 stundir. Næmi þeirra stofna sem ræktuðust var athugað með lyfjaskífuprófi (disc diffusion) (5), sem innihélt ampicillín, mecillínam, cefa- lótín, súlfafúrasol, trímetóprím og nítrófúran- tóín. I völdum tilvikum, eða þegar þess var sérstaklega óskað, var sýklalyfjanæmi einnig prófað fyrir öðrum lyfjum, en það var einungis í fáum tilvikum. Niðurstöður Skráðar komur til lækna á Heilsugæslustöð- ina á Akureyri árið 1992 voru alls 27.273, árið 1993 voru þær 27.311 og árið 1994 voru komur 27.819. Alls voru á þessum árum tekin 1996 þvagsýni til ræktunar, það eru að meðaltali 38 ræktanir á 1000 íbúa á ári eða 24 ræktanir á hverjar 1000 komur á stofu á ári. Alls voru 966 jákvæðar þvagfærasýkingar miðað við fyrr- nefndar skilgreiningar, 126 (13%) hjá körlum og 840 (87%) hjá konum. Einfaldar sýkingar voru algengastar eða í 94% tilvika jákvæðra ræktana. Pokaþvag barst í 41 tilviki frá 34 börn- um. Sjö sýnum úr pokaþvagi var fylgt eftir með blöðruástungu og því tvítalning á þessum sjö tilvikum. Mynd 1 sýnir skiptingu einstaklinga eftir aldri og kyni á rannsóknartímabilinu og eru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.