Læknablaðið - 15.01.1996, Blaðsíða 106
82
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
Aðalfundur FÍLÍNA
Aðalfundur FÍLÍNA var
haldinn í Iowa City, Iowa 23.
september 1995. Meðfylgjandi
ályktanir voru samþykktar á
fundinum. Kosin var ný stjórn
sem er þannig skipuð: Stefán
Hjálmarsson formaður, Magn-
ús K. Magnússon ritari og
Brynjar Viðarsson gjaldkeri.
Heimilisfang stjórnarinnar
verður: 3148 Pattylane Middle-
ton 53562, Wisconsin.
Ályktanir aðalfundar
FÍLÍNA
1. Framhaldsmenntun í Banda-
ríkjunum
Aðalfundur FÍLÍNA hvetur
læknadeild Háskóla íslands og
Læknafélag íslands til að koma
á traustum samböndum við
bestu menntastofnanir Banda-
ríkjanna til að tryggja íslenskum
læknum bestu fáanlegu fram-
haldsmenntun um ókomna
framtíð. Þetta er sérstaklega
mikilvægt nú, þegar uppi eru
áform um að draga stórlega úr
möguleikum útlendinga til að
sækja framhaldsmenntun til
Bandaríkjanna.
2. Kynning á læknadeild HÍ
og „Dean’s Letter“
Aðalfundur FÍLÍNA hvetur
læknadeild HÍ til að útbúa upp-
lýsingabækling um nám við
læknadeild, sem íslenskir ung-
læknar gætu sent með umsókn
um framhaldsnám í Bandaríkj-
unum. Einnig þarf að efla stór-
lega innihald svokallaðs
„Dean’s Letter“ og gera það
sambærilegt því sem skrifað er
fyrir bandaríska læknanema.
3. Samskipti við
Læknafélag íslands
Aðalfundur FÍLÍN A skorar á
LÍ að endurbæta samskipti við
félagsmenn erlendis og nota til
þess nútímatækni, til dæmis í
gegnum Internet. Mætti gera
þetta með því að opna heima-
síðu fyrir félagið.
4. Lífeyrissjóður lækna
Aðalfundur FÍLÍNA harmar
það að stjórn LL hafi ekki getað
séð sér fært að svara ítrekuðum
fyrirspurnum þess.
5. Sérfræðisamningar
Aðalfundur FÍLÍNA lýsir
óánægju með nýgerða samninga
sérfræðinga við Tryggingastofn-
un ríkisins. Með þessum samn-
ingi hafa starfandi sérfræðingar
á Islandi komið sér í einokunar-
aðstöðu. Á sama tíma eru
launakjör sérfræðinga sem
starfa á sjúkrahúsum skammar-
lega lág. Ljóst er að mjög erfitt
verður fyrir nýja sérfræðinga að
koma til starfa á íslandi. Lýsum
við yfir áhyggjum yfir að þetta
verði til þess að lítil endurnýjun
verði í íslenskri læknisfræði á
næstu árum. Jafnframt lýsum
við yfir miklum áhyggjum með
laun sérfræðinga sem starfa á
sjúkrahúsum. Byrjunarlaun ís-
lenskra sérfræðinga eru nú sam-
bærileg eða lægri en byrjunar-
laun aðstoðarlækna í fram-
haldsnámi í Bandaríkjunum.
6. Tilvísanir
Aðalfundur FÍLÍNA hvetur
til þess, að ekki verði tekið upp
tilvísanakerfi á íslandi. Sér-
fræðiþjónusta á íslandi er til-
tölulega ódýr og ekki er þörf á
að takmarka hana.
Frá
trygginga-
yfírlækni
Beiðni um
sjúkraþjálfun
I beiðni læknis um sjúkra-
þjálfun þurfa, auk upplýsinga
fyrir sjúkraþjálfarann, að vera
upplýsingar fyrir TR. Trygg-
ingayfirlæknir úrskurðar
greiðsluhlutfall Tryggingastofn-
unar vegna sjúkraþjálfunar.
Vandamál sem koma til úr-
lausnar sjúkraþjálfara eru ýmist
úrskurður í 60% eða 100%
greiðsluflokk.
í þremur tilvikum er sérlega
mikilvægt að fullnægjandi upp-
lýsingar berist frá lækni til að
tryggja að sjúklingur fái þá
greiðsluþátttöku í sjúkraþjálfun
sem hann á rétt á. í fyrsta lagi er
slitgigt. Sjúkraþjálfun er því
aðeins greidd að fullu að um sé
að ræða slitgigt á háu stigi í
burðarliðum eða hrygg sam-
kvæmt röntgenmyndum. Er því
brýnt að röntgenlýsing fylgi
beiðninni. í öðru lagi eru alvar-
legir gigtsjúkdómar, svo sem
liðagigt, útbreiddir rauðir úlfar
og psóragigt. Þar er forsenda
fullrar greiðsluþátttöku TR í
sjúkraþjálfun að sjúkdómurinn
hafi verið langvinnur og sé á háu
stigi. í þriðja lagi er brjósklos í
hrygg. Þar er forsenda fullrar
greiðsluþátttöku TR í sjúkra-
þjálfun að röntgengreining liggi
fyrir og að brjósklosið hafi haft í
för með sér greinilegan tauga-
skaða.