Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.1996, Page 106

Læknablaðið - 15.01.1996, Page 106
82 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Aðalfundur FÍLÍNA Aðalfundur FÍLÍNA var haldinn í Iowa City, Iowa 23. september 1995. Meðfylgjandi ályktanir voru samþykktar á fundinum. Kosin var ný stjórn sem er þannig skipuð: Stefán Hjálmarsson formaður, Magn- ús K. Magnússon ritari og Brynjar Viðarsson gjaldkeri. Heimilisfang stjórnarinnar verður: 3148 Pattylane Middle- ton 53562, Wisconsin. Ályktanir aðalfundar FÍLÍNA 1. Framhaldsmenntun í Banda- ríkjunum Aðalfundur FÍLÍNA hvetur læknadeild Háskóla íslands og Læknafélag íslands til að koma á traustum samböndum við bestu menntastofnanir Banda- ríkjanna til að tryggja íslenskum læknum bestu fáanlegu fram- haldsmenntun um ókomna framtíð. Þetta er sérstaklega mikilvægt nú, þegar uppi eru áform um að draga stórlega úr möguleikum útlendinga til að sækja framhaldsmenntun til Bandaríkjanna. 2. Kynning á læknadeild HÍ og „Dean’s Letter“ Aðalfundur FÍLÍNA hvetur læknadeild HÍ til að útbúa upp- lýsingabækling um nám við læknadeild, sem íslenskir ung- læknar gætu sent með umsókn um framhaldsnám í Bandaríkj- unum. Einnig þarf að efla stór- lega innihald svokallaðs „Dean’s Letter“ og gera það sambærilegt því sem skrifað er fyrir bandaríska læknanema. 3. Samskipti við Læknafélag íslands Aðalfundur FÍLÍN A skorar á LÍ að endurbæta samskipti við félagsmenn erlendis og nota til þess nútímatækni, til dæmis í gegnum Internet. Mætti gera þetta með því að opna heima- síðu fyrir félagið. 4. Lífeyrissjóður lækna Aðalfundur FÍLÍNA harmar það að stjórn LL hafi ekki getað séð sér fært að svara ítrekuðum fyrirspurnum þess. 5. Sérfræðisamningar Aðalfundur FÍLÍNA lýsir óánægju með nýgerða samninga sérfræðinga við Tryggingastofn- un ríkisins. Með þessum samn- ingi hafa starfandi sérfræðingar á Islandi komið sér í einokunar- aðstöðu. Á sama tíma eru launakjör sérfræðinga sem starfa á sjúkrahúsum skammar- lega lág. Ljóst er að mjög erfitt verður fyrir nýja sérfræðinga að koma til starfa á íslandi. Lýsum við yfir áhyggjum yfir að þetta verði til þess að lítil endurnýjun verði í íslenskri læknisfræði á næstu árum. Jafnframt lýsum við yfir miklum áhyggjum með laun sérfræðinga sem starfa á sjúkrahúsum. Byrjunarlaun ís- lenskra sérfræðinga eru nú sam- bærileg eða lægri en byrjunar- laun aðstoðarlækna í fram- haldsnámi í Bandaríkjunum. 6. Tilvísanir Aðalfundur FÍLÍNA hvetur til þess, að ekki verði tekið upp tilvísanakerfi á íslandi. Sér- fræðiþjónusta á íslandi er til- tölulega ódýr og ekki er þörf á að takmarka hana. Frá trygginga- yfírlækni Beiðni um sjúkraþjálfun I beiðni læknis um sjúkra- þjálfun þurfa, auk upplýsinga fyrir sjúkraþjálfarann, að vera upplýsingar fyrir TR. Trygg- ingayfirlæknir úrskurðar greiðsluhlutfall Tryggingastofn- unar vegna sjúkraþjálfunar. Vandamál sem koma til úr- lausnar sjúkraþjálfara eru ýmist úrskurður í 60% eða 100% greiðsluflokk. í þremur tilvikum er sérlega mikilvægt að fullnægjandi upp- lýsingar berist frá lækni til að tryggja að sjúklingur fái þá greiðsluþátttöku í sjúkraþjálfun sem hann á rétt á. í fyrsta lagi er slitgigt. Sjúkraþjálfun er því aðeins greidd að fullu að um sé að ræða slitgigt á háu stigi í burðarliðum eða hrygg sam- kvæmt röntgenmyndum. Er því brýnt að röntgenlýsing fylgi beiðninni. í öðru lagi eru alvar- legir gigtsjúkdómar, svo sem liðagigt, útbreiddir rauðir úlfar og psóragigt. Þar er forsenda fullrar greiðsluþátttöku TR í sjúkraþjálfun að sjúkdómurinn hafi verið langvinnur og sé á háu stigi. í þriðja lagi er brjósklos í hrygg. Þar er forsenda fullrar greiðsluþátttöku TR í sjúkra- þjálfun að röntgengreining liggi fyrir og að brjósklosið hafi haft í för með sér greinilegan tauga- skaða.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.