Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1996, Blaðsíða 112

Læknablaðið - 15.01.1996, Blaðsíða 112
88 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Eru fordómar meðal heilbrigðisstétta? Lítill vafi leikur á að dregið hefur úr hverskyns fordómum í þjóðfélaginu. Eflaust má að mestu leyti þakka það vel virku skóla- og upplýsingakerfi. Að öllu jöfnu er líklegt að heil- brigðisstéttir sem yfirleitt hafa langa skólagöngu að baki búi yfir minnstum fordómum í garð þeirra er skera sig úr fjöldanum hvað snertir útlit, til dæmis húðlit og hegðan. Þó finnast undantekningar frá þessari reglu og verða nokkur dæmi nefnd hér. Geðsjúkir afbrotamenn Flestum er kunnugt um mót- stöðu er varð vart meðal „lærð- ustu manna“ þegar barátta var hafin fyrir að skapa geðsjúkum afbrotamönnum mannsæmandi meðferðarumhverfi. í fram- haldi af stofnun Meðferðar- heimilis á Sogni kom upp sú sjálfsagða ósk að stofna til göngudeildarmeðferðar fyrir þá sem útskrifast. Bent var á að líklega mætti útskrifa um 80% þessa fólks. Þessi ósk hefur mætt verulegri mótspyrnu með- al vissra stjórnenda og „lærðra manna" úr heilbrigðisstéttum. Þess skal getið að þegar hafa sex sjúklingar er falla í flokk geð- sjúkra afbrotamanna verið út- skrifaðir og lifa allgóðu lífi ef góðri meðferð er fylgt. Eftir að málið var skýrt fyrir fjárlaga- nefnd Alþingis virðist sem skriður hafi komið á málið. Rétt er að hafa í huga að ársvistun á Sogni kostar 10 milljónir króna á ári. Mega því allir skilja að utanspítalameðferð er æskileg þjóðfélagslega séð, en að öðr- um kosti sitjum við uppi með æ stærri lokaða og dýra stofnun er fram líða stundir. Eyðni Nokkuð hefur borið á óþarfa hræðslu vegna HIV smitaðra einstaklinga. Landlæknisem- bættið hefur rætt við forráða- menn vinnustaða vegna fólks er misst hefur vinnu vegna HIV smits. Öllum, ekki síst heil- brigðisstarfsfólki og stjórnend- um, ætti að vera Ijóst að smit- hætta er hverfandi lítil. Ekki er til dæmis vitað um nema örfá tilfelli í heiminum þar sem heil- brigðisstarfsmaður hefur smit- ast og þá vegna slysastungna eða að smitað blóð hefur gusast yfir óvarða rofna húð. Vitað er um eitt eða tvö erlend tilfelli þar sem heilbrigðisstarfsmaður smitaði sjúkling. I umsögn fé- lagsfræðings er stundaði al- mennan starfsmann á deild, sem smitast hafði af HIV, kom fram að „vitneskjan um HIV smitið orsakaði allmikinn titr- ing hjá yfirstjórninni“. Félags- fræðingurinn leggur til „að fræðsla verði aukin meðal heil- brigðisstarfsfólks og væri senni- lega áhrifaríkast í forvarnar- starfi að beina þeirri fræðslu til stjórnenda stofnana og deilda!“ Kynskiptingar Hér á landi má búast við einu tilfelli á fimm til 10 ára fresti. Að vísu er nú nokkur uppsafnaður vandi á ferðinni. Vegna um- sagnar „sérfræðings“ var einum slíkum neitað um aðstoð til und- irbúnings og aðgerðar erlendis. Er landlæknir hóf afskipti af málunum og kallaði saman hóp lækna er fúslega veittu aðstoð í þessu efni, voru viðbrögð sumra stjórnenda og yfirmanna „Ólafur, kom þú ekki nálægt þessu“! Þá kröfu verður að gera til yfirmanna heilbrigðisstofn- ana að þeir vinni bug á fordóm- um sínum í garð þeirra er skera sig úr fjöldanum. Ólafur Ólafsson, landlæknir ingavél með innbyggðri vöktun á virku starfi b. vöðvaslakandi lyf 2. Til að vakta sjúkling: a. varðandi loftvegi/öndun: - koltvísýringskúrfur í öndun- arlofti - vöktun á öndunarrúmmálum - viðvörunarkerfi á þrýstingi í loftvegum b. varðandi blóðrás: - sjálfvirkblóðþrýstingsmæling (sveiflunæm) - innsækin þrýstingsmæling í blóðrás c. varðandi svæfingalyf: - taugaörvari fyrir úttaugar - vöktun á innöndunarlyfjum 3. Til stuðnings og verndar sjúklingi: a. öndunarvél - ef öndunarvél er notuð er skilyrði að hafa viðvörunar- kerfi vegna aftengis (svo sem — á lágum loftvegaþrýstingi, — á koltvísýringskúrfum, — á útönduðum loftrúmmálum)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.