Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1996, Blaðsíða 75

Læknablaðið - 15.01.1996, Blaðsíða 75
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 57 völdum Gram-neikvæðra stafa, sem leiddi til dauða (eftir lífhimnubólgu með S. aureus sem erfiðlega hafði gengið að uppræta). Við krufn- ingu kom í ljós ígerð í kviðarholi. Upplýsingar um einkenni fundust ekki í 11 (13%) tilvikum en reikna má með að þar hafi vægar sýkingar verið á ferð (tafla II). Tengsl einkenna við ákveðna sýkla má lesa úr töflu II. Gram-neikvæðar bakteríur, sveppir og enterókokkar virðast frekar valda alvarleg- um sýkingum. Þar sem ekkert ræktast er frekar um vægar sýkingar að ræða, en aðalorsaka- valdarnir, stafýlókokkarnir, raðast nokkuð jafnt í alla einkennahópa. Þessar staðhæfingar eru þó varhugaverðar þar sem um lítið úrtak er að ræða. Sex sjúklingar fengu sýkingu í kviðvegginn meðfram kviðskilunarleggnum, og flestir þeirra fleiri en eina. Ekki var hægt að meta fjölda þessara sýkinga nákvæmlega út frá þeim upplýsingum sem fyrir voru. Þrír aðrir höfðu leka og/eða vökvasöfnun í kviðvegg án þess að sýking í kviðvegg hafi verið staðfest. Þessir níu sjúklingar fengu 57 sýkingar á 24,4 meðhöndl- unarárum, að jafnaði 2,34 sýkingar á með- höndlunarári. Langalgengasta orsökin var S. aureus (32 tilfelli), því næst kóagúlasa neik- væðir stafýlókokkar (11) og streptókokkar (ekki enterókokkar) (5) en aðrar bakteríur komu fyrir aðeins einu sinni. Á þessum tíma var engin föst vinnuregla um það hvenær kvið- skilunarleggur skyldi fjarlægður. Niðurstöður Cytur-Test® fundust fyrir 50 sýkingar og var neikvætt í tveimur tilfellum. Afdrif sjúklinga á CAPD meðferð má sjá í töflu IV. I átta tilfellum þurftu sjúklingar að hætta vegna fylgikvilla (þar af einn tvisvar). í fimm tilfellum vegna endurtekinnar lífhimnu- bólgu, í tveimur vegna taps á örsíunarhæfni lífhimnunnar (það er í kjölfar sýkinga) og í einu tilfelli vegna samvaxtavandamála eftir fyrri svæsna lífhimnubólgu með blandaðri flóru sem talin var tengd pokasjúkdómi í ristli. Einn sjúklingur dó vegna lífhimnubólgu. Þrír sjúklingar dóu meðan þeir voru á CAPD með- ferð án þess það tengdist fylgikvillum. Sjö fengu ígrætt nýra og tveir fluttu af landi brott. Umræða Rannsókn þessi sýnir að lífhimnubólga er mikið vandamál við CAPD meðferð. Tíðnin reyndist vera 1,63 á hvert meðhöndlunarár (ein sýking á 7,4 meðhöndlunarmánuði), en aðrar birtar rannsóknir sýna yfirleitt tíðni á bilinu 1,2-1,7 á ár, þótt tíðni frá 1-9 á ári hafi sést (9). Ástæður mismunandi tíðni má meðal annars rekja til eftirtalinna þátta: a) Mismunandi skil- merki fyrir lífhimnubólgu, sumir miða til dæm- is við minna en 50 HBK/pl í skilvökva (2) en aðrir við 1000 (1) og enn aðrir við jákvætt Cyt- ur-Test® (8); b) ólíkar kröfur eru gerðar til hæfni og ástands sjúklinga; c) mismunandi þjálfun og d) notkun á mismunandi tengjum og öðrum búnaði. Þeir sem ná bestum árangri hafa velþjálfaða og jákvæða sjúklinga og nota Y-leggtengin (4,5,9-12). Rannsóknir hafa sýnt að með Y-kerfinu má lækka tíðni sýkinga niður fyrir 0,5 á ári (5). Y-tengi voru tekin upp á blóðskilunar- og lyflækningadeild Landspíta- lans í júní 1988. Því miður höfðum við ekki upplýsingar um það hvaða tengi voru notuð í tengslum við hverja einstaka sýkingu og gátum við því ekki reiknað út sýkingartíðni eftir tengjum. Ymsar aðrar útfærslur á leggtengjum og pokaskiptum hafa einnig sýnt bættan áran- gur en oftast með meiri kostnaði og flóknari framkvæmd (4,5). Tíðni er einnig mjög breytileg frá einstak- lingi til einstaklings (1,13-15). í rannsókn okk- ar voru sex sjúklinganna með 52 af 83 sýking- anna (63%), en aðeins 35% meðhöndlunar- tímans, það er 2,92 sýkingar á ári. Aðalsýkingaleiðin er um kviðskilunarlegginn og sjúklingarnir eru mislagnir við að skipta um poka með sóttverjandi tækni. Slíkt getur kom- ið í veg fyrir að ákveðnir sjúklingahópar geti notað CAPD nema með mikilli hjálp (16). Má þar telja blinda, lamaða, börn og gamalmenni. Ganga þarf vel úr skugga um að ekki séu sýk- ingarstaðir í legggöngum, opi á kviðvegg eða húðinni þar í kring. Sýkingar með S. aureus tengjast oft þeim sýkingarstöðum (8,17). Einn sjúklinga okkar fékk sjö sýkingar á tæpum níu mánuðum og þegar leggurinn var fjarlægður fannst ígerð í kviðleggsgöngunum. Nánast ómögulegt er að uppræta S. aureus sýkingar í kviðleggsgöngum og eru slíkar sýkingar ábend- ingar fyrir brottnámi kviðleggs (1,2,17,18). Jafnframt hefur komið í ljós að myndi kóagú- lasa neikvæðir stafýlókokkar utanfrumuslím, þá er mun erfiðara að uppræta þær sýkingar heldur en ella (19). Slímið myndar þykkt lag umhverfis bakteríurnar og ver þær gegn ónæm- iskerfi líkamans og sýklalyfjum. Prófið hefur hins vegar ekki náð útbreiðslu og óvíst er hvort slíkt próf hefur klíníska þýðingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.