Læknablaðið - 15.01.1996, Blaðsíða 83
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
63
No. of patients/cases
No. of infectious episodes/patient
Fig. 1. Number ofinfection episodes (total 87) experienced by
each ofthe 48 patients, that acquired infection in the Intensive
Care Unit.
Proportion
ofpatients No. of patients
infected
(*> n=108 n=22 n=ll n=9
<1 1-2 2-3 >3
Length of stay in the ICU (weeks)
Fig. 2. Proportion ofinfected vs. uninfectedpatients, accord-
ing to the length of stay in the Intensive Care Unit.
greindist á gjörgæsludeild að minnsta kosti 48
tímum eftir innlögn eða á fyrstu 48 tímunum
eftir útskrift af gjörgæslu. Sýkingar sem greind-
ust á fyrstu 48 klukkustundunum eftir innlögn
á deildina voru flokkaðar sem aðrar spítalasýk-
ingar (other nosocomial infections) eða utan-
spítalasýkingar (community acquired in-
fection), eftir atvikum (8).
Við innlögn var metið, eftir APACHE-II
(the Acute Physiology and Chronic Health
Evaluation) stuðli (9), hve alvarlegt sjúk-
dómsástandið var og hvern dag legunnar var
þyngd meðferðar metin samkvæmt TISS
(Therapeutic Intervention Scoring System)
stuðli (10).
Athugunin var samþykkt af siðanefnd
Landspítalans.
Við tölfræðilegt mat á tengslum sýkinga við
kyn, aldur, legudeild, legutíma og dánartölu
var beitt kí-kvaðrat prófi og við mat á áhrifum
TISS og APACHE-II stuðla var notað Stud-
ents t-próf. Marktækur munur var miðaður við
p<0,05.
Niðurstöður
í 150 skipti lágu 140 sjúklingar lengur en 48
stundir á gjörgæsludeildinni á þessu 12 mánaða
tímabili, þar af voru sex sjúklingar teknir tvisv-
ar inn í rannsóknina og tveir sjúklingar þrisvar.
Tafla I sýnir skiptingu sýktra og ósýktra sjúk-
linga eftir kyni, tveimur aldurshópum og legu-
deildum. Meðalaldur sjúklinga í rannsókninni
var 58 ár, þeir yngstu voru á fyrsta ári en sá elsti
87 ára.
Á gjörgæsludeildinni greindust 87 spítala-
sýkingar í 48 sjúkralegum (32%). í 31 tilviki var
um eina sýkingu að ræða, en fleiri í öðrum
tilvikum (mynd 1). Helstu sýkingarvaldar og
sýkingarstaðir eru tilgreindir í töflu II. Lang-
flestar sýkinganna voru af völdum Gram-nei-
kvæðra baktería 44 (51%), en af einstökum
ættum/ættkvíslum voru Enterobacteiiaceae
(36%), Enterococcus (14%) og Candida (14%)
algengastar. Flestar sýkinganna voru í þvag-
færum (31%) eða öndunarfærum (29%) (tafla
III). Á tímabilinu varð ein hópsýking á deild-
inni þegar Xanthomonas (Stenotrophomonas)
maltophilia greindist í skimunarsýnum átta
sjúklinga og olli sýkingu, lungnabólgu, hjá
tveimur þeirra.
Á rannsóknartímabilinu greindust 6,2 gjör-
gæslusýkingar fyrir hverjar 100 innlagnir á
deildina (n=1397), en það jafngildir 22 sýking-
um á hverja 1000 legudaga (n=3892). I þeim
150 sjúkralegum sem stóðu lengur en 48 stund-
ir greindust 27,4 lungnabólgur á 1000 daga í
öndunarvél (n=583, 16 sjúklingar af 18 sem
fengu lungnabólgu voru í öndunarvél), 12,7
blóðsýkingar á 1000 daga með miðbláæðarleggi
(n=1179) og 24,3 þvagfærasýkingar á 1000 daga
með þvagleggi (n=llll).
Legutími þeirra sem sýktust á gjörgæslu-
deildinni var að meðaltali 15 dagar (2-71), en
hinna ósýktu 4,2 dagar (2-19) (p < 0,0001). Því