Læknablaðið - 15.01.1996, Blaðsíða 111
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
87
C. Blóðrás:
1. Taktur og tíðni hjartsláttar.
Blóðveitukerfið á að vakta
samfellt, þreifing eða skráning á
púlsi og/eða hlustun hjarta-
hljóða á að vera samfelld.
Eindregið er mælt með sam-
felldri vöktun og sýnd á tíðni
hjartsláttar með hjartalínuriti
eða kúrfum rúmataksnema
(einum sér eða með púls- súr-
efnismettunarmæli).
Eindregið er mælt með
hjartarafstuðstæki til ráðstöfun-
ar.
2. Blóðrás vefja: Vakta á sí-
fellt blóðrás til vefja með klín-
ískri skoðun. Eindregið er mælt
með samfelldri vöktun með
rúmtaksnemakúrfum eða kol-
tvísýringskúrfum.
3. Blóðþrýstingur: Slagæða-
þrýsting á að aðgæta með jöfnu
millibili (vanalega á mest fimm
mínútna fresti, og oftar eftir
klínískum ástæðum).
Hvatt er til sífelldrar skrán-
ingar á blóðþrýstingi í viðeig-
andi tilfellum.
D. Hiti:
Viðbúnaður til hitamælinga á
að vera til staðar og mæla hita
svo oft sem klínískar aðstæður
krefja (svo sem í svæfingum á
börnum og öðrum löngum og
viðamiklum svæfingum).
Eindregið er mælt með sí-
felldum hitamælingum á sjúk-
lingum þar sem vænta má hita-
breytinga, hvort heldur ráðgert
eða grunað. Mælt er með að til
staðar sé og notaðar samfelldar
raftækni hitamælingar.
E. Dýpt svœfinga:
Meta á dýpt svæfinga reglu-
lega með klínísku mati.
Hvatt er til samfelldra mæl-
inga á bæði innöndunar- og út-
öndunarþéttni glaðlofts og
sterku innöndunarsvæfingalyfj-
anna.
F. Tauga-vöðva starfsemi:
Mælt er með notkun tauga-
örvara á úttaugar þegar vöðva-
lamandi lyf eru gefin.
Umsjá eftir svæfíngar og
deyfíngar
A. Aðbúnaður og starfsfólk:
Allir sjúklingar sem fengið
haf a svæfingarlyf með áhrifum á
miðtaugakerfið og/eða varnar-
viðbrögð, eiga að vera áfram
þar sem þeir voru svæfðir eða
deyfðir, eða fluttir á vöknun,
sem sérstaklega er útbúin til að
taka á móti sjúklingum eftir
svæfingar og deyfingar.
Sjá „Almennirstaðlar“ (grein
7) að framan, þegar svæfinga-
læknir framselur ábyrgðina.
B. Vöktun:
Allir sjúklingar eiga að vera
undir eftirliti og vaktaðir á við-
eigandi hátt hvað varðar ástand
og starfsemi taugakerfis, lífs-
mörk og sjúkdómsástand með
áherslu á súrefnismettun, önd-
un og blóðrás.
Til viðbótar klínískri vöktun
er mælt með sömu almennu
vöktun og í svæfingum og deyf-
ingum. Eindregið er mælt með
púls-súrefnismettunarmælum.
Viðauki A
Útskýringar
1. Nafnlaus skráning á sérstök-
um óvœntum tilvikum..... við-
hafðar aðferðir til að skrá og
fjalla um sérstök óvænt tilvik
sem upp koma við svæfingar og
deyfingar, án þess að nöfn ein-
staklinga er málin varða, séu til-
greind.
2. Sífelldur.... stöðug endur-
tekning, oft og reglulega.
3. Samfelldur.... óslitinn, án
hlés eða rofs.
Viðauki B
Kröfur unt viðbúnað og tæki
A. Lágmarkskröfur
1. Til að gefa svœfingalyf — eins
og tiltœk eru:
a. við i.v. svæfingar
b. við staðdeyfingar
c. við innöndunarsvæfingar (op-
in tækni eða yfirflæðis gufarar)
2. Til að vakta sjúkling:
a. hlustunartæki
b. blóðþrýstingsmælir
c. handljós
d. hitamælir
3. Til stuðnings og verndar
sjúklingi:
a. varðandi loftvegi:
- kokrennur, maskar
- sogtæki
- raddbandasjá, barkarennur
b. varðandi öndun:
- öndunarbelgur
- súrefnisgjafatæki
c. varðandi bióðrás:
- nálar, sprautur, æðaleggir,
innrennslisvökvar
d. varðandi aðra lyfjameðferð:
svo sem viðeigandi er til að ráða
við:
- algengustu bráðatilvik
- til endurlífgunar
B. Meðalkröfur
Eins og að framan (A) og til
viðbótar:
1. Til að gefa svœfingalyf:
a. samanþjappaðar lofttegund-
ir — 02, N20
b. nákvæmnikvarðaðir gufarar
fyrir sterku innöndunarlyfin
c. svæfinga-öndunarkerfi/önd-
unarhringrásir.
2. Til að vakta sjúkling:
a. viðvörunarkerfi um bresti í
súrefnisaðföngum
b. súrefnismælir í öndunarlofti
c. súrefnismettunarmælir
d. koltvísýringsmælir í öndun-
arlofti (capnómetría)
e. hjartalínurit
3. Til stuðnings og verndar
sjúklingi:
a. hjartarafstuðstæki
C. Æskilegar kröfur
Eins og að framan (A+B) og til
viðbótar:
1. Til að gefa svœfingalyf:
a. heilsteypt, samþátta svæf-