Læknablaðið - 15.01.1996, Blaðsíða 109
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
85
Alþjóðlegir staðlar um örugga starfshætti
við svæfíngar og deyfíngar
Samþykkt af Alþjóðasamtökum svæfmgalæknafélaganna, World Federation of
Societies of Anesthesiologists
13.júní1992
Þróað af alþjóðlegum starfshópi
er fjallaði um: Öryggi svæfinga
og deyfinga.
L.H. D.J. Boij (Holland),
J.M. Desmonts (Frakkland),
P.G. Duncan (Canada),
J.H. Eichhorn (U.S.A.) ritari,
J. S. Gravenstein (U.S.A.),
C.D. Hanning (Bretland),
K. Ikeda (Japan),
W.B. Runciman (Ástralía),
H. Stoeckel (Þýskaland),
T. Tammisto (Finnland).
Inngangur
Þessir staðlar eiga erindi til
allra svæfingalækna í heimin-
um. Ætlun þeirra er að vera
leiðarljós fyrir svæfingalækna,
svæfingalæknafélög, stjórnend-
ur á sjúkrahúsum og í öðrum
stofnunum til að efla gæði og
öryggi svæfinga og deyfinga.
Fyrir einhverja svæfinga-
lækna eru þessir staðlar mark-
mið til að stefna að, fyrir aðra
nú þegar í fullu gildi skilyrðis-
laust. Mikilvægast er að þeir
höfði til sérhvers svæfingalækn-
is. Vaktarar eru öflugir öryggis-
þættir við svæfingar og deyfing-
ar og eru mikill styrkur við færni
svæfingalæknis, en geta ekki
komið í hennar stað.
Lágmarksstaðlar eiga að
gilda um sérhverja ráðgerða
svæfingu eða deyfingu, frá mati
á sjúklingi fyrir innleiðslu svæf-
ingar, uns hann útskrifast af
vöknun; í bráðatilvikum gilda
Þýðandi Ólafur Z. Ólafsson
svæHngalæknir.
þó ætíð tafarlaus viðbrögð. Eft-
ir því sem efnahagur og þjálfun
leyfa ætti að stefna að ítarlegri
ráðstöfunum. Fyrst ætti að
koma í framkvæmd þeim sem
eindregið er mælt með, síðan
þeim sem mælt er með og loks
þeim sem hvatt er til að mæta. (I
viðauka A eru örfá hugtök út-
skýrð, sem notuð eru í þessu
skjali.)
Ráðgert er að þessir staðlar
muni þurfa endurskoðunar við,
eftir því sem verkhættir og
tækni þróast.
Almennir staðlar
1. Fagleg stada: Svæfinga-
læknisfræði er nauðsynlegur
þáttur í undirstöðum heilbrigð-
iskerfisins og verðskuldar við-
eigandi hlutdeild í því. Eindreg-
ið er þess vænst að svæfinga-
læknar hafi hlotið tilskylda
menntun og þjálfun og fullnægi
á allan hátt þeim kröfum sem til
þarf, bæði klínískt og að öðru
leyti. Þar sem að svæfingar og
deyfingar eru stundaðar af öðr-
um en svæfingalæknum, er
eindregið mælt með því, að það
starfslið hafi hlotið viðeigandi
menntun og þjálfun og gengist
undir hæfnismat, og sé jafn-
framt undir eftirliti og stjórn
sérfræðinga í svæfingalæknis-
fræði.
2. Faglegar stofnanir: Svæf-
ingalæknar eiga að stofna eigin
samtök og stofnanir sem geta
verið staðbundin, svæðabundin
og á landsvísu, til þess að setja
vinnustaðla, stuðla að og fylgj-
ast með þjálfun og viðhalds-
menntun með tilheyrandi stað-
festingum og viðurkenningum
og efla á allan hátt viðgang svæf-
ingalæknisfræðinnar sem sjálf-
stæðrar sérgreinar. Þessi sam-
tök eiga síðan að tengjast sams-
konar hópun innan svæðis og
lands sem og á alþjóðavísu.
3. Menntun, þjálfun, skírteini,
viðurkenningar: Tryggja skal að
nægjanlegur tími og möguleikar
séu á faglegri menntun og þjálf-
un, bæði í upphafi og til við-
halds þekkingar og færni. Mælt
er með formlegri staðfestingu á
menntun og þjálfun sem og á
þeim viðurkenningum sem
ávinnast.
4. Skráning og tölfrœði: Gera
á skrá um alla þætti og gang sér-
hverrar svæfingar og deyfingar,
sem geymd skal í sjúkraskrá
sjúklings. Ennfremur mat og
álit á sjúklingi fyrir innleiðslu
svæfingar svo og varðandi eftir-
meðferð. Mælt er með því að
einstaklingar, deildir og stofn-
anir á svæðavísu og landsvísu
sjái um að safna upplýsingum
með tilhlýðilegri yfirsýn um allt
varðandi svæfingar og deyfing-
ar, til að auka framfarir og efla
öryggi, nýtingu, árangur og
virðingu.
5. Fagleg gagnrýni: Koma
skal upp leiðum innan stofnana,
svæða og/eða á landsvísu, til að
endurskoða stöðugt framgang
og framkvæmd svæfinga og
deyfinga. Reglubundin umræða
meðal jafningja í fullum trúnaði
er mikilsverð, þar sem fjallað er