Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.1997, Page 2

Læknablaðið - 15.07.1997, Page 2
FAM < famciklovir VIRK MEÐHÖNDLUN Á ÁBLÆSTRI Á KYNFÆRUM OG RISTLI >- EINfÖLiD SKÖMHTUN >- HRÖÐ MINNKUN SJÚKDÓMS- EINKENNA” >- LANGVAEANDI VEfgKUN * Famvir (SmithKline Beecham) RE TÖFLUR; J 05 A B 09 Hver tafla inniheldur: Famciclovirum INN 125 mg eða 250 mg. Eiginleikar: Famcíklóvír er forlyf, sem eftir inntöku breytist í pencíklóvír. ( in vitro tilraunum hefur verið sýnt fram á virkni gegn herpes simplex veirum 1 og 2, varicella- zoster veiru, Epstein-Barr veiru og cýtómegalóveiru. Pencíklóvír virkjast í veirusmituðum frumum með hraðri fosfóryleringu í þrífosfat, fyrir áhrif týmidínkínasa sem veiran framleiðir. Þrifosfatið hamlar nýmyndun DNA veiranna. í ósmituðum frumum, sem komast í snertingu við pencíklóvír, er þrífosfat vart greinanlegt. Því er ólíklegt að ósmitaðar frumur verði fyrir áhrifum af virkum skömmtum af pencíklóvíri. Aðgengi pencíklóvírs eftir inntöku famcíklóvírs er 77%. Ábendingar: Ristill, áblástur á kynfærum (herpes genitalis). Frábendingar: Ofnæmi fyrir famcíklóvíri. Varúð: Sjúklinga með skerta nýmastarfsemi skal meðhöndla með lægri skömmtum til að fyrirbyggja að lyfið safnist fyrir. Aukaverkanir: Aukaverkanir sem hefur verið lýst eru enn sem komið er byggðar á klínískum prófunum. Hinar algengustu, höfuðverkur og ógleði, voru yfirieitt vægar. Einnig hefur versnun á lifrarstarfsemi og brenglun á lifrarprófum verið lýst í klínískum rannsóknum, en orsakasamband við lyfið er óljóst. Algengar (>1 %): Almennar: Höfuðverkur. Meltingarvegur: Ógleði. Milliverkanir: Engar milliverkanir sem skipta máli hafa sést gagnvart címetidíni, allópúrinóli, teófyllíni og dígoxíni. Próbenecíð veldur aukinni blóðþéttni pencíklóvírs. Skammtastærðir handa fullorðnum: Ristill (herpes zoster): 250 mg þrisvar á dag eða 500 mg tvisvar á dag í sjö daga. Meðferð skal hefja strax og unnt er eftir að útbrot koma í Ijós. Skammtar við skerta nýrnastarfsemi eru lægri (sjá Sériyfjaskrá). Áblástur á kynfærum: Frumsýking: 250 mg þvisvar á dag í 5 daga. Endurtekinn herpes á kynfærum: 125 mg tvisvar á dag í fimm daga. Mælt er með því að hefja meðferð meðan sjúkdómurinn er að búa um sig eða svo fijótt sem unnt er eftir að útbrotin koma í Ijós. Skammtar við skerta nýmastarfsemi eru lægri (sjá Sérlyfjaskrá). Sjúklingar með mikið skerta nýrnastarfsemi á blóðskilun: Milli þess sem sjúklingar eru í blóðskilun skulu líða 48 klst. milli skammta. Þar sem 4 klst. skilun minnkar blóðþéttni pencíklóvírs um u.þ.b. 75% er mælt með því að gefa venjulegan skammt af famcíklóvír strax á eftir skilun. Skammtastærðir handa börnum: Klínísk reynsla af meðferð bama er engin. Varúðarráðstafanir: Herpes á kynfærum smitast við samfarir. Hætta á smitun er mest meðan sjúkdómseinkennin eru mest.Rétt er að ráleggja sjúklingum að forðast samfarir meðan einkennin eru til staðar jafnvel þótt meðferð með veirusýkingarlyfi sé hafin. Pakkningar: Verð í janúar 1996. Töflur 125 mg: 10 stk. (þynnupakkað) kr. 5.634 Töflur 250 mg: 15 stk. (þynnupakkað) kr.15.474 21 stk. (þynnupakkað) kr. 21.091 Heimildir: 1. Sérlyfjaskrá 1996 2. Degreef et al. International Journal of Antimicrobial Agents 1994; vol 4, no. 4, 241-246 3. Stephen Tyring et al. Annals of Intemal Medicine 1995; vol 123, no 2, 89-96 4. Boyd M. Antiviral Chemotherapy 1993; vol 3, 83-95 SmithKlme Beecham

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.