Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.07.1997, Side 15

Læknablaðið - 15.07.1997, Side 15
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 483 45% (1,2). Á hinum stigunum eru einnig nokk- uð sambærileg hlutföll (21). Athyglisvert er að af þeim 26 sjúklingum í hópi B sem voru á stigi I við greiningu fengu 10 (38%) sjúkdóminn á ný sem er svipað því sem sést í öðrum rann- sóknum (2,13,22,23). Lífshorfur sjúklinga með sjúkdóminn bötn- uðu marktækt á rannsóknartímabilinu en fimm ára lífshorfur voru 36% á árunum 1971-1977 en 98% eftir það. Lífshorfur á fyrra tímabilinu eru heldur lakari en sést hefur í erlendum rann- sóknum fyrir tíma cisplatíns (1,2,21). Saman- burður við aðrar rannsóknir er þó varasamur vegna fæðar sjúklinga í hópi A. Lífshorfur sjúklinga á síðara tímabilinu (hópur B) gerast varla betri erlendis hvort sem miðað er við staðbundinn eða útbreiddan sjúk- dóm (fimm ára lífshorfur oftast yfir 90% fyrir stig I-IV og um 80% fyrir stig Ilb-IV) (1,5,21). Aukningin er greinileg og skýrist ekki af bætt- um lífshorfum karla almennt á rannsóknar- tímabilinu. Skýringin er án efa virkari lyfja- meðferð, en upp úr 1978 var að jafnaði farið að beita meðferð með cisplatíni ásamt öðrum krabbameinslyfjum. Gagnsemi þessarar með- ferðar kemur vel fram í rannsókn okkar þar sem næstum allir með meinvörp læknast nú þrátt fyrir útbreiddan sjúkdóm. Aðeins tveir sjúklingar í hópi B eru látnir. Annar hafði sjúkdóm á stigi I við greiningu og lést tæpum sjö árum síðar úr bráðu hvítkyrn- ingahvítblæði en áður hafði hann gengist undir kröftuga lyfja- og geislameðferð. Spurningin er hvort meðferðin hafi átt þátt í myndun hvít- blæðisins. Aukin tíðni síðkominna krabba- meina, þar á meðal hvítblæðis, er vel þekkt sem fylgikvilli krabbameinslyfjameðferðar. Áhættan er þó ekki þekkt og ræðst væntanlega af tegund lyfja, skömmtum og lengd meðferðar (25). Við teljum ósennilegt að upphaflegi sjúk- dómurinn hafi valdið dauða sjúklingsins með beinurn hætti þar sem ekkert hafði komið í Ijós í eftirliti. Hinn sjúklingurinn hafði fjölkímskrabba- rnein á stigi III og lést 12 mánuðum eftir grein- ingu úr sjúkdómnum. Hann reyndist með sjúk- dóm, sem ekki lét undan kröftugri lyfja- og geislameðferð né heldur aðgerð sem gerð var í þeim tilgangi að minnka æxlismassa í kviðar- holi. Afdrif fyrrnefndra sjúklinga breytir þó ekki þeirri staðreynd að lífshorfur hóps B eru mjög góðar (98%), sem verður að teljast mjög góður árangur. Til samanburðar létust 64% af sjúk- lingunum í hópi A, allir af völdum sjúkdómsins að því best er vitað. Fjórir þessara sjö sjúklinga höfðu sjúkdóm á stigi IV, tveir á stigi Ila og einn á stigi Ilb. Meðferð frjófrumuæxla af þessari gerð hefur breyst mikið á síðustu tveimur áratugum með tilkomu nýrra lyfja og greiningaraðferða (26) og á það við um ísland frá árinu 1978. Misjafn- ar meðferðarleiðir eru þó notaðar eftir löndum eða landsvæðum, með svipuðum árangri. Ræður þar miklu hversu vel sjúklingar geta eða vilja framfylgja langri meðferð eða eftirliti. Þannig hefur það verið stefna í Bandaríkjunum (27) og á sumum landsvæðum í V-Evrópu að haga meðferð með tilliti til þessa hjá sjúkling- um með sjúkdóm á stigi I og II. í þessum löndum hefur verið við lýði að fjarlægja eitla í aftanskinurými samfara eistabrottnámi. Slík meðferð tryggir betur lækningu þeirra sem ekki sinna eftirliti (27). Aðgerðin hefurþó haft í för með sér slæma aukaverkun, þar sem sjúk- lingar verða oft ófrjóir sökum þess að sáðlát verður ekki ellegar að sæði leitar upp í þvag- blöðru (28). Fylgjendur slíkrar aðgerðar hafa þó á síðari árum í vaxandi mæli beitt aðgerðum sem verja taugar og minnka tíðni þessarar aukaverkunar (29). Á öðrum meðferðarstofn- unum var lyfjameðferð oftast beitt við sjúkdóm á stigi I, en nýrri rannsóknir hafa sýnt að gott eftirlit með sjúklingum tryggir góðar horfur með lyfjameðferð taki sjúkdómur sig upp. Við meðferð þessara æxla hefur eftirfarandi meðferðarleið verið höfð að leiðarljósi hér- lendis á liðnum árum, en fyrri meðferðarleiða getið ef við á. Ávallt er rétt að fjarlægja eistað með nára- skurði. Ekki skal taka grófnálar- eða skurðsýni gegnum pung, þar sem hætta er á að æxlið sái sér í aðgerðarsvæðið. Náraskurður hindrar æxlisútbreiðslu af völdum aðgerðar, þar sem klemmt er fyrir æðar frá æxli, áður en æxlið er handfjatlað (6). Sýni smásjárskoðun frjó- frumuæxli af þessari gerð ræðst áframhaldandi meðferð af útbreiðslu. Mæling æxlisvísa er gerð fyrir og eftir aðgerð. Viðvarandi hækkun á æxlisvísum (AFP og/eða B-HCG) sýnir út- breiðslu út fyrir eista. Vetnissviftir mjólkur- sýru (LDH) er oft hækkaður sé stór hluti æxlis sáðfrumugerðar. Æxlisvöxtur í hýði, eistaneti (rete testis), eistalyppu eða æðum hefur í för með sér aukna hættu á útbreiðslu. Til að stiga sjúkdóm er gerð ómskoðun af eitlum í aftan-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.