Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.07.1997, Qupperneq 24

Læknablaðið - 15.07.1997, Qupperneq 24
490 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 lingi af 108 eða 0,9% (samsætutíðni 0,0046; 95% öryggisbil 0,000-0,017). Af 99 sjúklingum með bláæðasega reyndist aðeins einn arfblend- inn eða 0,95% (95% öryggisbil 0,0-2,8%). Tafla III sýnir samanburð á samsætutíðni PT 20210 A í heilbrigðu þýði á íslandi og í Hol- landi. Tafla IV sýnir samsætutíðni PT 20210 A meðal sjúklinga með bláæðasega á íslandi og í Hollandi og reyndist hún vera mun lægri á íslandi. Umræða Meginniðurstöður rannsóknarinnar eru að stökkbreytingin FVQ506 er algeng meðal heil- brigðra á íslandi og enn algengari hjá sjúkling- um með sögu um bláæðasega. Það bendir til að FVQ506 sé algeng meðvirkandi orsök bláæða- sega í Islendingum. Stökkbreytingin PT 20210 A er hins vegar sjaldgæf bæði meðal heil- brigðra og sjúklinga með bláæðasega. Lífefnafræðilegar afleiðingar FVQ506 eru að það tekur aPC um tífalt lengri tíma að gera aFV óvirkan og hefur það í för með sér að and- storkukerfið er mun lengur að hemja virkni storkukerfisins (11,16). Læknisfræðilegar af- leiðingar eru að arfblendnir einstaklingar eru í sex- til áttfalt meiri hættu á að fá bláæðasega en þeir sem ekki bera stökkbreytinguna (9,10,16- 18). Arfhreinir einstaklingar eru taldir vera í 30-140 faldri hættu. í þessari rannsókn reyndist reiknuð hætta (odds ratio) á bláæðasega hjá arfblendnum einstaklingum 2,7 sinnum meiri (95% öryggisbil 1,2—6,3) en hjá þeim sem ekki bera FVQ506. Það er minni hætta en getið er um hér að ofan, en hafa skal í huga að samanburð- arhópar í þessari rannsókn hafa ekki verið par- aðir hvað varðar aldur, kyn og áhættuþætti. Rannsóknir hafa sýnt að um 30% af arfblendn- um FVQ506 einstaklingum hafa fengið bláæða- sega fyrir 50 ára aldur en einungis um 5% af þeim sem ekki bera FVQ506 (7). Aðrir áhættu- þættir bláæðasega, svo sem taka getnaðarvarn- artafla og meðganga, margfalda áhættuna (19- 21). Þannig eru konur sem taka getnaðarvarn- artöflur taldar vera í 35-50 falt meiri hættu á bláæðasega en þær sem ekki bera FVQ506 og taka ekki getnaðarvarnartöflur. Af ófrískum konum sem fengu bláæðasega reyndust 60% bera FVQ506. FVQ506 virðist ekki fela í sér aukna hættu á slagæðablóðsega sem sýnir að aðrir þættir skipta meira máli við myndun hans (22). í sænskri rannsókn höfðu 30-40% sjúklinga rneð bláæðasega fjölskyldusögu (7). Erfðagall- ar í genum prótíns C, prótíns S og andtrombíns III eru taldar orsök bláæðasega í 5-10% tilvika þar sem um fjölskyldusögu um bláæðasega er að ræða, en FVQ506 í um 40% (7,16). FVQ506 er því langalgengasta orsök ættlægs bláæðasega. í töflu I er samsætutíðni FVQ506 í nokkrum löndum borin saman. Hún hefur mælst hæst í Svíþjóð og Grikklandi, en mun lægri í öðrurn löndum Evrópu (13). I Bandaríkjunum hefur hún mælst um 0,03 en í Asíulöndum er hún víðast mjög lág (13,22). Samsætutíðnin á Is- landi telst vera tiltölulega há miðað við mörg Vesturlönd. Þær niðurstöður að 15,2% sjúk- linga (samsætutíðni 0,071) með bláæðasega beri FVQ506 eru svipaðar og í öðrurn sambæri- legum rannsóknum (tafla II) (7,10,23). Hærra hlutfall FVQ506 meðal sænskra sjúklinga með bláæðasega má skýra með óvenju hárri sam- sætutíðni þar í landi. Stökkbreytingunni PT 20210 A var fyrst lýst í lok ársins 1996 og af þeini sökum er minna vitað um læknisfræðilega þýðingu hennar og samsætutíðni meðal annarra þjóða. PT 20210 A er talin auka hættuna á bláæðasega þrefalt. í hollenskri rannsókn reyndust 6,2% sjúklinga með bláæðasega vera arfblendnir fyrir PT20210 A og 18% sjúklinga með fjölskyldu- sögu (12). Fjörutíu af hundraði sjúklinga með bláæðasega og PT 20210 A og voru einnig með FVQ506. í töflu III er sýnd samsætutíðni PT 20210 A meðal heilbrigðra á íslandi og í Hol- landi og er hún lægri á íslandi. Meðal íslenskra sjúklinga með bláæðasega fannst einungis einn sjúklingur eða 1,0% (n=99) og er það mun minna en fannst í hollensku rannsókninni. FVQ506 er greinilega langalgengasti ættlægi áhættuþáttur bláæðasega hjá íslendingum í ljósi algengis stökkbreytingarinnar, verulega lægri tíðni PT 20210 A og þess að arfgengur skortur á andtrombíni III, prótín C og prótín S virðist vera sárasjaldgæfur (óbirtar niðurstöð- ur af Landspítalanum). Bláæðasegi er oft fylgikvilli skurðaðgerða, beinbrota, illkynja sjúkdóma, bólgu- og nýrna- sjúkdóma, hreyfingarleysis, meðgöngu og meðferðar með getnaðarvarnartöflum. Þar sem FVQ506 er algeng meðal heilbrigðra og fel- ur í sér margfalda hættu á myndun bláæðasega vaknar spurningin hvort ekki eigi að skima fyrir stökkbreytingunni hjá einstaklingum sem gangast undir læknismeðferð sem felur í sér aukna hættu á segamyndun, til dæmis stærri skurðaðgerðir, meðganga, eða fyrirhuguð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.