Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.07.1997, Qupperneq 30

Læknablaðið - 15.07.1997, Qupperneq 30
496 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 leg veikindi (p<0,01). Ef heildareinkunn er skoðuð greinir prófið ekki á milli geðfatlaðra og líkamlega fatlaðra. Til þess að fá góða mynd af heilsutengdum lífsgæðum hjá þessum fjórum hópum er því nauðsynlegt að skoða alla þætti prófsins (mynd 1). Sé það gert sést að lífsgæði hópanna voru skert með mismunandi móti. Gestir á heilsugæslustöð stóðu greinilega best á öllum þáttum (p<0,05) nema verkjum sem voru svipaðir í öllum hópunum. Munurinn á geðfötluðum og líkamlega fötluðum var minni en ætla mætti á flestum þáttum nema líkams- heilsu og depurð. Almennt heilsufar var best hjá þeim sem komu á heilsugæslustöðina en mun lakara hjá áfengissjúklingunum og þeim fötluðu. Depurð, kvíði og stjórn á eigin lífi voru áberandi lökustu þættirnir hjá áfengis- sjúklingunum sem einnig höfðu lökust lífsgæði í heild. í prófinu eru þrjár spurningar sem varða ánægju með lífið, félagslega stöðu og frístundir og ein um líðan almennt án þess að vikið sé að heilsu. Fylgni þessarafjögurra spurninga við24 spurningar sem allar varða heilsufar á einhvern hátt, má nota til að sýna mikilvægi heilsunnar fyrir lífsgæðin. Þessi fylgni reyndist mjög mikil eins og sýnt er á dreifiritinu á mynd 2, með fylgnistuðul r=0,79. Tengsl heilsufarsþátta lífsgæðanna og félagslegu þáttanna, það er fjárhags, samskipta, sjálfsstjórnar og vellíðan- ar voru með sama hætti línuleg og mjög sterk, r=0,85. Umræða Eins og sést af niðurstöðunum er prófið not- hæft til að meta heilsutengd lífsgæði hjá mismun- andi hópum, heildareinkunn aðgreinir meira veika eða fatlaða frá minna veikum, en til þess að greina vel á milli hópanna þarf að nota mynd sem sýnir alla þætti sem mældir eru (mynd 1). Áður hefur verið sýnt fram á réttmæti og áreið- anleika prófsins (12). Sterk fylgni milli lífsánægju og heilsufarsspurninga prófsins og milli heilsuf- ars og félagslegu þáttanna sýnir réttmæti þess enn frekar. Þegar rannsóknin fór fram vantaði í prófið þátt um minni og einbeitingu, tvær spurn- ingar, sem hefur nú verið bætt við. Ástæðan til að þessi þáttur var ekki með er sú að spurning- arnar sem vörðuðu hann féllu út vegna tækni- legra galla á þeim í upphaflega spurningalistan- um sem notaður var til að þróa prófið. Prófið er enn fulllangt, 32 spurningar, nokkrar mjög líkar hverri annarri, en þeim var Health 140 120 100 80 60 40 20 10 20 30 40 50 Satisfaction Fig. 2. Relationship between health and life satisfaction. samt haldið inni í prófinu vegna tölfræðilegra eiginleika þeirra. Eftir frekari rannsóknir er því til athugunar að stytta prófið ef það reynist ekki breyta eiginleikum þess að öðru leyti. Þó að endanlegri stöðlun sé ekki lokið eru tæknilegir eiginleikar prófsins þannig að það á að geta nýst við hvers kyns rannsóknir á líðan og lífsgæðum mismunandi sjúklingahópa með því að notast við þá staðla sem hér hefur verið gert og birtir eru í töflu II og viðauka með henni. Ætlunin er einnig að hægt sé að nota það til að meta áhrif meðferðar á lífsgæði, en unnið er að frekari rannsókn á því. Innra brott- fall, það er ófullkomna svörun, er hægt að meðhöndla með ýmsu móti, annað hvort að sleppa þeim spurningum eða þeim þáttum prófsins eða gefa meðaleinkunn þáttarins fyrir þá spurningu sem vantar og breyta grunnein- kunn síðan í staðaleinkunn samkvæmt töflu II. Sé spurningu sleppt er það eins og að gefa núll, þannig að heildareinkunn lækkar. Það þarf ekki að koma að sök í einstökum tilvikum þar sem verið er að bera saman ástand fyrir og eftir meðferð, ef spurningunni er sleppt í bæði skiptin eða ef látið er nægja að bera saman einstaka þætti lífsgæðanna þar sem jafnmörg- um spurningum hefur verið svarað í sambæri- legum þáttum. Heilsutengd lífsgæði eru afstæð og metin með samanburði við það sem viðkomandi ein- staklingur þekkir hjá sjálfum sér frá fyrri tíð. Á sama hátt eru heilsutengd lífsgæði mismunandi hópa afstæð og verða að metast með saman- burði. Sá samanburður sem hér hefur verið notast við er milli mismunandi sjúklingahópa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.