Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.1997, Síða 38

Læknablaðið - 15.07.1997, Síða 38
504 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 brunaáverka af völdum hitaveituvatns vera hærri hér á landi en erlendis. Ályktun: Mögulegt ætti að vera að draga úr tíðni brunaslysa hér á landi með aukinni út- breiðslu heitavatnslása á blöndunartækjum sem hindra að kranavatn verði heitara en 52- 54°C og með aukinni fræðslu. Inngangur Sár af völdum bruna eru alvarlegt heilsufars- legt vandamál. í Bandaríkjunum hefur verið metið að á ári hverju þurfi 250.000 manns læknishjálp og 75.000 sjúkrahúsvist vegna brunasára. Brunasár verða ekki einungis í elds- voðum heldur eru ástæður þeirra einnig heitir vökvar eða hlutir, rafmagn, ertandi efni, geisl- un og fleira. Oftar en ekki verða slys þessi inni á heimilum vegna vankunnáttu eða kæruleysis (1,2). Frá lokum fimmta áratugarins hafa margar rannsóknir verið framkvæmdar og mikið verið skrifað um meðferð brunasára og þá sérstak- lega meðferð alvarlegri brunaáverka (3). Þrátt fyrir það hefur faraldsfræði brunasára í af- mörkuðum þjóðfélagshópum ekki verið rann- sökuð að sama marki (4,5). Einungis hefur verið birt ein rannsókn sem skoðar faralds- fræði brunaáverka á Islandi (6). Faraldsfræðilegar rannsóknir sem þessi geta nýst við mat á þörf á heilbrigðisþjónustu og eru ekki síður nauðsynlegar í forvarnarstarfi, ef finna á atriði í umhverfinu sem hægt er að breyta til að draga úr slysahættu. Tilgangur og markmið þessarar rannsóknar var að skoða faraldsfræði alvarlegri brunasára á íslandi og reyna að meta stærð þessa vandamáls hér á landi. Efniviður og aðferðir Á Landspítalanum í Reykjavík hefur undan- farna áratugi verið starfrækt eina raunverulega brunamiðstöð landsins. Þangað koma allir sjúklingar sem þurfa á sérfræðimeðferð að halda vegna alvarlegra brunaáverka. Oft er frummeðferð hafin annars staðar en venjulega er reglan sú, ef þörf er á sérhæfðri framhalds- meðferð, að sjúklingum er vísað á lýtalækn- ingadeild Landspítalans. Börn yngri en 16 ára fá þó yfirleitt sérfræðimeðferð á barnadeild Landspítalans, en undir meðferð lýtalækna. Rannsóknin náði yfir fimm ára tímabil, 1988-1992, og náði til allra sem voru lagðir á sjúkrahús eða létust af völdum brunaáverka á tímabilinu. Miðað var við meðaltalsfjölda ís- lendinga á þessu tímabili, sem var 255.297 og voru börn fimm ára og yngri 25.686. Farið var yfir allar sjúkraskrár sjúklinga sem lágu á Landspítalanum vegna brunasára og fengu greininguna bruni (ICD 9. útgáfa: 940-9) á þessu tímabili. Einnig var skoðað hvort sjúklingar hefðu legið inni vegna bruna- sára á öðrum sjúkrahúsum á Stór-Reykjavík- ursvæðinu eða á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri (FSA). Mest áhersla var lögð á að fá fram hvar sjúklingur var þegar hann brenndist, hver or- sökin var og hvaða þættir aðrir stuðluðu að brunanum. Skráð var hvort slysið varð á heim- ili eða utan þess. Vegna brunaslysa innan heimilis var skráð hvar á heimili slysið varð. Staðir utan heimilis gátu verið vinnustaður, skóli, bifreið eða tóm- stundastarf annars staðar. Aldur og kyn sjúk- linganna voru skráð, einnig umfang og dýpt brunasáranna. Börn fimm ára og yngri voru tekin út sérstaklega. Ef sjúklingur var með fleiri en eitt brunasár var hæsta gráðutala skráð. Brunavaldar voru flokkaðir með eftirfarandi hætti: eldur, snertibruni, heitir vökvar eða annað svo sem ertandi efni, geislun, rafmagn, sprenging eða bráðinn málmur. Heitir vökvar gátu verið hitaveituvatn úr krönum, ofnum og hitaveiturörum eða vökvar sem höfðu verið hitaðir upp svo sem kaffi, feiti, vatn eða soð. Loks voru afdrif sjúklinga athuguð, hvort húðflutningur var hluti meðferðar eða hvort sjúklingur lést. Þá var fjöldi legudaga vegna hvers brunaáverka skráður og hvaða þættir aðrir en brunasárin sjálf orsökuðu lengri eða skemmri sjúkrahúsdvöl. Upplýsingum var upphaflega safnað á þar til gerð eyðublöð og þeim komið á tölvutækt form. Fyrri hluti rannsóknarinnar fór fram í ársbyrjun 1994 þar sem teknir voru þeir sjúk- lingar sem lágu inni vegna brunasára á Land- spítalanum og voru eldri en 16 ára (10). Síðari hlutinn fór fram nokkrum mánuðum síðar sama ár og voru þá teknir með allir aðrir brunasjúklingar. Alls greindust 275 sjúklingar með bruna (combustio eða ambustio) á Landspítalanum á tímabilinu. Hjá fjórum voru aðalinnlagnar- ástæður aðrar en brunaáverki og ekki fundust upplýsingar um sjö sjúklinga. Á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fengu þrír greininguna bruni en

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.