Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.1997, Page 39

Læknablaðið - 15.07.1997, Page 39
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 505 enginn þeirra lá þar vegna brunans sjálfs. Á FSA voru 17 sjúklingar greindir með brunasár á þessu tímabili. Af þeim voru þrír sendir á Landspítalann og tveir lágu á FSA af öðrum orsökum en vegna brunaáverka. Tíu sjúklingar voru einungis á sjúkrahúsinu í nokkrar klukku- stundir til eftirlits og var þremur þeirra fylgt eftir á göngudeild en hinir þurftu ekki frekari meðferð. Einungis þeir sjúklingar sem höfðu brunasárin sjálf sem aðalinnlagnarástæðu og fengu meðferð inni á sjúkrahúsi voru teknir með í rannsókninni. Fjöldi sjúklinganna var 266 en aldurs- og kynjaskipting þeirra er sýnd í töflu I. Meðalaldur var 22,2 ár. Niðurstöður Nýgengi innlagna vegna brunasára á þessu fimm ára tímabili var 20,5 á 100.000 íbúa á ári. Nýgengi slíkra innlagna hjá börnum yngri en fimm ára var 78,6 á 100.000 börn á ári. Oftast eða í 259 tilvikum var um slys að ræða, en einnig voru fimm sjálfsáverkar og tveir brunaáverkar af annarra völdum. Stað- setning sjúklinga þegar þeir brenndust er sýnd í töflu II. Aðrir staðir en heimili eru vinnustað- ur, skóli eða í tómstundum annars staðar. Börn yngri en fimm ára brenndust fyrst og fremst inni á heimilum. Þar sem slys af völdum bruna urðu inni á heimilum eða í 59 tilvikum var eldhúsið algengasta vistarveran. Þar á eftir kom baðherbergi í 31 tilviki en aðrir algengir staðir voru garður í 11 tilvikum, þvottahús í sex tilvikum og svefnherbergi í sex. Algengast var að brunaslys orsökuðust af heitum vökvum og var hlutfall brunaáverka vegna þeirra mun hærra hjá börnum yngri en fimm ára (87,2%) miðað við þá sem voru fimm ára ogeldri (taflalll). Nánari útlistun á algengi brunasára vegna mismunandi vökva er sýnd á mynd 1. í þeim tilfellum þar sem heitur vökvi helltist yfir viðkomandi gat verið um að ræða sjóðandi vatn, kaffi, feiti eða annað slíkt. Af þeim 62 (41,0%) sem brenndust á hitaveitu- vatni voru 34 (54,8%) sem brenndust á of heitu baðvatni. Aðeins hærra hlutfall þeirra barna yngri en fimm ára sem brenndust á hitaveitu- vatni brenndust á of heitu baðvatni eða 61,3%. 110 af 14 tilvikum þar sem hveravatn orsakaði brunaáverka var um erlenda ferðamenn að ræða. Á mynd 2 kemur fram algengi ýmissa með- verkandi þátta sem ýmist leiddu til eða stuðl- uðu að brunaáverkanum. Table I. Age distribation and gender. Age <5 years Age >5 years Number Male 51 (59.3) 133 (73.9) 184 (69.2) Female 35 (40.7) 47 (26.1) 82 (30.8) Total 86 180 266 Table II. Place ofburn injury occurrence by gender. Male Female Number Home/insti- tution 86/2 (46.8) 63/4 (76.8) 149/6 (56.0) Other 95 (51.6) 19 (23.2) 114 (42.9) Unknown 3 (1.6) 0 (0) 3 (1.1) Total 184 82 266 Table III . Causes of burns. Age <5 years Age >5 years Number Fire/flames 4 (4.6) 58 (32.2) 62 (23.3) Hot fluids 75 (87.2) 76 (42.2) 151 (56.8) Contact burns 5 (5.8) Other (radiation, chemical, explosion, 12 (6.7) 17 (6.4) electrical etc) 2 (2.3) 34 (18.9) 36 (13.5) Total 86 180 266 Number Fig. 2. Conjoining factors.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.