Læknablaðið - 15.07.1997, Side 41
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
507
fyrir að þetta endurspegli í stórum dráttum
störf eftir kyni.
I áðurnefndri óbirtri hérlendri könnun, þar
sem skoðaðir voru brunasjúklingar sem lágu á
Landspítalanum á árunum 1970-1984, kom
fram svipað hlutfall brunavalda og í rannsókn-
inni nú. í þeirri athugun urðu 62,0% brunasára
vegna heitra vökva og var hitaveituvatn or-
sakavaldur í 32,6% þeirra tilvika (14).
Niðurstöður frá árunum 1988-1992 eru svip-
aðar nema ef vera skyldi talsvert hærra hlutfall
brunaslysa af völdum hitaveituvatns eða
41,0%. í eldri rannsókn á sjúklingum með
brunasár á Landspítalanum kom fram að heitir
vökvar voru algengasta orsök brunaslysa hjá
börnum (75,3%) og einnig hjá fullorðnum
(28,9%) (6). Hlutfall brunaslysa vegna heitra
vökva í þeirri rannsókn var mun hærra hjá
börnum en í núverandi rannsókn en ekki var
gerður greinarmunur á brunaslysum af völdum
hitaveituvatns eða vegna annarra heitra vökva.
Gagnrýna má skiptingu barna og fullorðinna í
þeirri rannsókn en þar var fyrst og fremst farið
eftir deildaskiptingu á sjúkrahúsinu og því allir
yngri en 16 ára flokkaðir sem börn. Sá hópur er
langt frá því að vera einsleitur en ekki eru allir
á eitt sáttir um hvernig skipting gefur besta
mynd.
í erlendum uppgjörum á faraldsfræði bruna-
slysa er oft miðað við börn yngri en fimrn ára
(7,12). I þeim rannsóknum hefur yfirleitt kom-
ið fram að börn yngri en fimm ára brenna sig
oftast á heitum vökvum (scald burns) en eftir
þann aldur brenna börn sig frekar á eldi (7-9).
í einni rannsókn þar sem skoðaðar voru komur
á slysadeild kom fram að 90% barna fimm ára
og yngri brenndust á heitum vökvum en aðeins
64% einstaklinga fimm ára og eldri. í þeirri
rannsókn lögðust þó einungis 5% sjúklinganna
á sjúkrahús (3). Svipað hlutfall kemur fram í
okkar niðurstöðum og áttu þessar tölur að vera
sambærilegar þar sem ekki virðist vera ntunur
á hve alvarlegur brunaáverkinn er eftir orsaka-
valdi.
Önnur erlend rannsókn á inniliggjandi sjúk-
lingum sýndi að af þeim sem brenndust á heit-
um vökvum brenndust 24,7% á kranavatni.
Nýgengi brunaáverka af völdum kranavatns
var 1,9 á 100.000 íbúa á ári (16). Svipaðar tölur
hafa komið fram í öðrum slíkum uppgjörum
(12). í þessari rannsókn brenndust mun fleiri á
hitaveituvatni og var hlutfallið svipað hjá börn-
um og fullorðnum.
Rúmlega 9% brunaáverka af völdum heitra
vökva voru vegna hveravatns. Áberandi var að
í 10 af 14 þessara tilvika var um að ræða erlenda
ferðamenn en 10 (76,9%) þeirra brenndust á
heitum hverum. Um helmingur þeirra fékk
framhaldsmeðferð í sínu heimalandi sem skýrir
hvers vegna fáir þeirra þurftu húðflutning og
hve stutt þeir lágu að meðaltali á sjúkrahúsi
miðað við aðra, þrátt fyrir að alvarleiki
brunaáverka þeirra væri ekki minni en hjá öðr-
um.
Það sem mestu máli skiptir í þessum niður-
stöðum er þáttur brunaslysa af völdum heitra
vökva og þá sérstaklega hitaveituvatns og
hveravatns. Rúmlega helmingur allra bruna-
sjúklinga sem þurftu sjúkrahúsmeðferð á þessu
tímabili brenndust á heitum vökvum. Bruna-
áverkar af völdum hveravatns eru að miklu
leyti séríslenskt fyrirbrigði og auk þess reynist
tíðni brunaáverka af völdurn hitaveituvatns
vera hærri hér á landi en erlendis. Niðurstöður
þessarar rannsóknar benda til þess að ferða-
ntenn geri sér oft ekki grein fyrir hættunni sem
af hveravatni stafar. Tiltölulega auðvelt ætti að
vera að minnka tíðni brunaslysa við ferða-
mannastaði með auknum leiðbeiningum.
Afleiðingar brunaáverka: Utbreiðsla og
dýpt brunasára sem og aldur brunasjúklinga
eru þeir þættir sem mest áhrif hafa á lifun
þeirra (17-20). Aðrir áhrifaþættir eru reykeitr-
un, vökvaþörf og fylgikvillar, aðallega sýking-
ar (21,22). Það er þó mjög erfitt að meta horfur
í hverju tilviki fyrir sig. Brunasár getur reynst
dýpra en metið var við komu og fylgikvillar
geta sett strik í reikninginn. I íslenskri rann-
sókn kom fram að brunasár vegna eldsvoða
leiddu frekar til dauða en aðrir brunaáverkar
(23).
Ekki var hægt að sýna fram á að munur væri
á alvarleika brunasára eftir orsakavaldi í okkar
rannsókn. Það kann þó að skýrast af því að það
virtist vera hendingu háð hvort við skráningu
stærðar og dýptar brunasársins væri notuð
stöðluð blöð sem voru hönnuð með þann til-
gang í huga (24). Yfirleitt var þó útbreiðslu
brunasársins lýst af talsverðir nákvæmni í
sjúkraskýrslum en það gat farist fyrir að
hnykkt væri á mati vakthafandi læknis á dýpt
sársins, til dæmis eftir aðgerð þar sem best er
að meta dýpt. Þessi skráning þarf að vera eins
nákvæm og hægt er og á að nota til þess staðl-
aðar aðferðir.
Dauðsföll vegna brunasára eru að meðaltali