Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.1997, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 15.07.1997, Blaðsíða 45
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 511 lagi er lagt til að fyrsta árs náms- stöðum verið fækkað um 8000 þannig að þær verði nálægt þeim fjölda sem útskrifast úr innlendum læknaskólum ár- lega. Samkeppni um þessar stöður mun því harðna verulega og mun að öllum líkindum halla á þá lækna sem hlotið hafa grunnmenntun sína utan Bandaríkjanna. I öðru lagi hef- ur verið lagt til að MEDICARE hætti að greiða sjúkrahúsum fyrir þjálfun erlendra lækna. Kysu sjúkrahús að ráða erlenda lækna í námsstöður yrðu þau líklega að bera kostnað af því sjálf eða læknirinn að hafa styrk frá sínu heimalandi til að greiða fyrirsérnámið. Mörg sjúkrahús- anna eiga í umtalsverðum fjár- hagskröggum þar sem stórlega hefur dregið úr greiðslum trygg- ingafyrirtækja til þeirra fyrir unnin verk. Jafnframt hefur fjölgun einkasjúkrasamlaga (Health Maintenance Organ- izations - HMOs) orðið til að draga enn frekar úr tekjumögu- leikum sjúkrahúsanna. Til að ná samningum við þessi einka- sjúkrasamlög þurfa sjúkrahús að keppast við að bjóða þjón- ustu sína á sem lægstu verði. Þess vegna verður að teljast ólíklegt að sjúkrahúsin verði áfjáð í að ráða erlenda lækna ef þau eiga kost á bandarískum læknum sem MEDICARE greiðir kostnað af. Fái þessar tillögur hljómgrunn á banda- ríska þinginu er ljóst að það verður gríðarlega erfitt fyrir er- lenda lækna að fá námsstöður í Bandaríkjunum. Samtök er- lendra lækna í Bandaríkjunum (American College of Interna- tional Physicians) hafa mótmælt þessum tillögum harðlega en litlar undirtektir fengið (1). Mikilvægt er að Islendingar fylgist náið með framvindu þessa máls á næstunni. Til þessa hafa íslenskir lækn- ar átt kost á framhaldsnámi jafnt í Evrópu sem í Bandaríkj- unum. Flestir eru sammála um að þetta hafi góð áhrif á íslenska læknisfræði og auki víðsýni í greininni. Skerðing útsýnis til vesturs væri því vissulega áhyggjuefni. Ef ofangreindar tillögur fá brautargengi á bandaríska þinginu vakna að auki nokkrarspurningar; Verða nógar námsstöður í boði á Norðurlöndunum og annars staðar í Evrópu fyrir íslenska lækna sem kjósa framhaldsnám erlendis? Er fullt sérfræðinám í fleiri sérgreinum á íslandi fýsi- legur kostur? Ef svo er, þarf að hraða skipulagi varðandi slíkt nám? Heintildir 1. Sandrich K. Foreign grads targeted to curb oversupply. Med Tríbune 1997; 38:1. 2. The predicted specialist glut. Hovv soon and hovv bad? Hcaltli Care Business Digest 1997; 2: 42-50. 3. Iglchart JK. The quandry over gradu- ates of foreign medical schools in the United States. N Engl J Med 1996; 334: 1679-83. Eitt Læknablað í júlí og ágúst Þetta tölublað Læknablaðsins er númer 7 og 8. Næsta blað kemur út 1. september. Skilafrestur í septemberhefti er 20. ágúst. Sumarleyfislokun Skrifstofa læknafélaganna verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með mánudeginum 21. júlí til og með föstudeginum 8. ágúst. Aðalfundur LÍ Aðalfundur LÍ 1997 verður haldinn í Borgarnesi dagana 26. og 27. september næstkomandi. Lög- um samkvæmt er aðalfundur opinn öllum félögum LÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.