Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.07.1997, Side 45

Læknablaðið - 15.07.1997, Side 45
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 511 lagi er lagt til að fyrsta árs náms- stöðum verið fækkað um 8000 þannig að þær verði nálægt þeim fjölda sem útskrifast úr innlendum læknaskólum ár- lega. Samkeppni um þessar stöður mun því harðna verulega og mun að öllum líkindum halla á þá lækna sem hlotið hafa grunnmenntun sína utan Bandaríkjanna. I öðru lagi hef- ur verið lagt til að MEDICARE hætti að greiða sjúkrahúsum fyrir þjálfun erlendra lækna. Kysu sjúkrahús að ráða erlenda lækna í námsstöður yrðu þau líklega að bera kostnað af því sjálf eða læknirinn að hafa styrk frá sínu heimalandi til að greiða fyrirsérnámið. Mörg sjúkrahús- anna eiga í umtalsverðum fjár- hagskröggum þar sem stórlega hefur dregið úr greiðslum trygg- ingafyrirtækja til þeirra fyrir unnin verk. Jafnframt hefur fjölgun einkasjúkrasamlaga (Health Maintenance Organ- izations - HMOs) orðið til að draga enn frekar úr tekjumögu- leikum sjúkrahúsanna. Til að ná samningum við þessi einka- sjúkrasamlög þurfa sjúkrahús að keppast við að bjóða þjón- ustu sína á sem lægstu verði. Þess vegna verður að teljast ólíklegt að sjúkrahúsin verði áfjáð í að ráða erlenda lækna ef þau eiga kost á bandarískum læknum sem MEDICARE greiðir kostnað af. Fái þessar tillögur hljómgrunn á banda- ríska þinginu er ljóst að það verður gríðarlega erfitt fyrir er- lenda lækna að fá námsstöður í Bandaríkjunum. Samtök er- lendra lækna í Bandaríkjunum (American College of Interna- tional Physicians) hafa mótmælt þessum tillögum harðlega en litlar undirtektir fengið (1). Mikilvægt er að Islendingar fylgist náið með framvindu þessa máls á næstunni. Til þessa hafa íslenskir lækn- ar átt kost á framhaldsnámi jafnt í Evrópu sem í Bandaríkj- unum. Flestir eru sammála um að þetta hafi góð áhrif á íslenska læknisfræði og auki víðsýni í greininni. Skerðing útsýnis til vesturs væri því vissulega áhyggjuefni. Ef ofangreindar tillögur fá brautargengi á bandaríska þinginu vakna að auki nokkrarspurningar; Verða nógar námsstöður í boði á Norðurlöndunum og annars staðar í Evrópu fyrir íslenska lækna sem kjósa framhaldsnám erlendis? Er fullt sérfræðinám í fleiri sérgreinum á íslandi fýsi- legur kostur? Ef svo er, þarf að hraða skipulagi varðandi slíkt nám? Heintildir 1. Sandrich K. Foreign grads targeted to curb oversupply. Med Tríbune 1997; 38:1. 2. The predicted specialist glut. Hovv soon and hovv bad? Hcaltli Care Business Digest 1997; 2: 42-50. 3. Iglchart JK. The quandry over gradu- ates of foreign medical schools in the United States. N Engl J Med 1996; 334: 1679-83. Eitt Læknablað í júlí og ágúst Þetta tölublað Læknablaðsins er númer 7 og 8. Næsta blað kemur út 1. september. Skilafrestur í septemberhefti er 20. ágúst. Sumarleyfislokun Skrifstofa læknafélaganna verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með mánudeginum 21. júlí til og með föstudeginum 8. ágúst. Aðalfundur LÍ Aðalfundur LÍ 1997 verður haldinn í Borgarnesi dagana 26. og 27. september næstkomandi. Lög- um samkvæmt er aðalfundur opinn öllum félögum LÍ.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.