Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.07.1997, Qupperneq 56

Læknablaðið - 15.07.1997, Qupperneq 56
522 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 læknir og vísindamaður með áhuga á lífvísindum og erfða- fræði. Hann var jafnframt húm- anisti og hafði mikinn áhuga á þjóðfélagsmálum, persónuleg- um högum fólks og var forvitinn um mannlífið almennt. Þessi breiði samfélagsáhugi Ólafs hafði góð áhrif á árangur hans í starfi. Þar sem Ólafur var frum- kvöðull að starfi í mannerfða- fræði á íslandi varð það hlut- skipti hans að rekja ættir þeirra sem höfðu arfgenga sjúkdóma. Þetta var mikið starf enda þurfti Ólafur að ferðast um landið og hafa samband við fjölda manna til þess að geta teiknað ættartré (ættarkort) fyrir þá erfðagalla sem hann var að rannsaka. Það auðveldaði Ólafi þetta starf að hann var félagslyndur og átti auðvelt með að ná til fólks og kynnast þeirra högum. Sam- ræður við fólk um ættfræði voru hér lykilþáttur í starfinu og oft tókst Ólafi að rekja ættfræði- upplýsingar langt aftur í fortíð- ina. Það er nánast óteljandi fjöldi þeirra ættartrjáa um ís- lenska erfðasjúkdóma og erfða- galla sem liggja eftir Ólaf. Veggir Blóðbankans voru þakt- ir myndum af ættarkortum sem lýstu erfðamynstri sjúkdóma í stórum fjölskyldum. Þessi tíma- freka vinna var svo upphafið að sjálfu rannsóknarstarfinu, að athuga erfðamörk og gölluð gen í fjölskyldunum. Á árunum 1990-1994 kom ég árlega til Islands til þess að kenna með Ólafi á námskeiðum í erfðafræði fyrir læknastúd- enta. Þetta voru jafnan skemmtilegar heimsóknir. Við notuðum morgnana til kennslu en eyddum eftirmiðdögum og stundum kvöldstundum í að rabba um nýjustu framfarir vís- indanna. Ég vann, að því er ég hélt, við kjötkatla læknavísind- anna í Bandaríkjunum, Nation- al Institutes of Health, og þótt- ist hafa allar nýjustu upplýsing- ar. Það kom mér oft á óvart þegar Ólafur dró upp spánýjar vísindagreinar úr fínustu tíma- ritunum sem ég hafði ekki lesið og spurði mig: „Ertu búinn að lesa þessa?“ Hann fylgdist ótrú- lega vel með í fræðunum og sí- nám hans var linnulaust. Á því er enginn vafi, að Ólafur hefur markað djúp spor í sögu íslenskrar læknisfræði. Hann hafði forystu um að leggja grunninn að kerfisbundnum rannsóknum í læknisfræðilegri erfðafræði í landinu. Fyrstu 15 árin hafði hann enga stöðu hjá því opinbera og lengst af var hann utan læknadeildar Há- skóla íslands. Frumkrafturinn í starfi hans kom frá honum sjálf- um, lengi óstuddur af stofnun- um eða fínum embættum. Rannsóknaráhugi Ólafs var áhugi hins einlæga vísinda- manns, brennandi áhugi og í raun ástríða. Vísindaástríðan er eins og ástríða listamannsins til að skapa. Þeir sem ekki hafa ástríðuna, verða ekki listamenn eða vísindamenn. Það þarf mik- inn kraft til þess að koma öllu því til leiðar sem Ólafi tókst að afkasta í hvaða umhverfi sem er. Þegar þess er gætt hvar hann starfaði, í landi þar sem er lítill vísindaáhugi og sáralítill stuðn- ingur við vísindastarfsemi, eru afköst hans hreint ótrúleg. Ólafur sá snemma að erfða- fræðin er Iykilgrein læknisfræð- innar og sú grein sem mesti vöxtur er í innan læknisfræðinn- ar og lífvísinda almennt. Ólafur braut ekki einungis blað í sögu læknisfræðinnar á íslandi með rannsóknum sínum, heldur hafði hann framtíðarsýn og var langt á undan sinni samtíð. Þess vegna er hann án efa merkasti læknir sinnar kynslóðar á Is- landi. Starf Ólafs hefur lagt grunninn að framtíðarrann- sóknum í íslenskri læknisfræði sem nær langt út fyrir erfða- fræðina sjálfa. Þrátt fyrir þetta hefur læknadeild HÍ ekki tekist að viðhalda þeim styrk sem Ólafur skapaði með því að fá nýjan sterkan prófessor í þessari lykilgrein. í raun þyrfti deildin að ráða nokkra prófessora til þess að stunda erfðafræðirann- sóknir í læknisfræði til þess að halda áfram því starfi sem Ólafur lagði grunninn að. Þegar ég minnist persónu- einkenna Ólafs, þá koma mér í hug hugarflug hans og ímynd- unarafl, og takmarkalaus for- vitni. Bjartsýni hans og jákvætt viðhorf til verkefnanna verkaði hvetjandi á samstarfsmennina og kom í veg fyrir uppgjöf, þegar erfiðleikar voru á ferð- inni. Þessi einkenni eru dæmi- gerð hjá öllum góðum vísinda- mönnum enda eru sköpunar- gáfan og bjartsýnin lykilatriði. Ólafur var einnig sterkur per- sónuleiki og traustur leiðtogi, sem sá til þess að viðfangsefnin fengju verklok. Þessir leiðtoga- hæfileikar Ólafs voru einkenn- andi í öllu starfi hans og tryggðu góð starfsafköst í rannsóknar- starfinu. Þegar Ólafs er minnst ber þó hæst kímnigáfu hans, enn eitt einkenni um hversu hugmyndaríkur hann var. Hann virtist afla gamanseminnar úr botnlausum brunni og hafði skemmtilegar tilvitnanir á tak- teinunum sem pössuðu vel við umræðuefnið hverju sinni. Ein uppáhaldstilvitnun Ólafs, sem hann notaði gjarnan þegar eitt- hvað torskilið bar á góma, var úr Góða dátanum Sveik: „Inni í jörðinni er önnur kúla og sú innri er miklu stœrri en hin ytri“. Þessi tilvitnun minnir mig einn- ig á Ólaf á annan hátt. Hann var stór og myndarlegur rnaður, en innra með honum bjó andi, hug- arflug og lífskraftur sem var miklu stærri en líkamleg ímynd hans. Lundi, 19. maí, 1997 Stefán Karlsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.