Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.07.1997, Qupperneq 60

Læknablaðið - 15.07.1997, Qupperneq 60
526 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Helga Hannesdóttir Skipun í prófessorsstöðu í barna- og unglingageðlækningum yið læknadeild Háskóla íslands Evrópunefnd sérfræðinga í barna- og unglingageðlækning- um (EUMS) hefur nú í tvígang lýst yfir alvarlegum áhyggjum sínum skriflega við íslensk stjórnvöld vegna þess að Island er eina landið í Evrópu sem hef- ur ekki kennslustöðu í barna- og unglingageðlækningum við læknadeild. Einnig hefur EUMS hvatt ís- lenska barna- og unglingageð- lækna til að sýna samstöðu og taka ekki að sér stundakennslu í sérgrein sinni án þess að vera skipaðir í kennslustöðu sam- kvæmt kröfum og reglum HÍ meðal annars vegna þeirrar miklu rannsóknarvinnu sem unnin hefur verið í sérgreininni hér á landi og alþjóðlegrar sam- vinnu. Menntamálaráðuneytið hef- ur í framhaldi af bréfi EUMS tvívegis leitað umsagnar um er- indið til læknadeildar HÍ án þess að hafa fengið fullnægjandi svar. Þetta hefur haft alvarleg áhrif á þróun og framgang sér- greinarinnar hér á landi, hindr- að rannsóknarstörf og rýrt áhrif þeirra, komið í veg fyrir upp- byggingu á framhalds- og við- haldsmenntun innan sérgrein- arinnar og tengsl hennar við aðrar sérgreinar. Einnig hefur þetta leitt til forystuleysis og sundrungar sérfræðinga inn- byrðis í sérgreininni og auðveld- að öðrum sérgreinum að draga úr vexti hennar og áhrifum. Barna- og unglingageðlæknar Höfundur er fulltrúi íslenskra barna- og unglingageðlækna í EUMS (Evrópu- nefnd sérfræðinga í barna- og unglinga- geðlækningum). hafa nú haft með höndum stundakennslu innan lækna- deildar HÍ í samtals 23 ár í tengslum við kennslu í fullorð- insgeðlækningum, án þess að læknadeild hafi fundist ástæða til að gera breytingu á kennslu- stöðu þeirra innan deildarinnar. Óhætt er að segja að metnaðar- leysi barna- og unglingageð- lækna hefur verið nýtt til hins ítrasta innan læknadeildar með því að koma upp á sama tíma æ fleiri kennslustöðum í fullorð- insgeðlækningum, sem greini- lega má sjá í uppröðun á kennslustöðum innan geðlækn- isfræðinnar á undanförnum ár- um. Prófessor Philip Graham fyrrverandi forseti Evrópufé- lags barna- og unglingageð- lækna (ESCAP) sendi fyrir nokkru bréf til Félags íslenskra barna- og unglingageðlækna og sagði að „það vœri ófyrirgefan- legt að ekki skuli vera skipað í prófessorsstöðu í sérgreininni á Islandi". Geðlæknisfræðileg vandamál barna og unglinga er algengasti sál-, félags- og heilsufarsvandi barna á Islandi í dag. Vaxandi tíðni tilfinninga- og hegðunar- erfiðleika, ýmiss konar þroska- frávika, áfengis- og fíkniefna- neysla unglinga, átvandamál (eating disorder), ofbeldi, mis- notkun og aukin sjálfsvígstíðni ungra drengja kalla á nýja og breytta félags- og læknisfræði- lega þjónustu. Einnig aukinn fjöldi langveikra barna með sál- líkamlega sjúkdóma sem ætíð gera auknar kröfur til fjöl- skyldna barnanna og samfélags- ins. Aðkallandi þörf er á að auka kennslu og efla rannsóknir inn- an læknadeildar HÍ. Einnig á öllum stofnunum í landinu sem annast börn og unglinga þar með talin ung- og smábarnaeft- irlit, heilsugæslustofnanir og skólahjúkrun. Mikilvægt er að læknadeild Háskóla íslands hafi frumkvæði að aðgerðum og geri sér grein fyrir vanda þessum sem allra fyrst. Stefna og for- gangsröðun um málefni barna og unglinga í heilbrigðiskerfinu og frá hendi stjórnvalda hefur verið óljós og óskýr til allt of margra ára og sama má segja nú um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga á sviði heilbrigðis- mála barna og unglinga. For- ystu vantar varðandi forvarnir, eftirlit og leitarstarf og ráðgjöf til foreldra barna og unglinga sem eiga við vanda að stríða. Fjársveltið og aðstöðuleysið til rannsókna og uppbyggingar á þjónustu hefur verið ótrúlegt og ekki sæmandi börnum sem eru framtíð þjóðar okkar. Rannsóknir hafa sýnt fram á að um 50% barna og unglinga sem koma til meðferðar á sjúkrahús og stofnanir eiga við geðrænan vanda að stríða oftast hegðunar- eða tilfinninga- vandamál og sállíkamlegan vanda. Þessi sjúkleiki er oftast ekki greindur eða meðhöndlað- ur á barnadeildum eða innan heilsugæslunnar hér á landi, þar sem engir barna- og unglinga- geðlæknar hafa starfað að greiningu, rannsóknum og meðferð innan barnadeildanna í landinu fram til þessa og engin kennslustaða hefur verið innan HI til að mennta á fullnægjandi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.