Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.1997, Page 61

Læknablaðið - 15.07.1997, Page 61
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 527 hátt verðandi lækna og heil- brigðisstéttir í hinum ýmsu sér- greinum. í nágrannalöndum okkar hef- ur síðastliðin 20-30 ár verið lögð rík áhersla á kennslu, rannsókn- ir og meðferð barna- og ung- lingageðlækna innan stofnana og barnadeilda og í samvinnu við heilsugæslulækna. Pessi þjónusta hefur aukist verulega á undanförnum árum á Norður- löndum og nær í dag einnig til ung- og smábarnaverndar. Sama gildir um vinnu á sálfræði- deildum skóla á Norðurlönd- um, en þær starfa í nánu sam- starfi við teymi barna- og ung- lingageðlækna innan heilsu- gæslustöðva og tengjast jafnframt rannsóknum innan læknadeilda. Læknadeildir (prófessorar í barna- og unglingageðlækning- um) á hinum Norðurlöndunum standa nú fyrir rannsóknum á geðheilbrigðisvanda barna og unglinga til að kortleggja nánar umfang hegðunar- og tilfinn- ingaerfiðleika meðal barna/ unglinga til að mæta þörfum þeirra sem fyrst og stuðla þann- ig að fjárhagslegum sparnaði í heilbrigðiskerfinu í framtíðinni. Markmiðið er einnig að efla fyrirbyggjandi aðgerðir og koma fyrr til móts við geð- heilsuvanda og áfallaröskun barna og unglinga meðal annars til að draga úr áfengis- og fíkni- efnavanda á unglingsárum. Þverfagleg samvinna er efld og reynt að brjóta niður stofnana- og sérfræðingamúra og draga þannig úr kostnaði við meðferð með rannsóknarvinnu og sam- hæfa þá þjónustu sem fyrir er milli skóla, sjúkrahúsa og heilsugæslu. Neyðartilfellum í barna- og unglingageðlækningum hefur fjölgað hér á landi á undanförn- um árum án þess að komið hafi verið til móts við þá staðreynd. Lögð er vaxandi áhersla á fyrir- byggjandi aðgerðir í neyðar- þjónustu í nágrannalöndum okkar til að hindra langtíma- vanda og stuðla að samfelldri meðferð frá upphafi. Einnig er neyðarþjónusta tengd rann- sóknarvinnu og kennslu. Neyðarþjónustan í nágranna- löndunum tengist vanalega há- skólasjúkrahúsum og hefur að- allega haft afskipti af eftirfar- andi vanda og verið flokkuð á þrenna vegu innan sérgreinar- innar: 1. Hefðbundin neyðarþjónusta - sjálfsvígstilraunir - felmturs- röskun (panic disorder) - þunglyndi (post traumatic stress disorder) - bráðageðveiki, alvarlegir hegðunarerfiðleikar - áfengis- og vímuefnavandi og slys tengd þeim - æðisköst hjá þroskaheftum, einhverfum og geðveikum börnum/unglingum. 2. Fyrirbyggjandi aðgerðir í neyðarþjónustu - líkamlegar kvartanir (maga- verkur, höfuðverkur, óljós einkenni) - foreldrar ekki til samstarfs vegna veikinda barns eða vegna innlagnar á sjúkrahús - deilur í samskiptum lækna og foreldra vegna langveikra barna - grunur um líkamlega van- rækslu, vanþrif eða ofbeldi gagnvart barni/unglingi - ýmis vandamál tengd þroska- heftum, einhverfum, ofvirk- um og alvarlega geðveikum, meðal annars ofbeldistengd- ur vandi, líkamlegt ofbeldi eða ógnanir innan stofnana. 3. Ný þjónusta fyrir börn og unglinga - vegna kynferðislegrar mis- notkunar - fyrirburðir með fylgikvilla, vanþrif, samskiptaerfiðleikar við foreldra - þroskaheft börn með sam- skiptavanda við foreldra - vandi foreldra með margbura (tvíbura, þríbura, fjórbura) - vöggudauði - skyndidauði barna, áhrif á foreldra og systkini, áfallahjálp - alvarleg slys og örkuml barna, áhrif á foreldra og við- brögð foreldra og systkina - ýmis lögreglumál sem tengj- ast börnum og unglingum, til dæmis þegar börn hverfa að heiman - mætingavandi í skólum vegna vímuefna - ýmiss annar vandi tengdur langveikum börnum og ung- lingum. Þjónusta þessi á hinum Norð- urlöndunum og í öðrum ná- grannalöndum okkar er skipu- lögð af prófessorum í barna- og unglingageðlækningum, sem annast jafnframt rannsóknar- störf og kennslu. Vinnan er auk þess unnin af þverfaglegu teymi barna- og unglingageðlæknis, hjúkrunarfræðings, félagsráð- gjafa og sálfræðings. Slíkt teymi myndi einnig sinna ráðgjafar- störfum við aðrar deildir stofn- ana og sjúkrahúsa, þar sem börn og unglingar eru vistuð. Teymið annast sjúkdóms- greiningu og meðferð, tekur þátt í forvarnarstarfi, rannsókn- arstarfi og kennslu og gefur ráð varðandi eftirmeðferð og tilvís- anir á aðrar stofnanir. Öll þessi vinna er meira og minna óunnin hér á landi vegna þess að skort hefur prófessors- stöðu innan læknadeildar HI. Barna- og unglingageðlæknar á íslandi vænta góðs samstarfs við læknadeild HI, mennta-, fjármála- og heilbrigðisyfirvöld varðandi þessi mál til að skipað verði í stöðu prófessors í barna- og unglingageðlækningum við læknadeild HÍ og ofangreindum aðgerðum verði hrundið til framkvæmda hið fyrsta.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.