Læknablaðið - 15.07.1997, Side 65
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
529
Ólafur Ólafsson landlæknir
Forgangsröðun fyrr og nú
Nú fara fram miklar umræður
um forgangsröðun. Mætti álíta
að um sé að ræða nýja umræðu
og að ekki hafi verið forgangs-
raðað fyrr. Sannleikurinn er sá
að gegnum tíðina hefur verið
forgangsraðað eins og sjá má af
eftirfarandi.
Fyrri forgangsröðun
1. Bygging sjúkrahúsa
1945-1970
2. Heilsugæsluvæðing
1969-1990
3. Heilsuvernd gegn langvinn-
um sjúkdómum eftir 1964
4. Öldrunarstofnanir í dreifbýli
eftir 1975
Upphafsmenn eða frum-
kvöðlar voru í flestum tilfellum
læknar, félagasamtök kvenna,
Læknafélag íslands, Hjarta-
vernd. Krabbameinsfélag ís-
lands, „heimamenn" og ein-
staklingar, en ekki hið opin-
bera.
Fram að þessu hefur megin-
markmið forgangsröðunar
verið:
- að láta læknisfræðileg sjónar-
mið vera ráðandi við meðferð
sjúkdóma,
- að skapa jafnt aðgengi í heil-
brigðisþjónustu. Sú stefna
var mótuð er tryggingalög-
gjöfin var samþykkt af Al-
þingi fyrir 60 árum.
Forgangsröðun hin nýja
Á síðustu 10 árum hafa skap-
ast biðlistar, meðal annars
vegna þess að þrengst hefur um
á fjármögnunarmarkaði heil-
brigðisþjónustunnar. Pess
vegna hefur heilbrigðisráðherra
sett á stofn nefnd er gera skal
tillögu um með hvaða hætti sé
unnt að standa að forgangsröð-
un heilbrigðismála hér á landi.
Sérstaklega er nefndinni ætlað
að athuga hvort setja eigi reglur
um hvaða sjúkdómstilvik skuli
hafa forgang og hvort æskilegt
sé að setja reglur um hámarks-
biðtíma eftir þjónustu.
Tvær leiðir koma til álita í
þessu efni:
1. Treysta á tækniþróun fram-
tíðar, samfélagslegt kostnaðar-
aðhald og viðhalda fyrri megin-
markmiðum forgangsröðunar,
það er jöfnun aðgengis og láta
læknisfræðileg sjónarmið ráða.
Ef rekstrarform breytist í átt að
einkarekstri og einkatrygging-
um verður ekki eins auðvelt að
treysta þessari leið. Tvennt
kemur þar til.
- í einkarekstri vilja menn
hafa eitthvað fyrir sinn snúð og
þess vegna vegur samkeppni og
fjárhagssjónarmið þungt. Sam-
keppni kallar á aukna hátækni
og eykur kostnaðinn líkt og til
dæmis í Sviss og Bandaríkjun-
um.
- Neytendaaðhald. sem er
forsenda eðlilegs markaðs-
hyggjurekstrar, skortir að veru-
legu leyti í heilbrigðisþjónustu
sökum skorts á læknisfræðilegri
þekkingu almennings. Jafnræði
í aðgengi er ekki tryggt. Flest
bendir til þess að kostnaður við
samfélagslegan rekstur heil-
brigðisþjónustu sé lægri en ef
rekstur er í höndum einkatrygg-
ingafélaga eða einkareksturs
(ÖECD skýrsla, París 1993).
2. Forgangsraða, það er
draga að verulegu leyti úr vissri
þjónustu.
Eftirfarandi leiðir má þá
nefna.
Markaðs- og tekjuleiðin.
Veita þeim forgang sem greiða
hæstu skatta eða gagnast best
þjóðinni.
Biblíuleiðin, það er menn
uppskera eins og þeir sá. Láta
þá sem haga sér óskynsamlega
til dæmis reykja, borða of mik-
ið, keyra óvarlega og taka
áhættu, koma síðast í forgangs-
röðuninni.
Lífsgœðaleiðin. Þeir hafi
forgang sem hafa framundan
flest gœðaárin, það er ungir
njóti meiri forgangs en ellimóð-
ir. Eldri og langtímaveikir mæti
afgangi.
Sameiginlegt með þessum
leiðum er að hagsmunir þeirra
virku og sterkari í samfélaginu
hafa í flestum tilfellum forgang
fram yfir heilsufarshagsmuni
þeirra langvarandi veiku og
annarra sem minna mega sín.
Umræðan býður upp á
ágreining milli stjórnmála-
manna og heilbrigðisstarfs-
fólks. Eðli málsins samkvæmt
kjósa stjórnmálamenn og
stjórnendur frekar hlut hinna
virku í samfélaginu en læknar
hlut veikburða einstaklingsins,
enda verða þeir að horfa í augun
á sjúklingum!