Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.1997, Síða 66

Læknablaðið - 15.07.1997, Síða 66
530 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Frá öðrum þjóðum Svíar, Norðmenn, Hollend- ingar, Nýsjálendingar og Bandaríkjamenn (Oregon) hafa gert tillögur til forgangsröðunar í heilbrigðisþjónustu. Holland Nefnd var falið að setja fram nokkrar grundvallarreglur sem tryggðu heilbrigðisþjónustu fyrir alla. Þetta var þó ekki gert, heldur voru gerðar tillögur um meginkjarna heilbrigðisþjón- ustunnar og um skilyrði sem lœknisaðgerð þarf að uppfylla til þess að greiðsla fáist af al- mannafé. 1. Er læknisaðgerðin nauðsyn- leg til þess að einstaklingur- inn verði starfhæfur? 2. Er aðferðin framkvæman- leg? 3. Er aðgerðin árangursrík? 4. Má rekja sjúkdómsástandið til rangs lífsstíls og fellur hann því undir nokkurs kon- ar sjálfsábyrgð? Nýja-Sjáland Þar eru tillögur nokkuð á annan veg. Mikil áhersla er lögð á forgangsröðun í þágu samfé- lagsins. 1. Meðferðin þarf að borga sig. 2. Meðferðin þarf að vera hag- kvæm með tilliti til efna og úrræða. 3. Meðferðin þarf að vera gagnleg eða í samræmi við gildismat samfélagsins. 4. Settar voru reglur um for- gangsröðun í heilsuvernd. Svíþjóð og Noregur Tillögur Svía og Norðmanna eru á ýmsan hátt frábrugðnar þessum tillögum sem hér hafa verið nefndar. Meiri áhersla er lögð á siðfræði og meira tillit tekið til heilsufarshagsmuna einstaklingsins en þeirra virku og sterku í samfélaginu. Minni umræða er um hverjir séu verð- ugir þjónustunnar, með tilliti til þýðingu þeiiTa fyrir þjóðfélagið eða heppilegs lífsstfls, heldur en kemur fram í tillögum Hollend- inga, Nýsjálendinga og sérstak- lega Oregonbúa. 1. Virðing fyrir manngildi: All- ir skulu hafa sama rétt til meðferðar óháð einstak- lingsbundnum einkennum og högum, svo sem aldri, sjálfsköpuðum skaða, fjár- hags- og félagslegri stöðu. 2. Þörf: Lögð er áhersla á rétt þeirra sem eru í mestri þörf fyrir þjónustu. 3. Samábyrgð með þeim sem veikastir eru fyrir. 4. Arangur meðferðar með til- liti til skynsamlegs kostnað- ar. 5. Samanburður skal ekki gerður milli sjúkdómsflokka heldur frekar innan hvers sjúkdómsflokks. 6. Alvarleika sjúkdómsins. Bandaríkin - Oregon listinn Medicaid Listi þessi er á vegum Medicaid sem tryggja á fátæk- um heilbrigðisþjónustu. Megin- inntakið er að þjónustan sé, - nauðsynleg fyrir grunnheil- brigðisþjónustuna, - verðmæt fyrir þjóðfélagið, - verðmæt fyrir einstaklinginn. Tilraun með Oregon-for- gangsröðunina skal standa í þrjú ár. Ljóst er að meiri áhersla er lögð á hlut samfélagsins en einstaklingsins enda hefur veru- leg gagnrýni komið fram. Forgangsröðun að mati höfundar Mikil og hröð framþróun hef- ur orðið í skurðaðgerðum og meðferð. Nú er til dæmis unnið að þróun þrívíddar skanntækis sem auðveldar læknum yfirsýn við aðgerðir. Ennfremur eru nú gerðar tilraunir með eyðingu æxla án skurðaðgerðar og geisl- unar. Sendar eru útvarpsbylgjur (ljós- eða hljóðbylgjur) úr tveimur áttum inn í æxlið og myndast þá orkusvið sem getur eytt æxlinu, til dæmis í brjósti, lifur, lungum, heila, nýrum og öðrum líffærum án skurðað- gerða. Þetta tæki er nú í reynslunotkun á þremur sjúkra- húsum í Bretlandi. Samfara þessari þróun mun draga úr þörf fyrir svæfingar, blóðgjafir, saumaskap og legudeildir. Fyrirsjáanlegt er að allflestar skurðaðgerðir (70-80%) verði framkvæmdar á dagdeildum og þar af leiðandi verða dýrar legu- deildir á skurðdeildum þunn- skipaðar. Sjúklingar munu vist- ast á sjúklingahótelum og mótel- um í vaxandi mœli. Vistun í legurýmum sérgreinastofnana er dýrasta þjónusta heilbrigðis- rnála og telja margir að draga muni úr heildarkostnaði við heilbrigðisþjónustu er fram líða stundir. Til þess að svo verði þarf að draga úr legudeilda- byggingum í framtíðinni enda búurn við íslendingar þjóða best í því tilliti. Alvarlegir sjúkdómar sem eru ekki á lækna meðfæri í dag verða líklega læknanlegir á morgun. Dæmi: M.S. sjúkdóm- ur, alnæmi og jafnvel Alzheim- ers og Parkinsonsveiki. Einnig má nefna miklar framfarir sem orðið hafa í meðferð hjarta-, æða- og liðasjúkdóma á undan- förnum árum sem auðvelda að- gerðir á eldra fólki. Þar af leið- andi er ekki unnt að leysa for- gangsröðun í eitt skipti fyrir öll, heldur verða þau niál að vera í stöðugri endurskoðun. Norðurlandaþjóðir og að nokkru leyti Hollendingar skera sig nokkuð frá öðrum á þann veg, að þeir leggja höfuð-

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.