Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.1997, Page 69

Læknablaðið - 15.07.1997, Page 69
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 533 Frá Félagi ungra lækna Námskeið um val á framhaldsnámi Laugardaginn 14. júní síðast- liðinn stóðu Félag ungra lækna og Félag læknanema fyrir nám- skeiði um val á framhaldsnámi. Fyrirlesari var Lisbeth Errebro- Knudsen MD, en hún hélt svip- að námskeið hér í fyrra, þá ásamt manni sínum sem einnig er læknir. Pau hafa haldið þetta námskeið í Danmörku og víðar í nokkur ár. Um 17 unglæknar sátu námskeiðið og voru flestir að hefja eða að ljúka sínu kandí- datsári. Lisbeth byrjaði á að segja okkur aðeins frá unglæknum í Danmörku og hvernig kandí- datsári þeirra væri háttað en ræddi í framhaldi af því um erf- iðleikana við að velja sérgrein. Þá benti hún á þá miklu mögu- leika sem standa ungum lækn- um til boða, bæði við læknis- þjónustu og í rannsóknar- og stjórnunarstörfum innan sem utan heilbrigðisgeirans. Ungir íslenskir læknar standa einnig frammi fyrir því að þurfa að velja sér land og skóla til að stunda sitt framhaldsnám þar eð við þurfum í allflestum tilvikum að leita út fyrir landsteinana eft- ir sérmenntun okkar. Pær aðferðir sem Lisbeth kennir við að velja sérgrein byggjast fyrst og fremst á vissri tækni við ákvarðanatökur sem felst í því að fara yfir valkostina yfirvegað og skipulega í stað þess að reikna með að svarið komi af sjálfu sér. Grundvöllur þessa er ákveðin sjálfsskoðun og mat á tilfinningum okkar og væntingum gagnvart læknis- störfum og lífsstíl. Hún ráðlagði okkur að meta mismunandi sér- greinar með því að finna styrk- leika þeirra og veikleika með tilliti til eiginleika okkar og ræða við lækna í viðkomandi fagi til að heyra þeirra álit. Hún benti þó á að tilfinningar okkar gagnvart hinum ýmsu sérgrein- um skyldi ekki útiloka í þessu vali og að mikilvægt væri að velja grein sem okkur þætti gaman að. Aðalboðskapur hennar við val á sérgrein virðist þannig vera að fara skipulega í gegnum valkostina og beita ákveðinni tækni við ákvarðana- tökuna. Að námskeiðinu loknu færði Helgi Hafsteinn Helgason, for- maður FUL, Lisbeth veglega bók að gjöf fyrir hönd unglækna í þakklætisskyni fyrir sýnda vel- vild. Flestir þátttakenda tóku Lisbeth að lýsa tækni sinni við ákvarðanatökur. þátt af áhuga og eflaust væri gagnlegt að halda þetta nám- skeið fyrir kandídata og lækna- nema á sjötta ári reglulega, til dæmis annað hvert ár. Fyrir hönd stjórnar Félags ungra lækna Hópur ungra Iækna að ákveða framhaldsnám.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.