Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1997, Síða 26

Læknablaðið - 15.09.1997, Síða 26
570 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Fig. 1. A computed tomography scan ofthe upper abdomen (coeliac region). F: dilated left gastric vein (aneurysmatous). P: portal vein, A: aorta, C: coeliac artery, AS: ascites. þjáður án sýnilegrar hvíldarmæði. Kviður var þaninn og dreifð þreifieymsli auk skiptideyfu til staðar. Yfir magálssvæði heyrðist greinileg- ur hvinur (bruit). Við þreifingu var lifur eðli- lega stór. Á hálsi mátti greina aukinn bláæða- þrýsting en hjartahlustun var eðlileg. Yfir neðri hluta lungna heyrðust væg brakhljóð. Bæði blóðrauði (127 g/L) og heildarprótín (63 g/L) mældust vægt lækkuð. Af lifrarhvötum voru S-ALP (459 U/L) og S-GGT (291 U/L) vægt hækkaðir en önnur blóðpróf voru innan eðlilegra marka. Við komu var fengin yfirlitsmynd af kviði sem sýndi vökvasöfnun í kviðarholi (ascites) en lungnamynd var eðlileg. Við ástungu á kviðar- holinu reyndist vera um ljósgulleitan vökva að ræða sem innihélt 1,6 g/dL af prótíni (transu- dat). Tölvusneiðmyndir af lifur sýndu víða portæð en einkum geysivíða vinstri magabláæð (vena gastrica sinistra) auk áðurnefnds vökva í kviðarholi (mynd 1). Á fyrstu sneið voru ósæð- in, iðraholsstofninn (truncus coeliacus), port- æðin og greinar innan lifrar, auk æðagúlsins í vinstri magabláæð, mjög þéttar skuggaefni, en í neðri holæð (vena cava inferior) og miltis- bláæð í miltisrótinni (hilus) óskyggðar. Gerð var ómskoðun sem leiddi í ljós tiltölulega hratt og óreglulega sláandi flæði neðantil (caudal) í óeðlilega víðri portæð (mynd 2), aukið blóð- flæði í gegnum lifur og gúlmyndun svarandi til vinstri magabláæðar. í bláæðagúlnum var áberandi sláandi hvirfilstreymi en blóðflæðis- mynd varð fljótlega bæld (dempuð) neðst í portæðinni. Hvorki milta né lifur virtust stækk- uð. Þannig sáust teikn um hjáflæði í gegnum lifur og grunur vaknaði um A-V fistil á svæði vinstri magaslagæðar (arteria gastrica sinistra). Pví var tekin mynd af slagæðum til maga (coeli- ac arteriography) sem staðfesti að um væri að ræða stóran A-V fistil á milli víðrar vinstri magaslagæðar yfir í vinstri magabláæð með gúlmyndun á bláæðinni (mynd 3 og 4). Hvorki vélindaspeglun né vélindamynd sýndu merki um æðahnúta í vélinda en grunsamlega víðar æðar sáust á tölvusneiðmyndum í efsta hluta maga (cardia). Að fenginni greiningu var hnýtt fyrir fistilinn í opinni kviðarholsaðgerð og báðir endarnir upprættir. Auk þess voru tæmdir sex lítrar af kviðarholsvökva og tekið lifrarsýni sem ekki sýndi merki um skorpulifur. Fyrir lokun fistils- ins mældist þrýstingur í portæð 41 cm H20 en 14 cm H20 eftir lokun. Útfall hjarta hélst það sama fyrir og eftir lokun eða í kringum 10,7 L/mínútu og hjartastuðull (cardiac index) 5,2. Daginn eftir aðgerð mældist hjartaútfall 10,5 L/mínútu og hjartastuðull 5,1. Gangur eftir aðgerð var góður og sjúklingur- inn útskrifaðist tæpum þremur vikum síðar. Hann lætur vel af sér rúmum tveimur árum frá aðgerð og nýleg ómskoðun sýnir engin merki um opinn A-V fistil. Fyrst eftir aðgerð var
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.