Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1997, Page 74

Læknablaðið - 15.09.1997, Page 74
610 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Meðferð algengs heilsuvanda í Heilsustofnun NLFÍ Hvfldar- og hressingardvöl með áherslu á grænmetisfæði og leirböð hafa verið aðalsmerki Heilsustofnunar. Auk hefðbundinnar einstak- lingsmeðferðar í Heilsustofnun er í boði margvísleg fræðsla og meðferð sem miðar að því að endurhæfa og koma í veg fyrir sjúkdóma. í Heilsustofnun er í boði: 1. Mat á áhættuþáttum sjúk- dóma - ráðleggingar, fræðsla. 2. Almenn líkamsþjálfun með áherslu á þrek- og þolauk- andi æfingar. 3. Sérhæfð líkamsþjálfun, sjúkraþjálfun og endurhæf- ing. 4. Megrun með samhæfðum stuðningi fagfólks. 5. Streitulosun með áherslu í hvíld, slökun, hugarþjálfun og sjúkranudd. 6. Verkjameðferð þar sem hægt er að takast á við vandamál eins og vefjagigt, bakverki og afleiðingar háls- hnykks. 7. Krabbameinsendurhæfing með áherslu á andlega og likamlega uppbyggingu. 8. Afreykinganámskeið - viku- dvöl. Fræðsla og meðferð byggir á stjórnun og skipulagi meðferð- arteymis auk sérhæfðrar ráð- gjafar. Mikil áhersla er lögð á stuðning og forvarnir gegn sjúk- dómum. Kostnaður dvalargesta er á bilinu 8.400-15.400 á viku eftir stærð og búnaði herbergja. Sjúkrasjóðir verkalýðsfélaga, félagsmálastofnanir, trygginga- félög og fyrirtæki styrkja skjól- í samræmi við ákvarðanir framkvæmdastjórnar og rekstr- arstjórnar Heilsustofnunar gengur í gildi algjört reykinga- bann í Heilsustofnun frá og með 1. september 1997. Vegna þessa er nauðsynlegt fyrir lækna og heilbrigðisstarfsfólk að hafa ákveðin atriði í huga: 1. Kynning á reykingabanninu fer nú fram meðal lækna, heilbrigðisstarfsfólks og al- mennings. 2. Við innköllun dvalargesta sem koma í Heilsustofnun eftir 1. september verður spurt hvort þeir reykja að staðaldri og ef svo er verður þeim gerð grein fyrir því að stæðinga sína í sumum tilvikum til þessarar dvalar. Markmið dvalar er að hjálpa einstaklingum að takast á við heilsufarsvandamál sitt þannig að þeir geti sjálfir unnið að því að bœta frekari líðan sína þegar dvöl er lokið. Læknum eru kynntar niður- stöður og lagt er á ráðin um framhaldið. algjört reykingabann verði á stofnuninni. 3. Boðið verður upp á sérstakt afreykinganámskeið fyrir þá einstaklinga sem reykja en óska eftir að dvelja í Heilsu- stofnun. 4. Mikilvægt er að læknar og starfsfólk heilbrigðisþjón- ustu taki höndum saman með starfsmönnum Heilsu- stofnunar í að kynna reyk- ingabannið til að sátt náist um þessa aðgerð. Framkvæmdastjórn Heilsustofnunar NLFÍ, Hveragerði Reykingabann í Heilsustofnun Engin tengsl vanheilsu og rafsegulbylgja í fréttatfma sjónvarpsins þann 29. júní síðastliðinn birtist viðtal við „rafsegulgreiningar- mann“ sem telur sig geta komið í veg fyrir veikindi af völdum rafmagnstækja á heimilum. Landlæknir hefur átt fundi um þessi mál og kallaði til háskóla- kennara í eðlisfræði, sérfræðing frá Umhverfismálaráðuneytinu og fleiri. Á fundunum voru lagðar fram fjölmargar skýrslur um „rafsegulgreiningu og svo- kallaðar lækningar" á margs- konar sállíkamlegum einkenn- um fólks, sem vissulega geta verið erfið viðfangs og eiga sér flóknar orsakir. Ekki kornu fram sannanir fyrir sambandi vanheilsu og rafsegulbylgja frá heimilistækjum. Landlæknisembættið hefur undir höndum skýrslur frá heil- brigðisstjórnum ýmissa landa, háskólum, Evrópuráði og fleir- um og eru niðurstöður allar á sömu lund. Engar rannsóknir sýna orsakatengsl milli van- heilsu og rafsegulbylgja frá heimilistækjum. Rétt þykir að vekja athygli almennings á því að fullyrðingar um framan- greindar greiningar og lækning- ar eru þvi' með öllu ósannaðar. Landlækni hafa borist fregnir um að margir hafi leitað þessar- ar þjónustu og mun af því tilefni halda ráðstefnu í haust með Umhverfismálaráðuneyti og væntanlega Háskóla íslands. Öllum sem áhuga hafa er boðin þátttaka. Ólafur Ólafsson Iandlæknir

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.