Læknablaðið - 15.09.1997, Page 78
614
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
Endurmenntunarstofnun
Háskóla íslands
Námskeiö meðal annars ætluð læknum:
12. september kl. 10:30-16:30.
Internet for Health Care Providers and the „Virtual Hospital". Hagnýting netsins í
heilbrigöisþjónustu og í menntun heilbrigðisstétta
Viö læknadeild lowa háskóla hefur verið þróaö nýstárlegt miðlunarkerfi, svo nefnt „Virtual
Hospital", sem nýtt er bæöi viö menntun heilbrigðisstétta og viö meöferö sjúklinga. Á
námskeiðinu verður sýnd notkun þess kerfis og auk þess fjallað almennt um nýtingu
netsins viö miölun upplýsinga í heilbrigðiskerfinu.
12. og 13. september kl. 09:00-16:00
Notkun á hegðunar- og tilfinningamatslistum:
CBCL og YSR fyrir börn og unglinga innan heilbrigðis- og sálfræöiþjónustunnar.
10. október - 5. desember kl. 15:15-17:00 (níu skipti)
Skipulag og úrvinnsla rannsóknarverkefna
Hagnýt tölfræöi.
16. október - 20. nóvember kl. 16:30-19:00 (sex skipti)
Rannsóknaraðferðir í félags- og heilbrigðisvísindum
Sérstök áhersla á spurningakannanir.
Faghandleiðsla og handleiðslutækni
Þriggja missera nám í samvinnu viö Tengsl sf. ráðgjafar- og fræðsluþjónustu. Hefst í
janúar næstkomandi. Umsóknarfrestur til 15. september næstkomandi.
29. september -15. desember, mánudagskvöld kl. 20:00-22:00, einu sinni í viku í 12
vikur
Viðtalsmeðferð: Þjálfunarnámskeið fyrir fagfólk
Umsjón og fyrirlesarar: Halldóra Ólafsdóttir geölæknir, Högni Óskarsson geðlæknir og
Sigurjón Björnsson sálfræöingur.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Endurmenntunarstofnunar HÍ, Tækni-
garði, Dunhaga 5,105 Reykjavík, sími 525-4923, bréfsími 525 4080, netfang: end-
urm@rhi.hi.is