Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.1998, Page 7

Læknablaðið - 15.01.1998, Page 7
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 7 Sick Children við Great Ormond Street á Eng- landi og Boston Children’s Hospital í Banda- ríkjunum. Höfum við þannig getað boðið sjúklingum okkar upp á fyrsta flokks þjónustu, annars vegar með því að leysa úr þeim vanda- málum sem okkur er fært hér heima, hvort sem það er gert með aðgerðum eða í hjartaþræð- ingu, en hins vegar með því að senda sjúkling- inn utan. Þá höfum við einnig farið þá leið að fá hingað til lands sérfræðinga að utan til að hjálpa okkur hér heima. Sem dæmi má nefna að nokkuð algengum galla, opinni fósturæð (patent ductus arteriosus), var til skamms tíma lokað með skurðaðgerð. Frá árinu 1994 hefur þetta vandamál verið leyst í hjartaþræðingu þar sem æðinni er lokað með því að setja „tappa“ í hana. Fengum við til liðs við okkur þekktan sérfræðing frá Children’s Hospital í Boston til að koma okkur af stað og frá þeim tíma hefur þessi aðgerð verið framkvæmd á yfir 30 íslenskum börnum. Hefur legutími styst úr átta dögum, sem er meðallegutími eftir brjóstholsaðgerð, í tæpa tvo daga, en í helm- ingi tilvika höfum við getað sent sjúklinginn heim samdægurs. Því er þó ekki að leyna að það hefur verið meiri erfiðleikum bundið að fá TR til að sam- þykkja að greiða götu lækna að utan hingað til lands en að fá að senda sjúklingana á sjúkrahús erlendis. Kann það að skjóta skökku við þar sem sjúkrahúsdvöl erlendis í 7-10 daga kostar um tvær milljónir króna. Það mætti vissulega velta fyrir sér þeim möguleika að fá hingað hjartaskurðlækna, taugaskurðlækna og jafnvel sérfræðinga úr fleiri sérgreinum kostaða af TR í stað þess að senda sjúklingana úr landi. Mætti þar koma til hugarfarsbreyting. En fyrst farið er að tala um kostnað í þessu sambandi má spyrja hvort unnt sé að ná kostn- aði niður á einhvern hátt, þegar um er að ræða meðferð erlendis, og hvaða leiðir væru færar til þess? Að koma þjónustunni á fót hérlendis er ein leið sem farin hefur verið eins og áður hefur verið drepið á. Að gera samning við erlent sjúkrahús um tiltekna þjónustu er annar mögu- leiki og hefur þegar verið gert í tengslum við líffæraflutninga. Jafnvel væri möguleiki á að fá erlend sjúkrahús til að gera tilboð um tilteknar aðgerðir. Þessi atriði eru verð frekari íhugun- ar. Kemur til greina að læknar sem senda sjúk- linga utan til aðgerða verði tengiliðir við slíka samningagerð, enda oft um að ræða flóknar og fjölþættar aðgerðir, jafnvel oft fleiri en ein að- gerð á sama sjúklingi. Það er því nokkuð ljóst að við eigum enn um ókomin ár eftir að leita til lækna erlendis vegna meðferðar á íslenskum sjúklingum, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Ekki er óhugs- andi að enn fleiri meðferðarform eigi eftir að líta dagsins ljós, auk þeirra sem við nú þegar þurfum að leita eftir annars staðar og þarf þá að taka afstöðu til þess er þar að kemur. Sömu- leiðis þurfum við að halda kostnaðarvitund okkar vakandi, leita leiða til að halda kostnaði í skefjum hvort sem lausnin er fólgin í því að senda sjúklinga utan eða í því að fá fagfólk að utan til að hjálpa okkur hér heima. Hróðmar Helgason

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.