Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1998, Síða 35

Læknablaðið - 15.01.1998, Síða 35
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 33 proconvertin test, PP) á samtals 1580 blóðsýn- um og próþrombíntími (prothrombin time, PT) á 1216 og niðurstöður gefnar út sem PP% og INR (international normalized ratio). Niðurstöður: Ekki var marktækur munur á meðaltalsblóðþynningu ábendingarhópa. Meðaltalsblóðþynning alls þýðisins var INR=2,3. Á tímabilinu komu fram sex meiri- háttar blæðingar hjá fimm sjúklingum. Reynd- ist blóðþynning of mikil (INR>6.0) við blæð- ingu í öll skipti nema eitt. Einn sjúklinganna lést vegna útbreiddra blæðinga. INR var <4,5 í 97% meðferðartíma alls hópsins og var INR>6.0 í 1% af meðferðartíma en í 18% tíma þeirra sem blæddi. Einn sjúklingur fékk sega- rek í heilaæðar, tveir sjúklingar með gáttatif létust vegna bráðrar kransæðastíflu og einn sjúklingur dó skyndidauða. Aldurs- og kyn- staðlaður samanburður á rannsóknarhópi og íslensku þjóðinni sýndi að ekki var marktækur munur á dánartíðni. Ályktun: Blæðingarhætta var langmest þegar INR fór yfir 6,0, en lítil ef INR var <4.5 og má ætla að fækka megi alvarlegum blæðing- um ef áhættuhluti meðferðartímans er styttur með nánu eftirliti og lækkun markgilda. Þótt hópurinn hafi að meðaltali fengið fremur litla blóðþynningu, miðað við alþjóðlegar ráðlegg- ingar, er tíðni segamyndunar ekki hærri en í rannsóknum þar sem blóðþynning er meiri. Sömuleiðis er dánartíðni þessa sjúklingahóps sem fengið hefur blóðþynningu ekki aukin miðað við aldursstaðlaða dánartíðni Islend- inga. Inngangur Markmið blóðþynningar er að koma í veg fyrir segamyndun í bláæðum og/eða slagæðum, sem leitt getur til segareks eða lokunar á æð- um. Við blóðþynningu um munn eru notuð kúmarínlyf, warfarín eða skyld efni, sem draga úr myndun gamma-karboxýleraðra K-vítamín- háðra storkuþátta. Verkun lyfjanna er mjög mismunandi á milli einstaklinga (1) og er það ein meginástæða þess hve mikilvægt er að fylgj- ast náið með blóðþynningu. Til þess að mæla blóðþynningu eru venjulega notuð storkupróf og er próþrombíntími (protrombin time, PT) algengasta prófið en það mælir virkni storku- þátta I, II, V, VII og X (2). Eitt afbrigði próþrombíntíma er próþrombín - prókonver- tínpróf (prothrombin proconvertin test, PP), sem mælir storkuþætti II, VII og X (3). Próf þetta er nánast eingöngu notað til að stjórna blóðþynningu og hefur lengi verið notað á Landspítalanum. Um áratugaskeið gekk illa að staðla niður- stöður PT-mælinga, fyrst og fremst vegna þess hve háð þau eru virkni þess þrombóplastíns sem notað er. Því höfðu niðurstöður einstakra rannsóknarstofa mismunandi þýðingu og af þeim sökum var oft verulegur munur á skömmtun lyfjanna eftir því hvaða þrombó- plastín var notað (4). Á seinni árum hafa nið- urstöðurnar verið staðlaðar með því að reikna út hlutfall sem kallað er INR (international normalized ratio). INR-gildið er fundið út frá próþrombínhlutfalli, sem er hlutfall pró- þrombíntíma hjá sjúklingum á blóðþynningu og meðalpróþrombíntíma hjá eðlilegu þýði. Á þetta hlutfall er settur veldisvísir ISI (interna- tional sensitivity index), sem er mælikvarði á virkni viðkomandi þrombóplastíns (5). Þetta hefur auðveldað allan samanburð á mælingum einstakra rannsóknarstofa og gert læknum kleift að staðla æskileg viðmiðunarmörk blóð- þynningar einstakra sjúklingahópa. Á Land- spítalanum er skömmtun segavarnarlyfja á ábyrgð hóps sérfræðinga, sem fylgist reglulega með blóðþynningunni en sjúklingar á blóð- þynningu koma oftast á fjögurra til fimm vikna fresti ef breytileiki mælinga er lítill. Hæfileg blóðþynning telst vera það bil þar sem segavörn er til staðar og líkur á alvarlegum blæðingum eru litlar. Fram á síðustu ár hefur ákvörðun bilsins verið byggð á reynslu en ekki á rannsóknum, sem leita að virkasta og hætt- uminnsta meðferðarbili og eru viðmiðunar- mörk fyrir blóðþynningu því ennþá nokkuð óljós. Nýlegar framskyggnar rannsóknir benda þó til þess að segarek sé ólíklegast hjá sjúkling- um með gáttatif, ef INR er á bilinu 2,0-3,9 (6), og hjá sjúklingum með gervihjartalokur ef INR er á bilinu 2,5^t,9 (7). Nýjustu ráðleggingar eru að halda INR-gildum á bilinu 2,0-3,0 hjá flestum sjúklingum nema þeim sem hafa gervi- hjartalokur þar sem INR skal vera 2,5-3,5 (8). I þessari framskyggnu rannsókn var blóð- þynning (INR-gildi) 326 sjúklinga sem voru í eftirliti á Landspítalanum rannsökuð á sex mánaða tímabili. Jafnframt var könnuð tíðni dauðsfalla, alvarlegra blæðinga og segamynd- unar. Efniviður og aðferðir Sjúklingar: Öllum sjúklingum, sem voru á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.