Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.1998, Qupperneq 60

Læknablaðið - 15.01.1998, Qupperneq 60
58 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Kristján Erlendsson. Ljósm.: -bþ- Skörun leiðtoga og stjórnanda í ágætri stefnumótunarvinnu LÍ, sem unnin var í sumar er gerður greinarmunur á lækni sem leiðtoga eða „leader“ og lækni sem stjórnanda eða „manager". Mér fannst þessi skipting svolítið skrýtin í upp- hafi enda trúði þá og trúi enn, að þetta hljóti að blandast eitt- hvað saman ef vel á að vera. Pað er því í góðu samræmi, að þegar skoðaðar eru niðurstöður þeirra tveggja vinnuhópa, sem unnu þessi viðfangsefni, þá er í niðurstöðum þeirra að sjálf- sögðu mjög mikil skörun. Maður getur þó hugsað sér að leiðtoginn sé meira í því að leiða og ryðja brautina fyrir sína grein, fyrir sína deild, fyrir sína sjúklinga og sem slíka höfum við að sjálfsögðu fjöldan allan af læknum í leiðtogastöðu, sem sinna þessu verkefni mjög vel. Þessir læknar eru í fararbroddi hóps sérfræðinga, en viðhalds- menntun þeirra felst í því að til- einka sér framfarir og nýjungar og skapa síðan aðstæður inni á sjúkrastofnunum, eða þess vegna úti í bæ, þar sem þessar nýjungar fái nýst sjúklingunum sem best og geti gert árangur læknanna meiri og tryggari. Pegar því fylgir jafnframt að það þurfi að tryggja nýtt fé til þessara framfara, er í rauninni mjög skiljanlegt að menn líti á það sem „plan B“ að þurfa að fara að hagræða eitthvað, hætta gömlum aðferðum til þess að rýma fyrir nýjum, slíkt gæti meira að segja verið óþægilegt fyrir einhvern kollega og það lít- ur bræðralagið ekki björtum augum. Hagræðing er þá fyrst skoðuð, þegar ekki tekst að fá inn nýja fjármuni. Það borgar sig heldur ekki að ýta allt of mikið undir kollegann á hinni deildinni eða styðja við hann, því ef hann fær eitthvert viðbót- arfé, þá er viðbúið að mín deild verði útundan. Petta er eðlilegt starf leið- toga, og það er kannski það sem við læknar viljum fyrst og fremst, við viljum hafa sterka leiðtoga, að minnsta kosti með- an það rekst ekki á okkar eigin hagsmuni. Læknar sem sitja/lenda í öðruvísi stjórnunarstöðum, til dæmis sem lækningaforstjórar, lenda síðan milli steins og sleggju. Peir þurfa að vera full- trúar þessara leiðtoga til þess að lækningar á stofnuninni gangi eðlilega fyrir sig en jafnframt blandast þeir inn í daglegan rekstur með fjárhagsáætlunum, uppgjöri og naumt skömmtuð- um fjárveitingum. I slíkum manni hlýtur að vera algjörlega nauðsynlegt að stjórnunarhlut- verkið og leiðtogahlutverkið blandist saman og það er mjög erfitt að gera það þannig að vel sé, blandan þarf meira að segja að geta verið mismunandi frá einum tíma til annars. Þegar ég sótti um starf lækn- ingaforstjóra hér á Landspítal- anum þá var ég kallaður fyrir stjórn læknaráðs, sem benti mér á það að ég mætti alls ekki verða handbendi forstjóra Ríkisspítal- anna og í sömu vikunni kallaði þessi sami forstjóri mig fyrir og benti mér á það að ég mætti alls ekki verða handbendi lækna- ráðs. Það lýsir held ég stöðunni ágætlega. Fagfólk á að vinna í ráðuneytum Pegar síðan kemur að starfi í ráðuneyti og ég fresta umræðu um forstjóra þar til síðar, þá fyrst fer gamanið að kárna. Pað er að mínu mati algjörlega nauðsynlegt að hafa lækni í ráðuneytinu og það helst fleiri en einn. Ég er gjörsamlega ósammála þeim skoðunum sem segja að fagfólk eigi ekki að vera í ráðuneytum. Ég held að það sé dönsk skoðun. En á þeim stað lendir læknirinn í nýrri klemmu. Hann skynjar vel það sem rekur leiðtogann, það er að segja faglega þáttinn, og hann verður að taka aukið tillit til fjárlagadæmisins. Þar fara að koma inn í vangaveltur eins og; eru þessar nýjungar réttlætan- legar fyrir peninginn sem á að borga fyrir þær? Er betra að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.