Læknablaðið - 15.04.1999, Side 16
294
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
Number of subjects
10
9
8
7
6
5
4
3
2
1
0
Fig. 1. Subjects grouped according to microscopic changes after outbreak of external otitis in association with intensive swimming
course and number ofsubjects with bilateral changes and positive culture in each group.
□ Total number
■ Bilateral changes
□ Positive culture
No changes Redness without Mild inflammation More severe
inflammation inflammation
kvölds og morgna) og bórsýru (boric acid 3%)
(fjórir dropar á tveggja klukkustunda fresti).
Þegar um einkenni mikillar bólgu var að ræða
var tróði komið fyrir í hlust, vættu í alsol spritti
(alúmíníum acetartatis 3,3 mg/ml, spiritus fort-
is 333,3 mg/ml, aqua sterilisata ad 1 ml). Leið-
beiningar voru gefnar um að halda tróðunum
rökum og nýju tróði var komið fyrir annan
hvem dag þar til bólgan minnkaði en þá var
skipt yfir í meðhöndlun með HTP® og bórsýru.
Meðferð var haldið áfram í fimm daga eftir að
einkenni gengu til baka. Atta vikuin eftir sund-
námskeiðið voru öll börnin skoðuð aftur með
eyrnasmásjá og ræktun tekin.
Niðurstöður
I töflu I má sjá niðurstöður rannsókna heil-
brigðiseftirlits Austurlands, bæði frá sundlaug
og heitum potti.
Sautján (63%) af 27 bömum fengu einkenni
hlustarbólgu. Af þeim höfðu sjö (41,2%) væg-
ar, fjögur (23,5%) miðlungs og sex (35,3%)
ntiklar bólgubreytingar (tafla II). Tólf (70,2%)
þeirra höfðu bólgubreytingar í báðum hlustum.
P. aeruginosa ræktaðist frá 11 (64%) af þeim
sem höfðu einkenni og frá tveimur sem voru
einkennalaus (mynd 1). Aðrar bakteríur rækt-
uðust ekki. Hljóðholsmæling hjá þeim börnunt
sem fengu sýkingu var eðlileg hjá 14 (82,5%)
en þrjú höfðu neikvæðan þrýsting (<100 dPa).
Einkennin byrjuðu að meðaltali 2,1 degi (stað-
alskekkja 0,5) eftir námskeiðslokin og gengu
yfir á 11,4 dögum (staðalskekkja 2,2). Sex
(35,3%) bamanna urðu einkennalaus á innan
við viku, átta (47,1%) á innan við tveimur
vikum og tvö (11,8%) á innan við fjórum vik-
um. Eitt barnanna hafði einkenni í sex vikur.
Aðeins eitt bamanna hafði jákvæða ræktun í
seinna skiptið.
Umræða
Egilsstaðalæknishérað nær yfir Fljótsdals-
hérað og Borgarfjörð eystri og býr rúmur helm-
ingur íbúa í þéttbýlinu á Egilsstöðum og í
Fellabæ. A svæðinu er ein heilsugæslustöð í
starfstengslum við sjúkraskýli og hjúkrunar-
heimili. Fjórir heilsugæslulæknar starfa að
jafnaði við stöðina.
í íslenska skólakerfinu er sundkennsla
skylda. Sundkennsla er yfirleitt einu sinni í
viku og hlustarbólgufaraldrar eru sjaldgæfir í
kjölfarið (11). Reglur um gæði vatns í almenn-
ingslaugum eru gefnar út af Heilbrigðisráðu-
neytinu og skylda er að vatnið sé reglulega at-
hugað með tilliti til kólíbaktería og gerlafjölda
en ekki P. aeruginosa. Allt vatn, hvort heldur
sem er yfirborðs- eða grunnvatn, inniheldur
bakteríur og á það einnig við um hitaveituvatn.
Þessar bakteríur eru oftast skaðlausar og er P.
aeruginosa ein þeirra en hún lifir ekki við hita-