Læknablaðið - 15.04.1999, Qupperneq 29
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
305
rannsakaðir voru sérstaklega með tilliti til lófa-
kreppusjúkdóms í hóprannsókn Mjartaverndar,
þar af reyndust 249 með einkenni lófakreppu.
Samanburður var gerður á milli þeirra sem
voru með sjúkdóminn og hinna sem voru án
hans. Notuð var lógistísk regression tölfræði
við samanburð á hópunum og var leiðrétt fyrir
aldri, reykingum og atvinnu.
Niðurstöður: Gigtareinkenni voru sjaldgæf-
ari hjá lófakreppusjúklingum en í samanburð-
arhópnum. Þannig var morgunstirðleiki fátíður
hjá körlunt með lófakreppu, (OR=0,65; 95%
0=0,44-0,98; p=0,04), bólga í liðum var einn-
ig marktækt sjaldgæfari (OR=0,52; 95% CI=
0,27-1,00; p=0,05) en hjá viðmiðunarhópi.
Færri lófakreppusjúklingar höfðu leitað til
gigtarlæknis og var það einnig tölfræðilega
marktæktur mismunur (OR=0,44; 95% CI=
0,15-0,86; p=0,02).
Alyktanir: Gigtareinkenni virðast vera fátíð
hjá íslenskum körlum með lófakreppu.
E-3. Húðlíki, nýjung í meðferð stórra
bruna. Sjúkratilfelli
Helgi Birgisson, Rafn A. Ragnarsson
Frá lýtalœkningadeild Landspítalans
Inngangur: Við djúpa bruna er ákjósanlegast
að fjarlægja strax fullþykktar brunann og þekja
í sömu aðgerð sárið með húðágræðslu. Þegar
útbreiðsla djúps bruna er ntikil, getur orðið
skortur á auðaðgengilegu skinni, auk þess sem
húðtakan sjálf eykur álagið á sjúklinginn.
Efniviður: Nú er komið á markað húðlíki,
Integra™, sem samanstendur af tveimur lögum
sem líkja eftir eiginleikum húðarinnar. Ytra
byrðið er yfirhúð úr pólýsíloxan-pólímer með
ákveðið gegndræpi sem stjórnar vökvatapi, en
hið innra er leðurhúð úr niðurbrjótanlegu nauta-
kollageni og glýkósamínóglýcan milliefni úr
hákarlabrjóski. Gróandi verður með innvexti
háræða og bandvefs inn í leðurhúð húðlíkisins
sem um leið brotnar niður. Við það myndast líf-
rænt virk þekja sem að þremur vikum liðnum
er tilbúin til húðágræðslu. Yfirhúðlagi húðlfk-
isins er þá svipt af nýju leðurhúðinni og mjög
þunn eigin húð grædd á í staðinn.
Sjúkratilfelli: Tíu ára gamall drengur brennd-
ist illa á höfði, bol og handleggjum vegna elds
sem kom upp vegna fikts með bensín. Um var
að ræða tæplega 50% fullþykktar bruna. Fyrstu
dagamir fóru í að ná tökum á ástandi sjúklings,
en á þriðja degi voru sár hreinsuð og brennd
húð fjarlægð að litlum hluta á hefðbundinn
hátt. Á sjöunda og áttunda degi voru öll brennd
svæði hreinsuð niður að vöðvafelli og húðlíki
lagt á í staðinn. Þremur vikum seinna var gerð
húðágræðsla á nýju leðurhúðina með næfur-
þunnu eigin skinni sjúklings. Gjafarsvæðið
greri á fimm dögum og var sjúklingur allur gró-
inn sex vikum frá bruna.
Umræða: Góður árangur við meðferð þessa
lífshættulega brennda drengs gefur okkur vonir
um að hér sé komið efni sem nota megi í fram-
tíðinni við meðferð mikið brenndra sjúklinga.
E-4. Yldudrep af völdum loftmyndandi
sýkils
Brynhildur Eyjólfsdóttir, Gunnar H. Gunn-
laugsson
Frá skurðdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur
Um er að ræða 57 gamlan karlmann með
sykursýki sem kom á bráðamóttöku vegna
sýkts fótasárs á vinstri hæl. Hann hafði langa
sögu um slagæðaþrengingar í fótum og hafði
farið í blásningu á vinstri ytri lærisslagæð
nokkrum mánuðum fyrir komu. Fótasárið var
nokkurra mánaða gamalt og hafði hann verið
um nokkurra mánaða skeið í sáraskiptingum á
heilsugæslu og Vífilsstöðum og jafnframt
fengið nokkra sýklalyfjakúra. Síðustu fjóra til
fimm daga versnandi útlit. Reyndist sjúklingur
vera með ýldudrep af völdum loftmyndandi
sýkils í fætinum og fór í bráðaaðgerð þar sem
gerður var vöðvafellsskurður og dauður vefur
hreinsaður úr sárinu. Eftir aðgerð hófst með-
ferð í súrefniskút, klukkutíma í senn með
þremur loftþyngdum, tvisvar á dag fyrstu vik-
una og síðan einu sinni á dag. Fyrstu fimm dag-
ana eftir aðgerð lá sjúklingur á gjörgæslu.
Gengið hefur nokkuð vel að græða sárið og fer
sjúklingur nú í súrefniskútinn einu sinni á dag.
Sýndar verða myndir af gróanda sársins og
fjallað stuttlega um ábendingar fyrir súrefnis-
kútsmeðferð.
E-5. Algengi slitgigtar í mjöðmum á Is-
landi
Þorvaldur Ingvarsson', Gunnar Hagglund2, L.
Stefan Lohmander
Frá ‘bœklunardeild Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri, 2bœklunardeild háskólasjúkrahússins
í Lundi
Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að
meta algengi frumslitgigtar í mjöðmum Islend-
inga og bera saman við algengi í Svíþjóð.
Efniviður og aðferðir: Skoðaðar voru ristil-