Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1999, Page 32

Læknablaðið - 15.04.1999, Page 32
308 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 gerviliðaaðgerð var 69 ár hjá báðum kynjum. Fjöldi aðgerða jókst úr 94 árið 1982 í 221 að- gerð 1996. Gerviliðaaðgerðum í mjöðm hefur fjölgað stöðugt frá árinu 1982 og svo virðist sem þörfinni sé enn ekki fullnægt. Hægt er að reyna að spá fyrir um aðgerðarþörf á næstu ára- tugum með því að taka tillit til ntannfjöldaspár Hagstofu Islands fyrir Islendinga. Sé það gert er hægt að spá því að aðgerðum fjölgi úr 221 árið 1996 í 250 árið 2005, í 300 árið 2015 og í 368 árið 2030 eða um tæp 2% á ári. Hér hefur ekki verið tekið tillit til enduraðgerða en fjöldi þeirra mun væntanlega einnig vaxa. Alyktanir: Hér hefur verið gerð tilraun til að meta þörf Islendinga fyrir gerviliðaaðgerðir vegna frumkomnar slitgigtar í mjöðm næstu 30 árin. Aukning á ári um 2% jafngildir aukningu sem nemur fjórum aðgerðum á ári að meðaltali. Heilbrigðisyfirvöld þurfa að gera ráð fyrir auknu fé til gerviliðaaðgerða jafnt og þétt á næstu árum. E-8. Nýir möguleikar í aftari festingum á mótum höfuðs og hálshryggjar og háls- og brjósthryggjar Halldór Jóusson jr., Bogi Jónsson Frá bœklunarskurðdeild Landspítalans Inngangur: Ostöðugleiki milli höfuðs og hálshryggjar (efri hálshrygg) annars vegar og milli háls- og brjósthryggjar (neðri hálshrygg) hins vegar getur valdið mænuklemmu með til- heyrandi afleiðingum ef ekki er brugðist rétt við. Þar sem svæðin eru líffærafræðilega mjög ólík hefur mörgum aðferðum verið beitt í leit að bestu lausninni. A síðari árum ruddu venju- legar beinbrotaplötur sér til rúms sem góður möguleiki, en vandamálið voru fyrirfram ákveðin göt sem ekki pössuðu fyrir rétta stað- setningu á öllum skrúfunum. Þá var farið að nota stög með krókunt utan urn bogaþynnurnar, en krókarnir losnuðu. Nú hafa komið á mark- aðinn stög með skrúfufestingum sem gefa bæði góðan styrk og örugga festingu, óháð gerð sjúklings. Þar sem tækin hafa reynst vel við mismunandi aðstæður teljum við nauðsynlegt að skýra frá reynslu okkar og vekja athygli á þessum nýja möguleika. Efniviður og aðferðir: A eins og hálfs árs tímabili hafa sex sjúklingar (ein kona og fimm karlar, aldur 32-65 ára) verið meðhöndlaðir með aftari spengingu í hálshryggnum, tveir C0- C4 og fjórir C5-T3 vegna óstöðugleika. Ástæð- an var óstöðugleiki eftir þynnunám (laminec- tomia), bein- og mergbólga í efri hálshrygg og brotaliðhlaup í þeim neðri. Notaðar voru tvær tegundir af tækjum, AO Cervifix® og Olerud Cervical®, en bæði tækin hafa fyrrgreindan eiginleika. Skrúfurnar voru settar í höfuðkúpu, liðhlass og liðbogarætur eftir líffærafræðileg- um landamerkjum og með hliðargegnumlýs- ingu. Hjá tveimur Bechterew sjúklingum með brot í neðri hálshrygg var þessi festibúnaður notaður eingöngu og ekkert að framan. Háls- kragi var í sex vikur eftir aðgerð, stífur (Phila- delphia) eftir efri- og mjúkur eftir neðri háls- hryggjarspengingu. Auk mikilla verkja var einn sjúklingur með einkenni langvarandi mænuklemmu og tveir sjúklingar (Bechterew) með þverlömun. Niðurstöður: Bæði tækin reyndust mjög vel. Það tók nokkurn tíma að fá rétta staðsetningu á skrúfum annars vegar og síðan að tengja skrúf- urnar við stögin hins vegar. Engin taugaversn- un kom í kjölfar aðgerðanna og engin taugaein- kenni eða blæðingar komu frá skrúfum. Sjúk- lingurinn með langvarandi mænueinkenni varð aftur sjálfbjarga og annar Bechterew sjúkling- urinn varð vinnufær. Allar beinspangir hafa gróið og engin merki eru um að skrúfur eða stöp hafi losnað. Ályktanir: Olerud Cervical® tækið reyndist fjölhæfara. Þessi tegund festibúnaðar í aftan- verðan hálshrygg er stórt framfaraskref í möguleikum á meðferð sjúkdóma í bæði efri og neðri hálshrygg. Þó bæði tækin hafi reynst vel í meðförum þá er festitæknin með skrúfum í raun mjög hættuleg. E-9. Hálshnykkur. Faraldsfræðileg at- hugun í Reykjavík 1974-1996 Ragnar Jónsson, Brynjólfur Mogensen Frá bœklunarlœkningadeild Sjúkrahúss Reykja- víkur Inngangur: Tíðni hálshnykks í umferðarslys- um hefur farið vaxandi. Árlegur kostnaður þjóð- félagsins vegna afleiðinga hálshnykksáverka er mjög hár. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna faraldsfræði hálshnykkja í Reykjavík. Efniviður og aðferðir: Gerð var tölvuúr- vinnsla lögskráðra íbúa Reykjavíkur sem höfðu leitað á slysa- og bráðamóttöku Sjúkrahúss Reykjavíkur frá árunum 1974 til og með 1996 og voru greindir með hálshnykk. Upplýsingar um íbúafjölda voru fengnar frá Hagstofu Is- lands. Tíðnitölur eru miðaðar við 1.000 úr hverju úrtaki.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.