Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1999, Page 39

Læknablaðið - 15.04.1999, Page 39
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 313 E-14. Árangur skurðaðgerðar á ganglim- um neðan nára vegna hótandi dreps. Njóta sykursýkisjúklingar fullnægjandi meðferðar? Helgi H. Sigurðsson ', E.M. Macaulay', K.C. McHardy2, G.G. Cooper' Frá 'Dpt ofVascular Surgery, :Dpt of Diabetes, Aberdeen Royal Hospital NHS Trust, Aher- deen,3œðaskurðdeild Landspítalans Við höfum kannað langtímaárangur á skurð- aðgerðum vegna blóðþurrðar ganglima í sjúk- lingum með sykursýki og borið saman við sjúk- linga sem ekki eru með sykursýki. Sjúklingahóp- unum hefur verið fylgt eftir í lágmark þrjú ár. Hjá 178 rannsökuðum sjúklingum voru 192 ganglimir með hótandi drep, 139 ganglimir voru meðhöndlaðir með hjáveituaðgerð neðan nára (127 sjúklingar) og 53 með aflimun (51 sjúklingur). Fjörutíu og þrír (31%) af þeim sem fóru í hjáveituaðgerð og 13 (25%) af þeim sem fóru í aflimun voru með sykursýki. Það var tilhneiging til fleiri hjáveituaðgerða sem kröfðust tengingar neðan þrískiptingar hjá sykursjúkum. Af þeim sem fóru í hjáveituað- gerð var lifun við þrjú ár 49% hjá sykursjúkum og 55% hjá þeim sem ekki voru með sykursýki. Lifun án aflimunar við þrjú ár var 42% fyrir sykursjúka og 50% hjá þeim sem ekki voru með sykursýki. Það virðist vera tilhneiging hjá þeim sem eru með sykursýki að sýna verri árangur, var þetta tölfræðilega séð ekki marktækt. (lifun; kí-kvaðratspróf 3.1693, p=0,075, lifun án aflim- unar; kí-kvaðratspróf 2.627, p=0,105). Sjúklingar með sykursýki voru ekki líklegri til að þurfa meðferð með aflimun en þeir sem ekki voru með sykursýki. Við ályktum að sjúk- lingar með sykursýki megi eiga von á jafngóð- um árangri af hjáveituaðgerðum neðan nára og þeir sem ekki eru með sykursýki. E-15. Hjáveituaðgerð á iðraholsstofni vegna endurtekinnar bólgu í briskirtli hjá sjúklingi með Williams heilkenni. Sjúkratilfelli Anna Gunnarsdóttir', Þórarinn Arnórsson', Hróðmar Helgason2 Frá 'handlœkningadeild Landspítalan,2Barna- spítala Hringsins Williams heilkenni kemur fram hjá sjúkling- um með úrfellingu á elastín geni (7ql 1.23) sem getur erfst ríkjandi ókynbundið (autosomal dominance). Það samanstendur af ýmsum klín- ískum einkennum en þau algengustu eru þrengsli fyrir ofan ósæðarloku (supravalvular aorta stenosis), ósæðarþröng (coarctation á aorta), lungnaslagæðarþröng (pulmonary arterial stenosis), háþrýstingur og óeðlileg kalsíumhækkun í blóði á unga aldri. Þessir ein- staklingar eru einnig með sérstakt álfalíkt útlit, lágvaxnir og greindarskertir. Við lýsum hér sjúkratilfelli þar sem um er að ræða 17 ára gamla stúlku með Williams heil- kenni. Hún er með einkennandi útlit og vægt greindarskert. Hún er með óveruleg þrengsli fyrir ofan ósæðarloku og ósæðarþröng sem gert var við 1996. Einnig er hún með þrengsli í upp- tökum hægri nýrnaslagæðar og háþrýsting. Sjúklingur var innlagður í september 1997 með tveggja til þriggja mánaða sögu um endur- tekin kviðverkjaköst, staðsett um ofanverðan kvið auk lystarleysis, ógleði og uppkasta. Veik- indi sjúklings stóðu yfirleitt yfir í tvo til sjö daga. Þessi köst urðu algengari og reyndist sjúk- lingur vera með hækkun á amýlasa og lípasa í tveimur þeirra í október og nóvember. Rann- sóknir í kjölfarið sýndu eðlilega ómskoðun og tölvusneiðmynd af kviðarholi. Æðamyndataka af æðum í kviðarholi sýndi um 60% þrengsli við upptök á iðraholsstofni (truncus coeliacus) og um 40% þrengsli við upptök efri hengis- slagæðar (a. mesenterica sup). Grunur lék því á að sjúklingur hefði endurteknar briskirtilsbólg- ur vegna blóðþurrðar til briskirtils. Reynt var að víkka út þrengslin með belg í janúar 1998 en með ófullnægjandi árangri. Sjúklingur fékk síðan aftur briskirtilsbólgu eftir víkkunina og í framhaldi af því var ákveðið að taka sjúkling til aðgerðar sem var framkvæmd í mars 1998. Lagður var 5 mm GoreTex graftur fram hjá þrengslunum en þau voru greinileg í aðgerð- inni við upptök iðraholsstofns. Gangur eftir að- gerð hefur verið góður og sjúklingur hefur ekki fengið briskirtilsbólgu eftir aðgerð. Við lýsum hér óvenjulegu tilfelli af endur- tekinni briskirtilsbólgu, líklegast tilkominni vegna blóðþurrðar sem rekja má til þrengsla í iðraholsstofni. Gerð var hjáveituaðgerð með GoreTex grafti frá ósæð í kviðarholi yfir á iðra- holsstofn og hefur sjúklingur nú ári síðar ekki fengið briskirtilsbólgu. E-16. Breytingar á öndun eftir bringu- beinsskurð. Forrannsókn María Ragnarsdóttir', Ingveldur Ingvarsdótt- ir', Asdís Kristjánsdóttir', Pétur Hannesson2, Bjarni Torfason3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.