Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.1999, Qupperneq 42

Læknablaðið - 15.04.1999, Qupperneq 42
316 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Inngangur: Kransæðaaðgerðir með hjálp hjarta- og lungnavélar hófust á Landspítalanum 14. júní 1986. Fyrstu 10 árin, eða til ársloka 1995, höfðu verið gerðar 1.417 kransæðaað- gerðir. Tvö hundruð þrjátíu og einn sjúklingur var með þrengsli á vinstri höfuðstofni, eða 16%. Við höfum áhuga á að athuga afdrif þess- ara sjúklinga. Arleg dánartíðni sjúklinga með höfuðstofnsþrengsli fyrir 20 árum var 30-35% án aðgerða. Efniviður og aðferðir: Kransæðaaðgerðir voru gerðar á 231 sjúklingi með mismunandi mikil höfuðstofnsþrengsli. Talað er unt höfuð- þrengsli á vinstri höfuðstofni þegar þrengslin eru orðin 50% og meira. Þetta er hættuleg teg- und kransæðaþrengsla og allir sjúklingar voru teknir í aðgerð með flýtingu og sumir í skyndi. Astand sjúklinga fyrir aðgerð var mismunandi, sumir voru með langvarandi hjartaöng og aðrir með hvikula hjartaöng. Utstreymisbrot var frá 23% og upp í 80%. Þeir voru með eina til sex kransæðar >70% þrengdar. Allar aðgerðirnar voru gerðar í svæfingu með hjálp hjarta- og lungnavélar, kælingu og kaldri St. Thomas upplausn var sprautað inn í kransæðarnar í gegnum hjartarót. Hjartað var kælt að utan nteð ísvatni. Ósæðardæla var not- uð þegar með útstreymisbrot <30% fyrir að- gerð. Vinstri innri brjóstslagæð (LIMA) var notuð alltaf og til viðbótar fengu sjúklingar þrjá til finnn bláæðagræðlinga, eftir því hversu margar kransæðar voru þrengdar. Niðurstöður: Þessar aðgerðir gengu vel og árangur af þeim er góður. Fylgikvillar hafa ver- ið innan eðlilegra marka. Dánartíðni við 1.417 kransæðaaðgerðir var 1,4%, innan 30 daga. Dánartíðni hjá sjúklingum með höfuðstofns- þrengsli innan 30 daga var 2,6%. Alyktanir: 1. Með nútíma svæfingatækni og lyfjum gekk vel að innleiða svæfingu hjá þess- um sjúklingahópi. 2. Lífslíkur fyrir sjúklinga með höfuðstofn að lokinni aðgerð eru góðar. 3. Dánartíðni af völdum kransæðastíflu hefur farið minnkandi á fslandi á síðasta áratugi. Hluti skýringar á lækkandi dánartíðni er bætt meðferð og síðast en ekki síst kransæðaaðgerðir sem framkvæmdar hafa verið með góðunt árangri. E-19. Bólgusvörun og bjúgmyndun við og eftir hjartaskurðaðgerðir Líney Símonardóttir', Bjarni Torfason', As- björn Sigfússon2, Einar Stefánsson3, Jónas Magnússon4 Frá 'hjarta- og lungnaskurðdeild, 2rannsókna- stofu í ónœmisfrœði, 3augndeild og 4handlækn- ingadeild Landspítalans Inngangur: Vökvauppsöfnun eða bjúg- myndun eftir opnar hjartaskurðaðgerðir er vel þekkt enda er umtalsverð vökvagjöf óhjá- kvæmileg við hjartaskurðaðgerðir ef notuð er hjarta- og lungnavél. Sýnt hefur verið frant á að aukin bjúgmyndun veldur því að sjúklingarnir eru lengur að ná sér eftir aðgerðina og eyða því lengri tíma á sjúkrahúsi en ella. Við fyrri rannsókn á Landspítalanum var sýnt fram á að vöðvahólfsþrýstingur hækkaði marktækt við og eftir hjartaskurðaðgerðir. Ekki var þó hægt að rekja ástæðuna einungis til út- þynningar blóðsins þar sem hækkaður þrýst- ingur eða bjúgur sat eftir í vöðvunum löngu eft- ir að colloid osmotic pressure (COP) hafði náð upprunalegum gildum og koma þar sennilega til fleiri þættir. Markmið rannsóknarinnar er að athuga hvort þeir þættir, sem nánar eru skilgreindir hér á eftir, geti minnkað vökvauppsöfnun eða bólgu- svörun sem verður við hjartaskurðaðgerðir og að athuga hvort fylgni sé á milli þrýstings- breytinga í vöðvahólfi og auga við þessar að- stæður. Efniviður og aðferðir: Fjörutíu hjartasjúk- lingum er raðað í fjóra hópa með slembivali. I hópi A er hlutfall prótína og jóna (colloid-cryst- alloid) aukið í vökvanum sem fyllt er á hjarta- og lungnavélina. I hópi B eru notuð heparínhúðuð slöngukerfi og heparínhúðað gervilunga. í hópi C er notuð hvítfrumusía í blóðrásinni. I hópi D, sem er viðmiðunarhópur, er mældur augnþrýstingur samhliða vöðvahólfs- þrýstingi. Sýni eru tekin fyrir mælingar á COP, TNF, C3d og fyrir hvítfrumutalningu: 1. Fyrir innleiðslu svæfingar; 2. fimm mínútum eftir að blóðflæði um kransæðamar hefur verið stöðvað í aðgerðinni; 3. 10 mínútum eftir að blóðflæði um kransæðar hefur verið komið á að nýju; 4. 10 nn'nútum eftir að prótamíngjöf er hafin; 5. tveimur klukkustundum eftir að prótamíngjöf hófst og 6. 24 klukkustundum eftir að aðgerð hófst. I hópi 4 eru gerðar augnþrýstimælingar á sömu tímapunktum (1-6). Vöðvahólfsþrýstingur er skráður með sírita í 24 klst. Einnig er skráð vökvajafnvægi, notkun rúmmálsauka (volume expander), tími á gjörgæslu og fleiri breytur sem varða gang fyrir, í og eftir aðgerð. Niðurstöður og ályktanir: Niðurstöður liggja fyrir hjá 13 sjúklingum. Meðalaldur 63,7 ár,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.