Læknablaðið - 15.04.1999, Side 52
324
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
aðgerð voru ef bakflæði virtist ekki ætla að
ganga til baka eða jókst á vamandi sýklalyfja-
meðferð, ef bam fékk endurteknar þvagfæra-
sýkingar þrátt fyrir varnandi sýklalyfjameð-
ferð, gróft bakflæði (>III°) og merki um nýrna-
skemmdir. Samtals voru gerðar aðgerðir á 107
þvagleiðaraopum á 69 börnum. Arangur taldist
fullnægjandi ef eftir stóð 0-1° bakflæði. Þrjú
efni voru notuð, Deflux® (hyaluronan/dextra-
nomer copolymer) (99), teflon (polytetraflu-
oroethylene) (7) og Collagen (1).
Niðurstöður verða kynntar á þinginu.
Umræða og ályktanir: Arangur STING að-
gerða virðist frekar slakur, einungis um 58%
árangur af fyrstu aðgerð. Ovenju margir sjúk-
lingar enda í endurígræðsluaðgerð þrátt fyrir
fyrri STING aðgerðir, eða níu af 69 sjúklingum
(13%). STING aðgerðin er hins vegar einföld
og fylgikvillar engir. Eftirlitstími hér var allt
frá 3-58 mánaða en rétt er að fylgja þessum
sjúklingum vel eftir þar sem bæði er um að
ræða tiltölulega nýja aðgerð og nýtt efni.
E-33. TNM stigun krabbumeins í blöðru-
hálskirtli. Framtak þvagfæraskurðlækna
Eiríkur jónsson', Jón Tómasson', Jónína Guð-
mundsdóttir5, Arsœll Kristjánsson', Egill A.
Jacobsen2, Guðmundur Vikar Einarsson2, Geir
Ólafsson', Guðmundur Geirsson', Guðjón Har-
aldsson2, Hafsteinn Guðjónsson3, Ólafur Örn
Arnarson', Valur Þór Marteinsson4, Þorsteinn
Gíslason', Hrafn Tulinius5
Frá 'Sjúkrahúsi Reykjavíkur, 2Landspítalanum,
'Sjúkrahúsi Akraness, 4Fjórðungssjúkrahúsinu
á Akureyri,5Krabbameinsskrá Krabbameinsfé-
lags Islands
Inngangur: Nýgengi krabbameins í blöðru-
hálskirtli hefur fjórfaldast síðastliðna fjóra ára-
tugi. Þegar skýra á slíka þróun er nauðsynlegt
að vita í hvaða sjúkdómsstigum þessi aukning
liggur en mikil breidd er í hegðun þessa sjúk-
dóms eftir greiningarstigi. Hjá Krabbameins-
skrá Krábbameinsfélagsins hafa einungis til-
felli verið skráð en ekki greiningarstig. Frum-
greining og stigun þessara sjúklinga er í flest-
um tilfellum framkvæmd af þvagfæraskurð-
læknum og því upplagt að þeir gefi upplýsingar
um stigunina.
Efniviður og aðferðir: Frá því í byrjun árs
1998 hafa þvagfæraskurðlæknar fyllt út TNM
(Tumor, Node, Metastasis) eyðublað fyrir þá
sjúklinga sem þeir greina. Þetta eyðublað er
sent frá Krabbameinsskránni um leið og til-
kynning um sjúkdóminn berst en það er um
einum til tveimur mánuðum eftir greininguna.
Á þeim tíma er stigunarrannsóknum venjulega
lokið og tilfellið í fersku minni læknisins.
Niðurstöður: Gerð verður grein fyrir þessu
fyrirkomulagi og niðurstöður fyrsta ársins
kynntar og þær bornar saman við árin 1983,
1984 og 1993 en þau hafa verið stiguð aftur-
virkt. Samanborið við þessi ár virðist mesta
aukning hafa orðið í greiningu sjúkdómsins á
staðbundnu stigi.
Álykanir: Faraldsfræði krabbameins í
blöðruhálskirtli er að breytast og TNM stigunin
er forsenda þess að hægt sé að útskýra í hverju
þær breytingar liggja.
E-34. Krabbamein í blöðruhálskirtli.
Greiningarstig, meðferð og afdrif ís-
lenskra karla sem greindust á fimm ára
tímabili 1983 til 1987
Ján Tómasson', Eiríkur Jónsson', Kristrún
Benediktsdóttir, Páll Þórhallsson2, Valur Þór
Marteinsson3, Guðmundur Vikar Einarsson4,
Jón Hrafnkelsson\ Jónína GuðmundsdóttiF',
Hrafn Tttlinius6
Frá 'þvagfœraskurðdeild Sjúkrahúss Reykja-
víkur,2Rannsóknastofu Hl í meinafrœði, 'Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Akureyri, 4þvagfœraskurð-
deild og skrabbameinslœkningadeild Landspít-
alans, '’Krabbameinsskrá Krabbanteinsfélags
Islands
Inngangur: Könnuð voru greiningarstig og
afdrif allra karla sem greindust með krabba-
rnein í blöðruhálskirtli á íslandi yfir fimm ára
tímabil.
Efniviður og aðferðir: Karlmennirnir voru
fundnir með hjálp Krabbameinsskrár Krabba-
meinsfélags Islands. Upplýsingar um greining-
arstig, meðferð og afdrif þeirra voru fengnar
frá meðal annars sjúkraskrám, heimilislæknum
og Hagstofu Islands.
Niðurstöður: Alls greindust 433 karlar á
þessu tímabili. Við krufningu fundust 28 en
greiningin birtist á dánarvottorði eingöngu hjá
sex. Átján höfðu aðra meingerð en kirtil-
krabbamein í blöðruhálskirtli (adenocarcinoma
prostate (a.p.)). Ófullnægjandi upplýsingar um
stig höfðu 11. Eftir stóðu 370 karlmenn með
a.p. sem greindust á lífi á þessu tímabili.
Þessum hópi var skipt í fjóra flokka A-D eft-
ir greiningarstigi. A= greindir við TURP með
huldumein (TlaNo-x, Mo-x); B= staðbundinn
sjúkdóntur (Tlb, T2a-c, No-xMo-x); C= æxlis-