Læknablaðið - 15.04.1999, Page 56
328
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
ramma. í einu tilvika var um að ræða brot eftir
fall á reiðhjóli. í einu tilviki spark frá hesti en í
hinum tilvikunum fall á jafnsléttu við íþróttir.
Oftast var um að ræða stutt skábrot en í tveimur
tilvikum var viss kurlun til staðar. Meðalaldur
við innlögn var níu ár (5,3-12,7). Kynjahlutfall
var kk/kvk: 5/1. í fimm af sex tilvikum var um
vinstri lærlegg að ræða. I fjórum tilvikum var
ytri rammi settur á strax við komu, í einu tilviki
rúmum sólarhring síðar en í einu tilviki tæpum
tveimur vikum síðar eftir að meðferð með
þráðstrekk hafði verið reynd. Meðallegutími á
deild var 11 dagar (5-22).
Við útskrift voru börnin farin að hafa feril-
vist á hækjum og í flestum tilvikum voru þau
farin að sækja skóla um miðbik meðferðartím-
ans. Ástig var leyft þegar röntgenmynd sýndi
ákveðin merki gróanda. Eftirlit með pinnum
var einu sinni til tvisvar á viku. Meðallengd
meðferðar með rammann var 70 dagar (60-83).
í fimm af sex tilvikum þurfti tímabundið að
meðhöndla yfirborðssýkingu með fúkkalyfj-
um. í einu af sex tilvikum þurfti endurrétting
að eiga sér stað vegna skekkju og í einu af sex
tilvikum var talið rétt að meðhöndla með i.v.
fúkkalyfjum vegna gruns um djúpa sýkingu.
Það er álit okkar að meðferð lærleggsbrota hjá
börnum á aldrinum 6-10 ára með ytri ramma sé
raunhæf. Kostir eru umfram allt styttur legutími
og stytt fjarvera úr skóla. Með bættu eftirliti á
pinnum og tíðari skiptingum í upphafi má hugs-
anlega minnka tíðni á yfirborðssýkingum.
E-41. Brjósthols- og kviðarholsáverkar á
Sjúkrahúsi Reykjavíkur 1997-1998
Einar Hjaltason', Þórarinn Guðmundsson2,
Asbjörn Jónsson3, BryiijÓlfur Mogensen4, Jón
Baldursson4
Frá ‘göngudeild, 2skurðdeild, 3röntgendeild og
4slysa- og bœklunarlœkningadeild Sjúkrahúss
Reykjavíkur
Inngangur: Rannsóknin er afturskyggn.
Gerð er grein fyrir þeim sjúklingum sem komu
á slysa- og bráðamóttöku með brjósthols- og
kviðarholsáverka á árunum 1997 og 1998. Rakt-
ar verða orsakir slysanna, hvernig staðið var að
móttöku þeirra sjúklinga sem voru alvarlega
slasaðir og hvernig rannsóknum á þeim var
háttað. Skýrt verður frá sjúkdómsgreiningum
og hve margir þeirra voru innlagðir. Einnig
verður gerð grein fyrir þeim sjúklingum sem
voru innlagðir á skurðdeild Sjúkrahúss Reykja-
víkur.
Efniviður og aðferðir: Sjúklingar sem komu
á slysa- og bráðamóttöku með brjósthols- og
kviðarholsáverka árin 1997 og 1998 og voru
skráðir í sjúkraskrárkerfi slysa- og bráðamót-
töku (GL SÖGU), sem byggir á ICD-10. Or-
sakir slysa voru fengnar úr NOMESCO-slysa-
skráningarkerfi sem notað er á slysadeild. Upp-
lýsingar um þá sem lögðust á skurðdeild Sjúkra-
húss Reykjavíkur eru fengnar úr sjúkraskrár-
kerfi skurðdeildar. Með hjálp sjúkraskrárkerf-
isins voru keyrðar út allar greiningar S20-39 og
T07 (fjöláverkar). Þessar greiningar voru yfir-
farnar og sjúkraskýrslur allra sjúklinga sem
þær áttu við.
Niðurstöður: Gerð verður grein fyrir sjúk-
dómsgreiningum þeirra sjúklinga sem koma
með brjósthols- og kviðarholsáverka á slysa-
deild og fyrstu meðferð á þeim sem eru alvar-
lega slasaðir. Þá verður sérstaklega gerð grein
fyrir þeim sjúklingum sem lögðust inn á skurð-
deild Sjúkrahúss Reykjavíkur.
Ályktanir: Með því að nota samræmd vinnu-
brögð, svo sem BTLS (basic trauma life sup-
port) og ATLS (advanced trauma life support)
hefur víða í heiminum tekist að bæta árangur
við meðhöndlun og móttöku mikið slasaðra.
Unnið er að því að koma slíkri samræmingu á
við slysa- og bráðamóttöku Sjúkrahúss Reykja-
víkur. Þessi rannsókn gefur grunnhugmyndir
um stöðuna til samanburðar við framskyggnar
rannsóknir sem fyrirhugaðar eru.
E-42. Skurðaðgerð til réttingar á kryppu
eftir eldri hryggbrot
Bogi Jónsson, Halldór Jónsson jr.
Frá bœklunarskurðdeild Landspítalans
Tilgangur: Að kynna aðferð til að laga krypp-
ur eftir hryggbrot og skýra frá árangri þessara
aðgerða.
Efniviður og aðferðir: Níu karlmenn, allir
undir 45 ára aldri, voru réttir vegna kryppu í
baki eftir eldra brot í brjóstmjóbaki. Hrygg-
skekkjan var yfir 35 gráður í öllum tilvikum.
Allir voru illa haldnir vegna verkja og flestir á
morfínlíkum verkjalyfjum. Sennilega var hér
stundum um beygju-tog áverka að ræða, með
rofi á aftari liðböndum baksins auk hryggbrots-
ins, sem leiddi til vaxandi skekkju í baki síðar.
Notaðar voru PF Olerud pedicle skrúfur.
Hægt var að rétta upp hryggskekkju með því að
losa um aftari liðböndin í baki, síðan fara inn
að framan með brjóstholsskurði til þess að losa
um fremra liðband hryggjar og fjarlægja hinn