Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1999, Page 56

Læknablaðið - 15.04.1999, Page 56
328 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 ramma. í einu tilvika var um að ræða brot eftir fall á reiðhjóli. í einu tilviki spark frá hesti en í hinum tilvikunum fall á jafnsléttu við íþróttir. Oftast var um að ræða stutt skábrot en í tveimur tilvikum var viss kurlun til staðar. Meðalaldur við innlögn var níu ár (5,3-12,7). Kynjahlutfall var kk/kvk: 5/1. í fimm af sex tilvikum var um vinstri lærlegg að ræða. I fjórum tilvikum var ytri rammi settur á strax við komu, í einu tilviki rúmum sólarhring síðar en í einu tilviki tæpum tveimur vikum síðar eftir að meðferð með þráðstrekk hafði verið reynd. Meðallegutími á deild var 11 dagar (5-22). Við útskrift voru börnin farin að hafa feril- vist á hækjum og í flestum tilvikum voru þau farin að sækja skóla um miðbik meðferðartím- ans. Ástig var leyft þegar röntgenmynd sýndi ákveðin merki gróanda. Eftirlit með pinnum var einu sinni til tvisvar á viku. Meðallengd meðferðar með rammann var 70 dagar (60-83). í fimm af sex tilvikum þurfti tímabundið að meðhöndla yfirborðssýkingu með fúkkalyfj- um. í einu af sex tilvikum þurfti endurrétting að eiga sér stað vegna skekkju og í einu af sex tilvikum var talið rétt að meðhöndla með i.v. fúkkalyfjum vegna gruns um djúpa sýkingu. Það er álit okkar að meðferð lærleggsbrota hjá börnum á aldrinum 6-10 ára með ytri ramma sé raunhæf. Kostir eru umfram allt styttur legutími og stytt fjarvera úr skóla. Með bættu eftirliti á pinnum og tíðari skiptingum í upphafi má hugs- anlega minnka tíðni á yfirborðssýkingum. E-41. Brjósthols- og kviðarholsáverkar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 1997-1998 Einar Hjaltason', Þórarinn Guðmundsson2, Asbjörn Jónsson3, BryiijÓlfur Mogensen4, Jón Baldursson4 Frá ‘göngudeild, 2skurðdeild, 3röntgendeild og 4slysa- og bœklunarlœkningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Inngangur: Rannsóknin er afturskyggn. Gerð er grein fyrir þeim sjúklingum sem komu á slysa- og bráðamóttöku með brjósthols- og kviðarholsáverka á árunum 1997 og 1998. Rakt- ar verða orsakir slysanna, hvernig staðið var að móttöku þeirra sjúklinga sem voru alvarlega slasaðir og hvernig rannsóknum á þeim var háttað. Skýrt verður frá sjúkdómsgreiningum og hve margir þeirra voru innlagðir. Einnig verður gerð grein fyrir þeim sjúklingum sem voru innlagðir á skurðdeild Sjúkrahúss Reykja- víkur. Efniviður og aðferðir: Sjúklingar sem komu á slysa- og bráðamóttöku með brjósthols- og kviðarholsáverka árin 1997 og 1998 og voru skráðir í sjúkraskrárkerfi slysa- og bráðamót- töku (GL SÖGU), sem byggir á ICD-10. Or- sakir slysa voru fengnar úr NOMESCO-slysa- skráningarkerfi sem notað er á slysadeild. Upp- lýsingar um þá sem lögðust á skurðdeild Sjúkra- húss Reykjavíkur eru fengnar úr sjúkraskrár- kerfi skurðdeildar. Með hjálp sjúkraskrárkerf- isins voru keyrðar út allar greiningar S20-39 og T07 (fjöláverkar). Þessar greiningar voru yfir- farnar og sjúkraskýrslur allra sjúklinga sem þær áttu við. Niðurstöður: Gerð verður grein fyrir sjúk- dómsgreiningum þeirra sjúklinga sem koma með brjósthols- og kviðarholsáverka á slysa- deild og fyrstu meðferð á þeim sem eru alvar- lega slasaðir. Þá verður sérstaklega gerð grein fyrir þeim sjúklingum sem lögðust inn á skurð- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Ályktanir: Með því að nota samræmd vinnu- brögð, svo sem BTLS (basic trauma life sup- port) og ATLS (advanced trauma life support) hefur víða í heiminum tekist að bæta árangur við meðhöndlun og móttöku mikið slasaðra. Unnið er að því að koma slíkri samræmingu á við slysa- og bráðamóttöku Sjúkrahúss Reykja- víkur. Þessi rannsókn gefur grunnhugmyndir um stöðuna til samanburðar við framskyggnar rannsóknir sem fyrirhugaðar eru. E-42. Skurðaðgerð til réttingar á kryppu eftir eldri hryggbrot Bogi Jónsson, Halldór Jónsson jr. Frá bœklunarskurðdeild Landspítalans Tilgangur: Að kynna aðferð til að laga krypp- ur eftir hryggbrot og skýra frá árangri þessara aðgerða. Efniviður og aðferðir: Níu karlmenn, allir undir 45 ára aldri, voru réttir vegna kryppu í baki eftir eldra brot í brjóstmjóbaki. Hrygg- skekkjan var yfir 35 gráður í öllum tilvikum. Allir voru illa haldnir vegna verkja og flestir á morfínlíkum verkjalyfjum. Sennilega var hér stundum um beygju-tog áverka að ræða, með rofi á aftari liðböndum baksins auk hryggbrots- ins, sem leiddi til vaxandi skekkju í baki síðar. Notaðar voru PF Olerud pedicle skrúfur. Hægt var að rétta upp hryggskekkju með því að losa um aftari liðböndin í baki, síðan fara inn að framan með brjóstholsskurði til þess að losa um fremra liðband hryggjar og fjarlægja hinn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.