Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.1999, Side 62

Læknablaðið - 15.04.1999, Side 62
334 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 sókna er þörf, bæði við utanbastsdeyfingu og PCA ópíötlyfja í æð. Greint verður frá tækni, árangri deyfingar og einstök tilfelli rædd. S-8. Dauðsföll af völdum svæfinga. Könn- un á íslenskum sjúkrahúsum Ólafur Þ. Jónsson Frá svœfinga- og gjörgœsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Inngangur: Allmargar kannanir hafa farið fram erlendis á undanförnum áratugum á dauðsföllum af völdum svæfinga. Þær rann- sóknaraðferðir sem notaðar hafa verið eru ntargskonar og talsvert ólíkar og er því saman- burður erfiður. Þó virðist sem dauðsföllum hafi farið fækkandi. Tilgangur könnunar þeirrar sem hér er greint frá var annars vegar að athuga hvort dauðsföll af völdum svæfinga ættu sér stað hér á landi og hins vegar að fá samanburð við erlendar kannanir um sama efni. Efniviður og aðferðir: Könnun þessi var gerð á íslenskum sjúkrahúsunt á fimm ára tímabili á árunum 1992-1996. Áður en könnunin hófst var öllunt sérfræðingunt í svæfingalækningum, starfandi hér á landi og öðrum sent vitað var að önnuðust svæfingar, ritað bréf þar sem gerð var grein fyrir könnunni. Beðið var unt að hugsan- leg tilfelli yrðu skráð jafnóðum. Fljótlega eftir hver áramót var haft samband við yfirlækna svæfingadeilda stærri sjúkrahúsanna og einnig þá sem önnuðust svæfingar á öðrum sjúkrahús- um. Leitað var eftir fjölda svæfinga á hverjum stað svo og upplýsingum um dauðsföll af völd- um þeirra hafi einhver verið. Einnig var leitað eftir upplýsingum frá deildarstjórum svæfinga- deilda stærri sjúkrahúsanna og skurðstofu- hjúkrunarfræðinga á öðrum sjúkrahúsunt. Haft var samband við landlæknisembættið til þess að kanna hvort einhver ntál hafi borist embættinu á tímabilinu varðandi dauðsföll af völdum svæfinga. Niðurstöður: Ekki bárust upplýsingar um dauðsföll frá einstaklingum. Upplýsingar bár- ust frá 15 sjúkrahúsum. Samkvæmt þeim gögn- um sem fyrir liggja var alls um að ræða 133.132 svæfingar og deyfingar á spítölum landsins á fyrrnefndu fimm ára tímabili. Ekkert dauðsfall var talið að rekja mætti til svæfinga. Engar kvartanir eða kærumál bárust landlækn- isembættinu á þessu tímabili varðandi dauðs- föll vegna svæfinga. Ályktanir: Þessi könnun leiddi í ljós að ekki urðu dauðsföll á íslenskum sjúkrahúsum á þessu tímabili af völdum svæfinga. Saman- burður við erlendar rannsóknir sýnir að árangur þessi er með því besta sent gerist. S-9. Ogleði hjá börnum eftir aðgerðir Aðalbjörn Þorsteinsson', Ingunn Vilhjálms- dóttir', Margrét Jónasdóttir', Unnsteinn Alf- onsson', Edda Alexandersdóttir', Kristín Ein- arsdóttir, Anna Olafía Sigurðardóttir Frá ‘svæfinga- og gjörgœsludeild Landspítal- ans, :Barnaspítala Hringsins Ogleði og uppköst eru meðal algengustu fylgikvilla eftir svæfingar og skurðaðgerðir. Margar ástæður eru tilgreindar, svo sem verkjalyf, verkir, svæfingagös, aðgerðir í kvið og fleira. Ogleði tefur oft heimferð dagdeildar- barna. Ekki Iiggja fyrir tíðnitölur um ógleði hjá börnum sem svæfð eru á svæfingadeild Land- spítalans. Framvirk könnun var því gerð á þriggja vikna tímabili (2.-23. maí 1997) á öll- um börnum sem svæfð voru frá barnaskurð- deild (n=17) og dagdeild (n=23). Upplýsingar fengust um 40 börn af 42 sem svæfð voru á þessu tímabili. Verulegur munur var á aldurs- dreifingu, þannig var meðalaldur dagdeildar barna fimm ár og legudeildarbarna 8,2 ár. Að- eins einu barni varð óglatt og kastaði upp á vöknun, barn af legudeild. Eftir komu á deild þjáðust þrjú börn af ógleði og köstuðu upp, öll af legudeild. Því er um að ræða fjögur börn sem köstuðu upp eða 10% af hópnum. Ekki fannst nein ein ástæða fyrir ógleðinni. í tveimur til- fellanna hefði sennilega mátt fyrirbyggja/ hindra ógleði. Rannsóknir af þessu tagi hafa fyrst og fremst þann tilgang að afla upplýsinga um algengi þessara óþæginda og má styðjast við þær við síðari kannanir. Upplýsingar þessar gefa einnig möguleika á að breyta þeim þáttum sem taldir eru valda ógleði. S-10. Könnun á tíðni fylgikvilla við svæf- ingar og deyfíngar Astríður Jóhannesdóttir, Aðalbjörn Þorsteins- son, Kristín Pétursdóttir, Hanna Þórunn Axels- dóttir Frá svœfingadeild Landspítalans Á þriggja ntánaða tímabili (1. mars til 31. maí 1995) fór fram á vegunt svæfingadeildar könnun á fylgikvillum tengdum svæfingum/ deyfingum og aðgerðum. Könnunin náði til sjúklinga, eldri en 18 ára sem fóru í aðgerð á
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.