Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1999, Síða 65

Læknablaðið - 15.04.1999, Síða 65
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 337 tveimur tilvikum var bráðateymið ræst fyrir misgát. Alyktanir: Bráðaköll gegna mikilvægu hlut- verki þegar upp kemur neyðarástand. Niður- stöður þessar benda til þess að oftast sé réttmæt ástæða fyrir notkun þeirra á Landspítalanum. S-14. Táknmálskerfi á gjörgæsludeild Jón Sigurðsson Frá svœfinga- og gjörgœsludeild Landspítal- ans Inngangur: Ymiss konar táknmálskerfi hafa verið notuð á gjörgæsludeildum fyrir sjúklinga (til dæmis sjúklinga í öndunarvélum), sem ekki geta tjáð sig á hefðbundinn hátt. Mest notuð eru svonefnd stafaspjöld. Reynslusaga: Höfundur hefur af eigin raun sem sjúklingur reynt táknmálskerfi gjörgæslu- deildar Landspítalans. Ymsir augljósir gallar eru á uppbyggingu stafaspjaldanna. Slæmt er að hafa ekki allt stafrófið á einni síðu. Aðal- hindrunin í notkun spjaldanna er hins vegar of lítil þjálfun fólks í notkun þeirra. Algengt er til dæmis rangt mat á sjónskerpu og sjónsviði en auk þess skortir stundum á þolinmæði beggja aðila. Umræða: Stafrófið skal vera á stífu spjaldi og allir stafimir á einni síðu. Starfsmaður þarf fyrst að átta sig á sjónskerpu (fjar- eða nærsýni) sjúklingsins og hvort hann noti gleraugu og einnig að spjaldið sé í hæfilegri fjarlægð. Alyktanir: Með bættum spjöldum og aukinni þjálfun starfsfólks geta stafaspjöldin verið gagn- leg fyrir sjúklinga á gjörgæsludeildum sem ekki geta tjáð sig á annan hátt. S-15. Litaofskynjanir á gjörgæsludeild Jón Sigurðsson Frá svœfinga- og gjörgœsludeild Landspítal- ans Inngangur: Litaofskynjanir geta komið fram hjá sjúklingum við ýmsa sjúkdóma og áverka, einnig sem aukaverkanir ýmissa lyfja og efna. Sérstaklega er gulsýni (Xanthopsia, yellow vision) vel þekkt. Sjúkrasaga: Höfundur hefur af eigin raun upplifað litaofskynjanir í tengslum við átta vikna dvöl á gjörgæsludeild. Einkum var um að ræða gulsýni sem birtist í hinum ótrúlegustu myndum, auk mikillar ljósfælni. Umræða: Ljósfælni og litaofskynjanir, einkum gulsýni, geta valdið sjúklingum mikl- um óþægindum. I því tilviki sem hér um ræðir eru ýmsar getgátur um orsakir gulsýninnar, svo sem ofþreyta, lyfjameðferð svo og hugsanleg áhrif frá sjálfum áverkanum (mænuskaði) eða fylgikvillum hans. Ekki bætti úr skák að veggir sjúkrastofunnar voru gulir að lit. Alyktanir: Þegar talin er hætta á litaof- skynjunum hjá sjúklingi er líklega þægilegast fyrir hann að hafa dempaða lýsingu og að veggir séu í grænum eða bláum litum. S-16. Innlagnir á gjörgæsludeild og vökn- unardcild Borgarspítalans/Sjúkrahúss Reykjavíkur 1970-1998 Þórhallur Agústsson, Kristinn Sigvaldason, Ólafur Þ. Jónsson Frá svœfinga- og gjörgœsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Gjörgæsludeild Borgarspítalans (nú Sjúkra- hús Reykjavíkur) tók til starfa haustið 1970. Upphaflega var skipulagt rými fyrir sex sjúk- linga en að auki var lítil þriggja rúma vöknun- ardeild í húsnæði gjörgæsludeildar. Eftir að sérstök vöknunardeild með 13 rúmum tók til starfa árið 1992 bættist rými fyrir þrjá sjúk- linga við gjörgæsludeildina. Þar sem framund- an er stækkun og endurnýjun deildarinnar, þótti við hæfi að gera samantekt á starfsemi hennar fram að þessu. Gerð var afturskyggn rannsókn á öllum inn- lögnum á gjörgæsludeild, frá opnun deildarinn- ar til ársloka 1998. Litið var á hve margir lögð- ust inn á vöknunardeild og hve margir þeirra dvöldu yfir nótt eftir aðgerð en voru ekki skráðir inn á gjörgæsludeild. Samtals Iögðust 12.744 sjúklingar inn á gjör- gæsludeild og 92.470 sjúklingar á vöknunar- deild á tímabilinu. Fjöldi þeirra sem ákveðið var fyrirfram að yrðu á vöknun yfir nótt reynd- ist vera 9.971 frá árinu 1982. Ef starfstímanum er skipt í þrjú tímabil, 1970-1979, 1980-1989 og 1990-1998, kemur fram marktæk aukning á fjölda innlagna og hlutfalli sjúklinga sem þurfa á meðferð með öndunarvél að halda. Síðasta tímabilið leggjast inn á gjörgæsludeild um 550-600 sjúklingar ár- lega og 37% þeirra þurfa meðferð með öndun- arvél. Tímalengd þeirrar meðferðar virðist einnig vera vaxandi. Fyrstu tvö tímabilin er dánarhlutfall 11,7% en fellur marktækt í 8,6% síðasta tímabilið og meðallegutími styttist einnig. Frá skurðlækningadeild koma 30-40% sjúklinga, lyflækningadeild 25-35% og frá heila- og taugaskurðdeild um það bil 25%.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.