Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1999, Page 72

Læknablaðið - 15.04.1999, Page 72
344 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Lög um gagnagrunn á heilbrigðissviði Fyrirspurnir um gagnagrunn og svör ráðherra í byrjun febrúar lagði Hjörleifur Guttormsson al- þingismaður fram á Alþingi nokkrar fyrirspurnir til heilbrigðisráðherra er varða framkvæmd Iaga nr. 139/1998, um gagnagrunn á heilbrigðissviði. Þingmaður- inn óskaði eftir skriflegum svöruin við allflestum fyrir- spurnum og verður hér gerð grein fyrir nokkrum svörum ráðherra sem lögð hafa ver- ið fram sem þingskjö! en fyrirspurnirnar og svörin í heild munu væntanlega birt- ast á vefsíðu Alþingis. I svörum ráðherra kemur fram að á vegum ráðuneytis- ins er verið að vinna að setn- ingu ýmissa reglugerða er varða framkvæmd laganna, en því verki er hvergi nærri lok- ið. Ekki liggur enn fyrir hve hátt gjald rekstrarleyfishafi muni greiða fyrir rekstrarleyfi eða vegna annars kostnaðar er tengist starfrækslu gagna- grunnsins. Ekki hefur verið gengið frá fjárhagsáætlun vegna starfs nefndar um gerð og starfrækslu grunnsins og engar kostnaðartölur liggja fyrir. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær verði auglýst eftir umsækjendum um rekstarleyfi gagnagrunns Ekki liggur heldur fyrir hvaða skilyrði verða sett um varðveislu afrits af gagna- grunninum. Ráðherra hefur á hinn bóg- inn skipað nefnd um gerð og starfrækslu gagnagrunnsins og eiga sæti í henni: Davíð Þór Björgvinsson lagaprófess- or sem er formaður, Jóhann Ágúst Sigurðsson prófessor í heimilislækningum og Ebba Þóra Hvannberg lektor í tölv- unarfræði. Varamenn eru Gest- ur Jónsson hæstaréttarlög- maður sem er varaformaður, Torfi Magnússon forstöðu- læknir á endurhæfinga- og taugasviði Sjúkrahúss Reykja- víkur og Anna Soffía Hauks- dóttir verkfræðiprófessor. í svari ráðherra við fyrir- spurn um það hverjum, fyrir hönd heilbrigðisstofnana, sé ætlað að samþykkja afhend- ingu upplýsinga sem unnar eru úr sjúkraskrám, segir: „Þeir, sem hcimild hafa til að skuldbinda heilbrigðis- stofnanir, hafa heimild til að samþykkja afhendingu upp- lýsinga sem unnar eru úr sjúkraskrám til rekstrar- leyfishafa. Heilbrigðisstofn- anir skulu hafa samráð við læknaráð og faglega stjórn- endur viðkomandi stofnana áður en gengið er til samn- inga við rekstrarleyfishafa.“ Um það hvort samþykkis verði leitað fyrir afhendingu upplýsinga úr hverri einstakri sjúkraskrá segir ráðherra: „Ekki er gert ráð fyrir að leit- að verði samþykkis fyrir af- hendingu upplýsinga úr hverri einstakri sjúkraskrá U I svari við fyrirspurn um það hver sé eigandi upplýs- inga sem skráðar eru eftir sjúklingum og um sjúklinga í sjúkraskrár vísar ráðherra meðal annars í umræðu á Al- þingi og umfjöllun fræði- manna um lög um réttindi sjúklinga og segir í niðurlagi svarsins: „Með vísan til þess sem að framan greinir er enginn eigandi upplýsinga sem skráðar eru eftir sjúk- lingum eða um sjúklinga í sjúkraskrár, samkvæmt lög- fæðilegri merkingu hug- taksins, en sjúkrastofnanir og sjálfstætt starfandi heil- brigðisstarfsmenn bera hins vegar ábyrgð á varðveislu þeirra.“ Úr svari ráðherra við fyrir- spurn um hvort eyðublaði til úrsagnar úr gagnagrunni verði dreift á hvert heimili eða til allra landsmanna er ekki unnt að lesa að svo verði gert. Ráð- herra ræðir einungis um fyrir- liggjandi drög að upplýsinga- bæklingi sem dreift verði til heilbrigðisstofnana, sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfs- manna og fleiri aðila. Sérstaka athygli vekur svar ráðherra við eftirfarandi fyrir- spurn: „Hefur lœknir skýlaus- an rétt til að hafna því að upp- lýsingar sem frá honum og sjúkingi hans eru komnar, hafa verið fœrðar í sjúkraskrá og eru hluti af trúnaðarsam- bandi lœknis og sjúklings fari í gagnagrunn á heilbrigðis- sviði? “ Svar ráðherra er svohljóð-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.