Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.1999, Qupperneq 96

Læknablaðið - 15.04.1999, Qupperneq 96
364 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 sjúkdómi sem er væntanlega blanda af erfða- og umhverfis- þáttum eins og allir sjúkdónt- ar. Þessi ráðstefna sýnir að það er mikið að gerast í íslenskum augnrannsóknum. Við eigum samstarf við vísindamenn í Bandaríkjunum, Japan, Dan- mörku, Bretlandi, Finnlandi og Þýskalandi. Erfðafræði kemur þar mikið við sögu og þess vegna buðum við þessum tveimur bandarísku vísinda- mönnum sem hafa lengi stað- ið framarlega á sviði erfða- fræðirannsókna.“ Sparnaðurinn hverfur í hítina Eins og áður segir urðu þau tímamót í sögu íslenskra augnlækninga 20. mars að Augnspítali Landspítalans var formlega opnaður á nýjurn stað eftir nokkra hrakninga. Fyrsti íslenski augnlæknirinn, Björn Ólafsson, tók til starfa á Akranesi árið 1892 en frá 1902 voru augnlækningar ná- tengdar Landakotsspítala. Með breytingum á rekstri hans árið 1996 var augndeild- in flutt í heilu lagi til Land- spítalans og má segja að hún hafi lent á hrakhólum því á rúntu ári flutti deildin fimm sinnum. Nú hefur henni verið fundinn staður til frambúðar á horni Eiríksgötu og Þorfinns- götu. Einar segir að þetta sé gott skjól og þótt húsið sé gamalt íbúðarhús og ekki hannað fyrir þessa starfsemi þá hafi tæknimenn unnið gott starf að því að búa spítalann eins vel og kostur er. En það hafa orð- ið miklar breytingar á augn- lækningum á síðustu árum. „Já, ég gerði það að gamni mínu að líta yfir sviðið frá því ég hóf störf í augnlækningum árið 1980 og komst að þeirri niðurstöðu að af aðgerðum sem við gerum hefðu 90% þeirra ýmist breyst verulega eða eru nýjar. Nú er helming- ur allra aðgerða leysiaðgerðir sem voru nýhafnar um 1980. Það lýsir þróuninni best hvernig algengasta aðgerðin, fjarlæging augasteins, hefur þróast. Fyrir 20 árum tók þessi meðferð heila viku og á meðan þurfti sjúklingurinn að liggja inni á spítala. Þá voru gerviaugasteinar að byrja að ryðja sér til rúms erlendis en fólk þurfti yfirleitt að fá snerti- linsur eða hnausþykk gler- augu. Nú kemur fólk hingað klukkan átta að morgni, fær dropa í augað og fer síðan t aðgerð. Klukkan 11 fer það heim með nýjan augastein, búið að fá sér kaffisopa. Þetta hefur að sjálfsögðu leitt til mikils sparnaðar. I staðinn fyrir að vera með 10- 15 rúm erum við nú með fimm rúm en gerum samt fjórum sinnum fleiri aðgerðir. Það hefur dregið verulega úr kostnaði við hótelhlutann af starfseminni, en á móti kemur að tæknihlutinn er dýrari. Tækin sem við notum eru flókin og dýr. Við vildum geta flutt sparnaðinn í hótelhlutan- um yfir í tæknihlutann en það gengur ekki, hann hverfur ein- faldlega í hítina. I heildina tekið hefur orðið mikil framleiðniaukning og hagræðing í þessari starfsemi og að því leyti stöndum við mjög framarlega. Að vísu eru Bandaríkjamenn komnir lengst í þessari þróun en við erum komnir mun lengra en frænd- ur okkar á Norðurlöndunum. Við berum okkur stundum saman við háskólasjúkrahúsið í Þrándheimi sem þjónar álíka fjölmennu svæði og íslandi. Þótt þeir sendi flóknustu til- fellin til Osló eða Björgvinjar eru þeir með 25 rúm og hart- nær tvöfalt fleiri stöðugildi lækna.“ Náið samstarf við sjálfstæða augnlækna Á Þorfinnsgötunni starfa hátt í 30 manns, þar af eru 10 læknar í fimm til sex stöðu- gildum. En augnlækningar eru stundaðar víðar á höfuðborgar- svæðinu. Hvemig er samstarfið við aðra augnlækna? Hafa þeir innhlaup á Þorfinnsgötunni? „Já, bæði er augndeildin hluti af augnlækningum í landinu og svo eru margvísleg samskipti. Við erum til dæmis með vikulega fræðslufundi fyrir alla augnlækna og við sendum sjúklinga okkar á milli eftir atvikum. Auk þess taka margir sjálfstætt starf- andi augnlæknar þátt í rann- sóknarstarfi deildarinnar. í því sambandi má nefna til gamans að Reykjavíkuraugn- rannsóknin var gerð á nokkuð óvenjulegan hátt. Við fengum tækin til hennar að verulegu leyti lánuð frá japönsku fyrir- tæki og höfðum þau ekki nema í fáeinar vikur. Það var því skorin upp herör og 1.100 Reykvíkingar skoðaðir á hálf- um mánuði. í því tóku þátt tveir af hverjum þremur augn- læknum landsins. Menn tóku sér frí úr vinnu til að geta tek- ið þetta með áhlaupi. Þetta sýnir að augnlæknum kemur vel saman og raunar veit ég ekki til þess að svona rann- sókn hafi verið gerð með þeim hætti að stór hluti heillar starfsstéttar hafi tekið sér frí úr vinnu til að vinna saman að einni rannsókn," sagði Einar Stefánsson prófessor. -ÞH
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.