Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Side 15

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Side 15
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 25 13 POU UMRITUNARPRÓTEIN í HEILADINGLI OG SÆÐISFRUMUM Bogi Andersen (1), Richard V. Pearse II (1), Keitl^. Jenne (1), Peter N. Schlegel (2), Wayne Bardin (2), Michael G. Rosenfeld (1). (1) Eukaryotic Regulatory Biology Program , University of California, San Diego og (2) The Population Council, New York. Fimmtudaginn 16. júní kl. 12:00-13:00 mun Bogi Andersen halda annan fyrirlestur á Landspítalanum, þar sem hann ræðir áhugaverð sjúkratilfelli. Eftir fyrirlestur- inn ræðir hann við unglækna um rannsókn- ir og rannsóknarþjálfun. POU umritunarpróteinið Pit-1 er eingöngu tjáð í heiladingli, þar sem það örvar umritun á þremur genum: vaxtarhormóni, prolaktíni og 13 undirein- ingu skjaldkirtilsvaka (THSÍ3). Stökkbreytingum í Pit-1 geninu hefur verið lýst, bæði í músum (Snell og Jackson dvergmýs) og mönnum. I slíkum ein- staklingum er þroski heiladinguls óeðlilegur vegna þess, að thyrotropar, somatotropar og lactotropar myndast ekki. Sjúkdómseinkennum slíkra einstaklinga, sem hafa skjaldkirtilshor- mónavöntun og dvergvöxt, verður lýst. Annar afbrigðilegur músastofn, Ames dverg- mýs, hefur nákvæmlega sömu einkenni. I þessum músum er gallaða genið á litningi númer 11 en Pit-1 genið, sem er staðsett á litningi númer 6, er algjörlega eðlilegt. Við höfum fundið, að Ames- genið er nauðsynlegt til þess að virkja umritun Pit-1 gensins, sem bendir til þess, að Ames prót- einið sé umritunarprótein, sem binst stýrisvæði Pit-1 gensins. Ef svo er, þá ætti að vera hægt að leiðrétta gallann í Ames músinni með Pit-1 prót- eininu. Rannsóknum á byrjunarstigi, þar sem við notum adenoveiru genaferju til þess að mynda Pit-1 próteinið í Ames heiladinglum, verður lýst. Aðferðum til þess að einangra Ames genið verður einnig lýst. Sperm-1 er POU umritunarprótein, sem er ein- göngu tjáð í kímfrumum karlmanna. Þetta gen er tjáð í stuttan tíma í stofnfrumum rétt fyrir fyrstu rýriskiptingu og er því líklegt, að það gegni hlut- verki í sæðismyndun. Mögulegt hlutverk Sperm-1 gensins og tengsl þess við ófrjósemi í karlmönnum verða rædd.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.