Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Síða 38

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Síða 38
34 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 25 E 37 E 38 RISTILSEPANÁM Á FSA FRÁ 1980 TIL 1993. STAÐSETNING SEPANNA BORIN SAMAN VIÐ STAÐSETNINGU RISTILKRABBAMEINS Á ÁRUNUM 1970 - 1992. KÖNNUN Á DÁNARORSÖKUM 53 SJÚKLINGA AF ÞEIM 300, SEM SEPAR HÖFÐU VERIÐ FJARLÆGÐIR ÚR. Nick Cariglia M.D., Lyflækninga- og Speglunardeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Staðsetning allra sepa (501), sem voru fjarlægðir við ristilspeglun á árunum 1980 til 1993 var athuguð. Höfundur fjarlægði alla sepana. Einnig var staðsetning allra ristilkrabbameina (162) á árunum 1970 til 1992 athuguð. Dánarvottorð 53 sjúklinga, sem höfbu farið í sepanám í ristilspeglun, voru athuguð. Eins og við mátti búast sýndu niðurstöður góða samsvörun milli staðsetningar sepa og krabbameina. Hæst tíðni krabbameina (54%) og sepa með æxlismyndun (64%) var í bugaristh og endaþarmi. Við samanburð á tímabilunum 1970-1979 og 1980-1992 kom fram hækkun á ristilkrabbameini úr 5.3 i 8.3 tilfelli á ári og væg aukning á krabbameini i hægri hluta ristils. Markvert er, að enginn greindist með fleiri en eitt krabbamein í ristli. YFIRLIT YFIR BROTTNÁM Á 501 SEPA VIÐ RISTILSPEGLUN Á FSA FRÁ 1980 TIL 1993. Nick Cariglia M.D., Lyflækninga- og Speglunardeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Afturvirk rannsókn á öllum sepum (501) fjarlægðum við ristilspeglun ffá 1980 til 1993 á FSA. Höfúndur fjarlægði alla sepana. Allar ristilspeglanir og öll sepanám voru rannsökuð m.t.t. fjölda sjúklinga (300), kyns (176 karlar og 124 konur), aldurs (flestir á milli 60 og 80 ára) og tjölda speglana á sjúkling (meðaltal 1.22). Allir sepamir (501) voru metnir eftir vefjagerö (58% með æxlismyndun og 42% án æxlismyndunar), stærð og staðsetningu í ristli. Flestir sjúklinganna fóru i eina ristilspeglmi, en 52 sjúklingar fóru samtals í 120 ristilspeglanir. Úr einum sjúklingi voru 24 separ tjarlægöir (Polyposis juvenilis) og 7 separ úr þremur sjúklingum. Samtals voru 304 separ (jarlægðir úr 103 sjúklingum, en einn sepi úr hveijumhinna 197. Karlar höfðu að meðaltali 1.8 sepa, en konur 1.4. Hlutfallið á milli lítilla (< lcm) og stórra (> lcm) sepa var 3.7. Það fimdust 12 separ með illkynja breytingum. Hlutfallið á milli litilla (< lcm) og stórra (> lcm) sepa með illkynja breytingum var 0.9. Af þeim 300 sjúklingum, sem separ höfðu verið fjarlægðir úr, liafa 53 látist. Þar af létust 18 (34%) úr krabbameini. Um ristilkrabbamein var að ræða í 7 tilfellum og í 6 þeirra var ristilkrabbameinið þekkt fyrir sepanám. Fjórir létust úr þvagblöðrukrabbameini, en það er athyglisvert og gæti gefið ástæðu til frekari rannsókna. Vonandi leiðir árvekni við sepanám til lækkunar nýgengis ristilkrabbameins á upptökusvæði okkar. Mest (65%) var af bæði illkynja og góðkynja sepum i bugaristli og endaþarmi Þar voru 86% stóru sepanna og 84% illkynja sepanna. Eini alvarlegi fylgikvillinn var blæöing, þar sem blóðgjafar og skurðaðgerðar var þörf (0.002%). Fyrri rannsóknir okkar hafa sýnt sepanám í hlutfallslega mörgum ristilspeglunum (24%). Niðurstöður þessarar athugunar eru í samræmi við aðrar athuganir austan hafs og vestan. Þær eru helstar: 1) Hærra nýgengi sepa í körlum, 2) nýgengi hækkar með aldri, 3) flestir sjúklingar hafa einn sepa, 4) litlir separ eru í meirihluta, 5) illkynja breytingar eru frekar í stórum sepum (> lcm), 6) separ eru algengastir í bugaristh og endaþarmi og 7) sepanám í ristilspeglun er hættulítið.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.