Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Síða 41

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Síða 41
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 25 37 HOLSJÁRSKURÐUR Á HRINGVÖÐVA VEGNA ÞRENGSLA OG/EÐA SAMDRÁTTAR í HRINGVÖÐVA Á BORGARSPÍTALA 1981-92. Hannes Hrafnkelsson, Ásgeir Theodórs. Lyflækningad. St Jósefsspítalans, Hafnarfirði og Borgarspítalans. Heilsugæslustöðin á Seltjamarnesi. Á síðasta áratug hefur verið sýnt fram á mikilvægi holsjárrannsóknar af gallvegum og brisi (HRGB = ERCP) til greiningar og meðferðar á sjúkdómum í gallvegum og brisi. Einn þeirra sjúkdóma er þrengsli og/eða Samdráttur í Hringvöðva ( SíH = sphincter of Oddi dysfunction). Tilgangur þessarar rannsóknar var að athuga hve margir sjúklingar höfðu gengist undir holsjáraðgerð vegna SÍH á Borgarspítalanum á árunum 1981-1992, hvemig sjúklingunum hefði vegnað og hvaða aukaverkanimar hefðu komið fram. HRGB var framkvæmd á 477 sjúklingum árin 1981-90. Sjúkraskrár þeirra sjúklinga, sem höfðu greininguna SÍH og gengust undir hringvöðvaskurð vom athugaðar frekar. Haft var samband við sjúklingana símleiðis og þeir spurðir um einkenni eftir meðferðina. Þrjátíu og þrír sjúklingar (6,9%) gengist undir hringvöðvaskurð vegna SÍH, konur 31 og karlar 2. Meðaltími frá því aðgerð var gerð þar til sjúklingur var spurður var 5,6 ár og meðalaldur þeirra var 56,6 ár. Af 33 sjúklingum vom 6 látnir (meðalaldur 85,5 ár). Ekki tókst að ná til þriggja sjúklinga og einn treysti sér ekki til að svara vegna gleymni. Af þeim 24 sjúklingum (88%), sem tókst að spyija, hafa 17 (74%) orðið góðir eða betri, en 6 (22%) eins eða verri. Um 74% sjúklinga, höfðu gengist undir gallblöðmtöku áður en þeir fengu greininguna S(H og 11 (44%) af þeim sem svömðu höfðu gengist undir frekari meltingarfærarannsóknir eftir holsjárskurð. Sex sjúklingar (18%) fengu aukaverkanir af aðgerð. Engin alvarleg aukaverkun átti sér stað. Einungis lítill hluti sjúklinga 8 (18%) vom gmnaðir um SÍH áður en þeir fóra 1HRGB. Ályktanir: Niðurstöður sýna að árangur af hringvöðvaskurði við SiH er all góður. Það ber að hafa greininguna oftar f huga þvf lítill hluti sjúklinga f rannsókninni var gmnaður um SfH fyrir HRGB. NOTKUN VIÐNÁMS FLATARMÁLSMÆLINGU Á LÍFTÆKNILEGUM EIGINLEIKUM VÉLINDA - IMPEDANCE PLANIMETRY. Kiartan Örvar. St Jósefsspítala Hafnarfirði og Sjúkrahúsi Akraness. Viðnáms flatarmálsmæling - Impedance planimetry - er ný rannsóknaraðferð sem notuð er til að skoða liftæknilega (biomechanical) eiginleika i holliffæri Með þessari aðferð er þverviddar-flatarmál (cross - sectional area) mælt stöðugt og samhliða þvi er fýlgst með þrýstingi innan í görninni (intraluminal pressure). Með þessum upplýsingum er hægt að reikna út ýmsa líftæknilega eiginleika í görn, svo sem vegg - hringferilþrýsting (circumferential wall tension) og veggstífni (wall stiffness). Þessir líftæknilegu eiginieikar endurspegla annars vegar þan hæfíleika og hins vegar veggstifni i görninni Það er nýlunda að hægt sé að mæla þetta í lifandi likama (in vivo). Með þessari mæliaðferð voru liftæknilegir eiginleikar vélinda í mönnum skoðaðir. Sérstök slanga með blöðm var hönnuð svo hægt væri að mæla stöðugt þverviddarflatarmálið og þrýsting. Mælislöngunni var komið fyrir í vélinda í 13 heilbrigðum sjálfboðaliðum, um það bil 30 cm frá tanngarði Við hvíld \ar ekki mælanleg vöðvaspenna (tonus) i vélinda. Blaðra á mælislöngunni var siðan i þrepum þanin út með vökva upp að 40 cmHiO Stöðug mæling á þvervíddarflatarmáli og þrýstingi inni i blöðrunni gaf möguleika a að reikna ut þaneiginleika og vegg hringferilþrýsting. Þvervíddar- tlatarmál vélindans jókst línulega með auknum blöðruþrýstingi Blöðruútþenslan kom af stað vöðvasamdrætti í vélindanu, bæði fýrir ofan blöðmna og á blöðrustað Til þess þurfti blöðruþrýstingur að ná 15 cmHjO og þverviddarflatarmál fýrir þröskuld þessa vöðvasamdráttar var 153 +/- 12 mm2. Vöðva- samdráttarkrafiurinn var við upphaf vöðvasamdráttarins 15-20 cmH20 og fór upp í 47-50 cmH20 við 20-40 cntHiO blöðmþrýsting Veldisaukning (exponential) sást á vegg hringferilþrýstingnum með hækkandi garna- þrýsstingi Veggstifnin óx stöðugt, hratt við lægri blöðm- þrýsting, (10-20 cmH20 en hægar við hærri blöðru- þrýsting (25-40 cmH20). Niðurstaða: Með notkun viðnámsflatarmálsmælingu má finna út líftæknilega eiginleika í vélinda Með auknum blöðmþrýstingi hækkar vegghringferilþrýstingur og veggstifni og þverviddarflatarmálið eykst. Þegar ákveðnum þröskuldi er náð byrjar vöðvasammdráttur bæði týrir ofan blöðm og á blöðmstað.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.