Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Síða 45

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Síða 45
LÆKN ABLAÐIÐ/FYLGIRIT 25 41 ÁHRIF HITASTIGS Á VERKUN SÝKLALYFJA IN VITRO. Viðar Magnússon. Þnrunn Jónsdóttir. Hrefna Guðmundsdóttir, Helga Erlendsdóttir, og Sigurður Guðmundsson. Læknadeild Háskóla Islands, Lyfjadeild og sýkladeild Borgarspítala, Reykjavík. Inngangur. Hækkaður líkamshiti er eitt af algengustu einkennum sýkinga. Rannsóknir benda til þess að hækkað hitastig geti haft örvandi áhrif á ýmsa þætti ónæmiskerfisins, en lítið er vitað um áhnf þess á vöxt sýkla og verkun lyfja gegn þeim. Áður hefur verið sýnt fram á lækkuð hammörk (MIC) hjá sumum samsetningum sýkla og lyfja við hækkandi hitastig á bilinu 33-43°C. Engar athuganir hafa aftur á móti verið gerðar á öðrum þáttum lyfhrifa (pharmacodynamics) sýklalyfja svo sem drápshraða (bactericidal rate) eða eftirvirkni (postantibiotic effect; PAE). Eftirvirkni felst í hömlun á vexti sýkils löngu eftir að lyf er horfið af sýkingarstað, og kemur fram hjá ýmsum gerðum sýkla eftir tiltekin sýklalyf. Aðferðir. Við ákváðum því að gera tilraunir með því að útsetja nokkra stofna af S. aureus, K. pneumoniae, og P. aeruginosa fyrir mism. sýklalyfjum við þrjú hitastig (35.5°C, 38.5°C og 41.0°C/41.5°C). Vaxtarhraði og MIC voru ákvörðuð við fyrrgreind hitastig. Drápshraði og eftirvirkni voru ákvörðuð eftir áverkan lyfjanna í þéttni sem var tiltekið margfeldi af MIC við hvert hitastig. SKÖMMTUN fi-LACTAM-AMÍNÓGLÝCÓSÍÐ SAMSETNINGA GEGN P. AERUGINOSA í VÖÐVASÝKTUM MÚSUM. Margrét Valdimarsdóttir, Sigurður Einarsson, Helga Erlendsdóttir, Sigurður Guðmundsson. Landspítalinn & Háskóli Islands, Reykjavík. Inngangur. Klíniskt gildi eftirvirkni sýklalyfja tengist skömmtun þeirra þar sem gefa má lyf sem langa eftirvirkni hafa sjaldnar en áður. Sýklalyf í samsetningum eru oft notuð við meðferð sýkinga. Þau eru hins vegar skömmtuð eins og þegar lyfin eru notuð ein sér. Gætu því áhrif lyfjasamsetninga á eftirvirkni breytt skömmtunarvenjum lyfja, og dregið þannig úr aukaverkunum og kostnaði. Við höfum áður sýnt fram á verulega lengingu eftirvirkni in vitro og in vivo í vöðvasýktum músum af völdum lyfja í samsetningum miðað við lyfin eins sér. Við bárum því saman bestu skammta og skammtabil samsetninga ceftazidíms & tobramýcíns (C-T, sem ekki veldur lengingu eftirvirkni og jafvel styttir hana) við samsetningu imipenems & tobramýcíns (I-T, sem veldur marktækri lengingu eftirvirkni um 3-4 klst.). Aðferðir. Notaðar voru ICR mýs, -25 g að þyngd, ónæmisbældar með gjöf cyclophosphamíðs. Þær voru sýktar með dælingu 10®-10® cfu P. aeruginosa ÁTCC 27853 í læri. Meðferð var síðan hafin 2 klst. síðar og stóð í 24 klst. Mismunandi heildarskammtar ceftazidíms (C) á 24 klst. voru E £ Niðurstöður. Lítil en tölfræðilega marktæk breyting sást á vexti sýkla við mism. hitastig en hann var örastur við 38.5°C. Við hækkandi hitastig lækkaði MIC >4-falt í 22% samsetninga lyfja og sýkla. Þó svo að tölfræðilega marktækar breytingar á drápshraða væri að finna í um helmingi tilfella, var oftast aðeins um lítil frávik að ræða, og eftirvirkni var í megindráttum óháð hitastigi. Helstu undantekningar voru: 12-fóld stytting á drápshraða með hækkandi hitastigi þegar tobramycin var notað gegn P. aeruginosa við 2x MIC, og marktæk stytting á PAE hjá imipenem gegn sama sýkli við þá styrkleika sem prófaðir voru. Einnig var eftirvirkni könnuð við stöðugan lyfjastyrkleika án tillits til margfeldis af MIC. Við þær aðstæður lengdist eftirvirkni við hækkað hitastig í sumum tilvikum, sem var fremur vegna hlutfallslegrar þéttniaukningar sökum lækkaðs MIC. Ályktun. Samkvæmt þessum niðurstöðum hefur breytt hitastig almennt lítil áhrif á lyfhrif. Þó lækkaði MIC í -1/4 tilvika og drápshraði tobramycins gegn P. aeruginosa minnkaði umtalsvert. 75, 150 og 300 mg/kg, imipenems (I) 100, 200 og 400 mg/kg og tobramýcíns (T) 32 mg/kg. Lyfin voru ýmist gefin á 1, 3, 6, 12 eða 24 klst. fresti. C eitt sér var þannig gefið með 13 mismunandi skömmtum og skammtabilum, I með 15, T með 5, en C-T með 34 og I-T með 37. Skammtur T var valinn þannig að hann olli engu drápi þegar lyfið var notað eitt sér og skammtar C og I þannig að tími þéttni lyfjanna yfir MIC var sambærilegur. Músunum var síðan slátrað eftir 24 klst. meðferð, lærvöðvar fjarlægðir, malaðir, raðþynntir í ísköldu saltvatni og dreift á Mueller-Hinton agar til bakteríutalningar. Nidurstöður. Með I-T var unnt að nota lengra skammtabil imipenems (12-24 klst.) en með C-T (1-6 klst.) án þess að drápsvirkni væri tapað við sambærilegan þéttnitíma yfir MIC. Þetta er líklega vegna hagstæðari áhrifa I-T á eftirvirkni en C-T. Mestu virkni I-T (-3 logio dráp/24 klst.) var náð þegar þéttnitími I yfir MIC var einungis 20- 30% af skammtabili, en mestu virkni C-T (2-3 logio dráp/24 klst.) hafði á hinn bóginn vart verið náð við þéttnitíma C sem var 60-70% af skammtabili. Ályktun. Þessar niðurstöður benda til að skammta megi fi-lactam lyf og amínóglýcósíð gegn gram-neikvæðum stafbakteríum á annan hátt þegar þau eru notuð í samsetningum en þegar þau eru notuð ein sér.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.