Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Blaðsíða 53

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Blaðsíða 53
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 25 47 NÝRNAÁSTUNGLR Á LANDSPÍTALANUM 1982-1993. ÁBENDINGAR, MEINAFRÆÐI OG FYLGIKVILLAR. Steinar Guðmundsson1, Helgi Kr. Sigmundsson1, Sverrir Harðarson2, Páll Ásmundsson1 og Magnús Böðvarsson1. 'Lyflækningadeild Landspítala, 2Rann- sóknastofa Háskólans í meinafræði. Ein mikilvægasta leiðin til að greina nýrnasjúkdóma og þá sérstaklega gaukulssjúkdóma, eru vefjagreiningar. Því er nýrnaástunga mikilvæg greiningaraðferð sem getur gefið miklar upplýsingar ef ábendingar eru réttar. Nýrnaástunga um húð (percutaneous kidney biopsy) ereinnig oftast hættulaus sérstaklega ef frábendingar eru virtar. Ný tækni hefur gert nýrnaástungur öruggari og fækkað fylgikvillum þeirra. Þetta er í fyrsta sinn sem uppgjör er gert á þessari rannsóknaraðferð hér á landi. Hér var um aftursýna rannsókn að ræða. Farið var yfir 105 sjúkraskrár og vefjagreiningar af þeim 145 sem gerðar voru á Landspítalanum á árunum 1982-1993. Skráðar voru ábendingar rannsóknarinnar og mögulegir fylgikvillar hennar. Auk þess voru vefjagreiningar skráðar og samræmdar í eitt flokkunarkerfi. í rannsókninni voru 53 karlar og 52 konur og var meðalaldur sjúklinganna 41 ár. Gerðar voru 96 ómstýrðar ástungur en 9 sýni fengust í aðgerð. Algengast var að sjúklingarnir höfðu blóðmigu (47), hvítumigu (27) og nephrotic syndrome (27). 30 voru nýrnabilaðir og 10 höfðu þekkta undirliggjandi sjúkdóma. Þá höfðu 11 háþrýsting, 14 óeðlilega þvag- skoðun og 19 aðrar ábendingar. Alls greindust 17% með frumgaukulsjúkdóma og 7% með annars konar sjúkdóma í gauklum. 13% greindust með IgA nýmakvilla en 11% með millifrumu-nýmasjúkdóma. 15% höfðu smásæjar breytingar í nýrum í kjölfar kerfissjúkdóma. 21% sýna voru dæmd án sér- eða marktækra breytinga. Auk þess greindust þrír með nýrnakrabbamein, tveir með H.U.S., átta með nýrnahersli ,og þrír með annað. Hjá 65 (62%) sjúklingum gekk nýrnaástungan án fylgikvilla. 13 (12%) fengu verki eftir stungu, 6 (6%) stuttvarandi blóðmigu en 4 (4%) blæðingu undir húð. Einn fór í aðgerð vegna blæðinga. Áberandi er að þrátt fyrir gildar ábendingar vom hlutfallslega mörg sýni án sér- eða marktækra breytinga. Algengasti undirflokkurinn var IgA nýrnakvilli. Fylgikvillar rannsóknarinnar voru fátíðir og oftast meinlitlir. Nýmaástunga er rannsóknaraðferð sem hefur ákveðnar ábendingar. Það ætti að vera vel þess virði að hætta á tiltölulega fátíða og meinlitla fylgikvilla ef ábendingar em gildar. Krabbamein í nýrnaskjóðu og þvagleiðurum -Afturskyggn klínísk rannsókn- Tómas Guðbjartsson, Guðmundur V. Einarsson, Egill Jacobsen, Jónas Magnússon. Handlækninga og þvagf.skurðdeild Landspítala. Læknadeild Háskóla íslands. Harla lítið er vitað um krabbamein í nýrnaskjóðu og þvagleiðurum hérlendis. Markmið rannóknarinnar var að kanna nýgengi þessara krabbameina, með hvaða hætti þau greinast og stigun þeirra. Einnig voru lífshorfur sjúklinganna rannsakaðar. Klínísk afturskyggn rannsókn var gerð á sjúklingum sem greindust með krabbamein í nýrnaskjóðu (cancer pelvis renis, n=45) eða þvagleiðurum (cancer ureteris, n=13) á íslandi árin 1971-1990. í öllum tilvikum nema tveimur var um að ræða umskiptaþekjukrabbamein (carcinoma transitionale), oftast illa þroskuð. Alls greindust 42 karlar og 16 konur, og var meðalaldur tæp 70 ár. Flestir sjúklinganna (86%) gengust undir aðgerð á nýra og/eða þvagleiðara. Sjúkdómseinkenni og tímalengd einkenna fyrir greiningu voru skráð, einnig á hvaða stigi (Grabstald) sjúklingarnir greindust. Lífshorfur voru reiknaðar fyrir hvert stig og fjölbreytugreining Cox notuð til að kanna fo'rspárgildi ýmissa breyta með tilliti til lífshorfa. Aldursstaðlað nýgengi nýrnaskjóðukrabba- meins á þessu tímabili var 1,1 /105 karlar og 0,4 /10^ konur á ári, og nýgengi krabbameins í þvagleiðara 0,4/105 karlar og 0,1/105 konur á ári. Blóð í þvagi og kviðverkir voru algengustu einkennin. Á stigi I-III voru 28 sjúklingar (54%) en 24 á stigi IV (46%). Meinvörp fundust hjá 22% sjúklinganna og voru algengust í eitlum og lungum. Fimm ára lífshorfur reyndust 44% fyrir hópinn í heild, 88% fyrir stig I en 21% fyrir stig IV. Greiningarár hafði ekki marktæk áhrif á lífshorfur. Krabbamein í nýrnaskjóðu og þvagleiðurum eru sjaldgæf æxli á íslandi. Þau eru í meðallagi algeng miðað við nágrannalönd og hegða sér í flestu svipað. Lífshorfur sjúklinga eru einnig vel sambærilegar, ekki síst sjúklinga með meinvörp. Horfur sjúklinga með þessi æxli hafa ekki batnað síðustu tvo áratugi hér á landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.