Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Qupperneq 54

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Qupperneq 54
48 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 25 SARKLÍKI OG MENGUN KÍSILGÚRS Ólafur Ingimarssonó, Ingimar HjálmarssonÁ), Hólmfríður Gunnarsdóttir-Ö, Vilhjálmur Rafnsson^). 1) Læknadeild, Háskóla íslands, 2) Sjúkrahús Húsavíkur 3) Atvinnusjúkdómadeild Vinnueftirlits ríkisins INNGANGUR Sarklíki er sjúkdómur af óþekktum orsökum. Fyrir tíu árum höfðu greinst þrír sjúklingar með lungnasarklíki sem unnið höfðu við framleiðslu kísilgúrs. Þá þegar virtist þetta há tíðni sjúkdómsins í litlum hópi manna. Á Heilsugæslustöðinni og Sjúkrahúsinu á Húsavík hafa fleiri greinst með sarklíki á undanfomum árum og var gmnur um að einhverjir þeirra hafi áður unnið við kísilgúr. Markmið þessarar rannsóknar var að athuga hvort þeir sem orðið hafa fyrir mengun kísilgúrs við vinnu em í meiri hættu að fá sarklíki en aðrir. EFNI OG AÐFERÐIR Þetta er tilfella-viðmiða rannsókn (case-control study). Tilfellin vom fundin þannig að leitað var í röntgenspjaldskrá Sjúkrahússins á Húsavík að sjúklingum með greininguna lungnasarklíki og einnig vom læknar sjúkrahússins spurðir hvort þeir myndu eftir sjúklingum með sarklíki. Tilfellin höfðu öll fengið greininguna sarklíki og var hún í öllum tilvikum studd vefjagreiningu nema í eitt skipti. Hendingsúrtak viðmiða var fengið úr íbúaskrá Húsavíkurlæknisumdæmis árið 1988. Athugað var með samkeyrslu í tölvu hvort tilfelli og viðmið fyndust í starfsmannaskrá yfir þá sem unnið höfðu við framleiðslu kísilgúrs og útskipun hans. Skráin var gerð samkvæmt upplýsingum frá tveim fyrirtækjum sem höfðu haft þessa starfsemi. Starfsmannaskráin var færð af öðm tilefni en em markmið þessarar rannsóknar. í henni vom upplýsingar um hvaða ár menn hófu störf og hættu og hversu margar klukkustundir menn höfðu unnið. Með tölvusamkeyrslunni fengust niðurstöður um hver tilfella og viðmiða höfðu orðið fyrir mengun kísilgúrs. NIÐURSTÖÐUR Sjö sjúklingar höfðu greinst með sarklíki á Húsavík á ámnum 1974 til 1993. Sex þeirra höfðu unnið í mengun kísilgúrs. Af 55 viðmiðum höfðu sjö unnið í mengun kísilgúrs. Þetta gaf áhættuhlutfallið 41 sem var tölfræðilega markmækt á 99.9% stigi. í öllum tilvikum hafði sarklíkissjúkdómurin góðkynja feril og ekkert tilfellanna hafði langvarandi klínisk einkenni. ÁLYKTANIR í læknisfræðinni em nokkur dæmi um tilfelli þar sem fyrir koma hnúðóttar breytingar og sarklíkisbreytingar í húð og lungum sem tengd hafa verið mengun kristallaðrar kísilsým en þar hefur þó ekki verið um að ræða kísilgúr. Við teljum sennilegt að mengun kísilgúrs eigi þátt í tilurð sarlíkis þar sem áhættuhlutfallið er eins hátt og raun ber vitni í þessari rannsókn. E 66 FRUMUDEILING MERGÆXLA Vilhelmína Haraldsdóttir. Lyflækningadeild Borgarspítala, Reykjavík. Mergæxli er illkynja sjúkdómur sem einkennist af fjölgun plasmafruma í beinmerg jafnframt sem þær framleiða afbrigðilegt prótín sem oft má finna í sermi og/eða þvagi sjúklinganna. Á síðasta áratug hafa æ fleiri vísbendingar komið fram um að hin illkynja breyting eigi sér ekki stað í plasma- fmmunni sjálfri heldur móðurífmmum hennar, B eitil- fmmum. Tilgangur þessarar rannsóknar er að kanna hve virk frumudeiling á sér stað hjá þessum tveimur fmmutegundum, þ.e. plasmafmmum og B eitilfrumum í beinmerg sjúklinga með mergæxli. Sex sjúklingum með mergæxli var gefið Idoxuridine (IdU) í æð en þetta efni er hliðstæða kjamasýmnnar týmins og binst samstundis inn í DNA allra fmma sem eru í S fasa frumuhringsins. Þessar fmrnur er síðan hægt að finna með einstofna mótefni gegn IdU og þannig er hægt að fylgjast með frumudeilingu mismunandi frumutegunda með flæðigreini (flowcytometer). Frumutegundirnar eru einangraðar sérstaklega með segulmögnuðum kúlum, sem em þaktar einstofna mótefnum gegn mótefnavökum, sem vitað er að sitja á frumuhimnu plasmafruma og B eitilftuma. Fjórir af þessum sex sjúklingum höfðu mergfrumur sem innihéldu óeðlilega mildð DNA (hyperploid). I ljós kom að frumumar sem vom í S fasa frumuhringsins og vom því í skiptingu voru fmmur sem höfðu eðlilegt DNA magn (diploid). Til þess að greina nánar hvaða framur væri um að ræða vom plasmafrumumar og B eitil- frumumar einangraðar sérstaklega. Plasmafrumumar reyndust innihalda of mikið DNA (hyperploid) en tóku ekki upp Idu og vom því ekki í fmmuskiptingu en B eitilfmmumar tóku upp IdU og eftir skiptingu kom í ljós að þær tilheyrðu þeim hópi frnrna sem hafði eðlilegt DNA innihald (diploid). Þessar athuganir renna enn frekar stoðum undir þá tilgátu að plasmafruman sé ekki hin illkynja fmma í mergæxlum heldur B eitilfmmur. Þetta er rétt að hafa í huga þegar leitað er að betri meðferðarmöguleikum í þessum sjúkdómi, svo sem þegar sjúklingum er gefinn eigin beinmergur eftir meðferð og hreinsun hans (ABMT).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.