Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Qupperneq 61
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 25
55
ILLKYNJA HÁÞRÝSTINGUR - FÁTÍÐUR EN
HÆTTULEGUR KVILLI. GÓÐUR ÁRANGUR
NÚTÍMALEGRAR HÁÞRÝSTINGSMEÐFERÐ-
AR.
Nanna Kristinsdóttir, Jón Þór Sverrisson og Þorkell
Guðbrandsson. Lyflækningadeild Fjórðungssjúkra-
hússins á Akureyri.
Illkynja háþrýstingur er svæsnasta tegund háþrýstings
og auk mikillar blóðþrýstingshækkunar einkennist
þetta ástand af bráðum skemmdum í slagæðlingum.
Greining fer frarn við augnbotnaskoðun, en þar sjást
blæðingar og útferð/vilsa í augnbotnum ásamt
bjúgmyndun í sjóntaugardoppu. Illkynja háþrýstingur
er nú orðið fatíður, en þarfhast skjótrar greiningar og
ákveðinnar meðferðar. Við viljum því hér lýsa þremur
nýlegum tilfellum ffá Akureyri og árangri meðferðar.
Um var að ræða þijár konur á aldrinum 34 til 47 ára.
Blóðþrýstingur við komu mældist 260/170, 240/150
og 240/160 mm Hg. Einkenni voru höfuðverkur,
ógleði, krampar og hjá einni konunni helflarlömun
vegna heilablóðþurrðar. Nýmastarfsemi var vægt skert
við komu hjá öllum þremur og veruleg vinstri
slegilsstækkun var til staðar við ómskoðun og á
venjulegu hjartalínuriti. Rannsóknir (m.a.
nýmaslagæðamynd) leiddu ekki i ljós sérstakar orsakir
E 79
háþrýstings. Meðferð var ýmist hafin með labetalol í
æð eða um munn og fremur auðveldlega gekk að
hemja háþrýstinginn. Langtímameðferð var gefin með
3-4 háþrýstingslyfjum og eftirathugun 1-6 ámm eftir
hið illkynja sjúkdómsstig sýndi góða stýringu á
blóðþrýstingi og enga versnun á nýmastarfsemi.
Vinstri slegilsmassi hafði minnkað vemlega og jafhvel
færst alveg í eðlilegt horf. Sjálfvirkar blóðþrýstings-
mælingar sýndu eflirtalin meðalgildi (± staðalffávik) að
degi til: 117±5.6/79±7.6, 156± 15.8/92± 10.2 og 141±
6.6/92±10.6. Skjót greining og nákvæm blóðþrýstings-
lækkandi meðferð er mjög mikilvæg hjá sjúklingum
með illkynja háþrýsting. Sjúklegar breytingar í
marklíffærum geta gengið vemlega til baka eða jafnvel
færst í eðlilegt horf við nútímalega lyfjameðferð.
ÁHÆTTUÞÆTTIR HJARTA- OG
ÆÐASJÚKDÓMA Á AKUREYRI OG í
NÁGRANNABYÐGGUM. NIÐURSTÖÐUR
RANNSÓKNAR HÆVAN OG
HJARTAVERNDAR FRÁ 1971 - 1972.
Þorkell Guðbrandsson, Jón Þór Sverrisson
og Magna F. Bimir.
Lyflækningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri.
Á árunum 1971 og 1972 var ffamkvæmd á Akureyri
faraldsffæðileg rannsókn á vegum Hjarta- og
æðavemdarfélags Akureyrar og nágrennis (HÆVAN)
og Hjartavemdar. Rannsóknin var skipulögð með sama
hætti og rannsókn Hjartavemdar í Reykjavík og víðar
og áherzlur vom lagðar á áhættuþætti hjarta- og
æðasjúkdóma. Nýlega hefur farið ffam úrvinnsla á
hluta af gögnum þessarar rannsóknar og grundvöllur
lagður að ffekari eflirathugun m.t.t. afdrifa þeirra 2187
einstaklinga, sem tóku þátt í rannsókninni fýrir 22-23
ámm. Þátttökuhlutfall var tæplega 85%, en
einstaklingar (1049 konur og 1138 karlar) fæddir á
árunum 1911 til 1930 vom skoðaðir. I þessari athugun
verða niðurstöður (meðalgildi ± staðalffávik) kynntar
fýrir eftirtaldar breytur fýrir allan hópinn:
Slagbilsþrýstingur 142.5 ± 20 mm Hg, hlébils-
þrýstingur 87 ± 11 mm Hg, þyngdarstuðull
(þyngd/hæð2) 0.260 ± 0.04, kólesteról 6.5 ± 1.2
mmol/1, þriglyceríðar 1.02 ± 0.54 mmol/1, fastandi
blóðsykur 4.9 ± 0.82 mmoFl og þvagsýra 0.27 ± 0.06
mmol/1. Meðalgildi þeirra einstaklinga (n=719-942),
sem vom í efsta þriðjungi (tertile) fýrir sömu breytur,
vom sem hér segir: Slagbilsþrýstingur 164 ± 15,
hlébilsþrýstingur 96.6 ± 8, þyngdarstuðull 0.304 ±
0.03, kólesteról 7.8 ± 0.8, þríglyceriðar 1.53 ± 0.61,
fastandi blóðsykur 5.52 ± 1.13 og þvagsýra 0.34 ±
0.04. Ljóst er, að mikið farg áhættuþátta hefhr hvílt á
mörgum úr þessu úrtaki íbúa svæðisins. Samsöfhun
margra áhættuþátta hjá sama einstaklingi var algeng og
verið er að kanna nánar sjúkdóma og dauðsfoll þeirra,
sem höfðu áberandi samsöfeun áhættuþátta og
samanburður gerður við hina, sem enga eða fáa
áhættuþætti höfðu.
L