Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Page 7

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Page 7
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 7 Ávarp til heiðursfélaga Læknafélag Akureyrar reynir í dag að gera lækninn sýnilegan fyrir samborgurunum, bæði í leik og starfi. Við höfum kosið að nota þessi tíma- mót til að minna á lækninn sem þjóðfélagsþegn og það gagn og þá skemmtan, sem stundum má af okkur hafa. Ég vona því, að við getum átt hér góða stund í dag, er hæfi tilefninu. Á tímamótum lítum við til baka með þökk í huga til þeirra, er brautina ruddu, og til allra þeirra, er borið hafa merki læknislistarinnar hér á Akureyri með sæmd í tæpar tvær aldir. Á liðnu vori rættist sá langþráði draumur Læknafélags Akureyrar, að húsið Gudmanns minde komst í eigu Húsfriðunarsjóðs Akureyrar og erum við nú aðilar að rekstrarsamningi um nýtingu þess ásamt Norðurlandsdeild Félags íslenzkra hjúkrunar- fræðinga og Minjasafninu á Akureyri. Hús þetta reisti fyrsti íslenzki læknirinn á Akureyri sér til íbúðar árið 1836. Þar hófst svo árið 1873 rekstur elzta starfandi sjúkrahúss á íslandi, sem þar var til húsa í tæpa þrjá áratugi. Á síðustu áratugum hef- ur fyrrverandi eigandi þess, Eiður Baldvinsson, unnið mikið þrekvirki við varðveizlu þess af hug- sjón, elju og vandvirkni og á hann miklar þakkir skildar fyrir. Vonandi tekst með samstilltu átaki að gera húsið að lifandi glugga inní fortíðina, nútímafólki til fróðleiks- og þroskaauka. Sögu Læknafélags Akureyrar verða gerð skil í rituðu máli og mun hún koma fyrir almennings sjónir sem Fylgirit Læknablaðsins ásamt greinum þeim, sem í viku hverri hafa verið að birtast í Degi eftir okkur lækna. Söguritunin hefur tekizt af- burðavel, enda var til verksins valinn félagi, sem öðrum tekur fram að vandvirkni, minni og ráð- vendni í meðferð staðreynda. En til að sýna eldri félögum nokkurn heiðurs- vott á þessum tímamótum ákváðum við að áliðnu sumri að kjósa tvo heiðursfélaga úr okkar röðum. Val þeirra þurfti ekki langrar umhugsunar við, þótt ýmsir fleiri væru fullkomlega verðir slíkrar viðurkenningar. Báðir höfðu þessir afreksmenn Flutt af þáverandi formanni Læknafélags Akureyrar, Pétri Péturssyni, á afmælishátíð félagsins, Læknislist, 5. nóvember 1994. ávallt verið stétt sinni til sóma með iðkun læknis- listar sinnar og með starfi sínu gefið okkur hinum fagurt fordæmi. Annar þessara tveggja, Þóroddur Jónasson héraðslæknir, var héðan af heimi kvaddur nokkrum dögum eftir fundarsamþykkt okkar. Hans hef ég þegar reynt að minnast í minn- ingargrein fyrir hönd félagsins og mun því ekki endurtaka það, en bið þess í stað félaga Ingvar Þóroddsson að veita viðtöku heiðursskjali látins föður síns. Á það er letraður þessi texti: „Skjal þetta er staðfesting þess, að Póroddur Jónasson lœknir var á félagsfundi 24. ágúst 1994 einróma kjörinn heiðursfélagi Lœknafélags Akur- eyrar fyrir farsœl trúnaðarstörf í þágu félagsins og fyrir að hafa með œvistarfi sínu aukið á hróður og metnað stéttar sinnar. “ Það sé góðu heilli gjört! En hinn heiðursfélaginn er nú góðu heilli á meðal vor í dag og er hann eini eftirlifandi heið- ursfélagi Læknafélags Akureyrar. Nafn hans er Ólafur Sigurðsson, fyrrverandi yfirlæknir lyf- læknisdeildar FSA og um áratuga skeið burðarás í starfsemi þeirar stofnunar. Ég bið heiðursfélaga Ólaf að standa upp og koma hingað. Ólafur Sigurðsson! Þú ert fyrir löngu orðinn goðsögn í huga starfssystkina þinna, sjúklinga og annars samferðafólks fyrir sakir mannkosta, rétt- sýni og andlegs atgjörvis. Þú hefur í hverri þinni athöfn sýnt heiðarleik og auðmýkt gagnvart fræðigrein þinni og á engu níðst, sem þér hefur verið til trúað. Þú hefur á liðnum mánuðum lagt fram drýgri skerf í þágu Læknafélags Akureyrar en aðrir félagar frá upphafi með ritun 60 ára sögu félagsins. En sú staðreynd, að félaginu er sómi að þér, hefði ein og sér verið næg ástæða til að við höfum valið þig heiðursfélaga okkar. Bið ég þig nú að veita viðtöku skjali því til staðfestingar með þessum texta: „Skjal þetta er staðfesting þess að Ólafur Sig- urðsson lœknir var á félagsfundi 24. ágúst 1994 einróma kjörinn heiðursfélagi Lœknafélags Akur- eyrarfyrir gifturíkt starfíþágu félagsins ogfyrir að hafa í drjúga hálfa öld borið kyndil lœknislistar- innar af hógvœrri reisn. “ Það sé góðu heilli gjört!

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.