Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Qupperneq 8

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Qupperneq 8
8 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Þakkarorð Ólafs Sigurðssonar Nú á 60 ára afmæli Læknafélags Akureyrar þegar ég er sæmdur heiðursfélagatitli þess koma upp í hugann þessar alkunnu hnyttilegu stökur eftir Steingrím Thorsteinsson Orður og titlar úrelt þirig eins og dœmin sanna, notast oft sem uppfylling í eyður verðleikanna. Með oflofi teygður á eyrum var hann, svo öll við það sannindi rengdust. En ekki um einn þumlung hann vaxa þó vann, það voru aðeins eyrun sem lengdust. Eg þykist hafa verið mér vel meðvitandi um eyðurnar í eðlisfari mínu um ævina. Mér hefur ekki tekist að ráða bót á þeim og hef því orðið að lifa með þeim fram á þennan dag. Pað er þess vegna að ég veiti móttöku þessum heiðurstitli með blönduðum tilfinningum og blandaðri ánægju og finnst í aðra röndina að fleira verði að gera en gott þykir. En á hinn bógin finn ég til ríkrar þakklætiskenndar í garð þeirra kollega minna sem eru í þessu félagi og þakka þeim heils- hugar vinsemd þeirra og velvild og þá virðingu sem þeir hafa sýnt mér, ekki nægilega verðugum manni með þessari útnefningu, sem mér þykir vænt um. Undir niðri langar okkur öll til að okkur sé sýnd virðing. Virðing er lykilorð í samskiptum okkar við aðra ekki síst við sjúklinga, aldraða og samstarfsfólk og raunar í umgengni okkar við hvern sem er háan sem lágan. Að öllu athuguðu og samanlögðu met é^ þessa veitingu mér til inn- tektar og ávinnings. Eg drep ekki hendi við sóma mínum. Ég þakka ykkur. Á þessari stundu er mér ofarlega í huga minn- ing Pórodds Jónassonar sem átti að vera hér með okkur í dag en var hrifinn burt frá okkur fyrir tímann í dauðans grimmu greipar. Þar féll frá merkur og mikilhæfur maður og læknir sem vann mikið gagn sjúklingum sínum, læknafélaginu hér og læknasamtökunum í landinu til handa. Sökum óvanalegra hæfileika sinna og eiginleika var hann prýði og stolt Læknafélags Akureyrar. Ég minnist hans með virðingu, söknuði og þökk. Ég óska Læknafélagi Akufeyrar á þessum tímamótum þess, að það megi framvegis sem hingað til blómg- ast og eflast, auka sí og æ starfslega menntun félaga sinna og stuðla að góðum félagsanda innan vébanda sinna. Ég árna því allra heilla á ókomn- um árum. Ólafur Sigurðsson, Anna Björnsdóttir kona Ólafs og Ingvar Þóroddsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.