Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Qupperneq 11

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Qupperneq 11
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 11 miklu stærra en sveitina heima og þaðan þekktum við nöfn lækna sem hlutu að vera næstir himna- föðurnum að getu og afreksverkum. Flestir eru þeir nú gengnir til fundar við hann en sennilega atvinnulausir þar sem allir eru frískir. Þó eru þeir ekki allir farnir og sumir eru hér enn og þá svo ungir áfrarn að þeir virðast jafnvel yngri en maður sjálfur sem uppgötvaði þá fullþroska en sjálfur þá enn barn. Svo fær hugsunin heil og frjó haldið mönnum ungum enda bregðist þeim ekki líkam- ans vökvadælur. Með sama hætti eldist auðvitað aldrei frjór félagsskapur nema í árum. Hann verð- ur síungur og djarfur og með markmið eins og læknaefnin sem komið hafa frá Menntaskólanum á Akureyri í tímans rás. Eg á þá ósk til handa Læknafélagi Akureyrar á þessum tímamótum að félagið varðveiti þessa æsku sína hérna megin og helst að eilífu þótt áfram telji árin. Og því vil ég trúa og svo megi verða vegna þess andlega atgervis sem svona sam- tök hljóta að búa yfir og geta beitt. Það mun verða öllu mannlífi hér til heilla og auka enn frekar áhrif lækna einnig öllum til heilla og jafnvel svo að aftur renni upp þær stundir þegar læknirinn gat með símtali einu breytt áætlun flugvéla og bifreiða eins og segir Bjarni Jónsson, nánast öllu nema gangi himintungla, eftir því sem hentaði starfi hans og þjónustu við fólkið. Vissulega ber að heiðra hóg- værðina en í hófi samt, því þörf er forgöngu lækna enn meir en verið hefur. I vináttu-, virðingar- og heiðursskyni hef ég verið beðinn að færa Læknafélagi Akureyrar litla gjöf frá Læknafélagi Islands. Þetta er fundarham- ar, gerður úr íslensku birki úr Hallormsstaða- skógi og skorinn af Erni Sigurðssyni tréskurðar- manni í Garðabæ, svo ræturnar liggja um landið allt og festast hér fyrir norðan. Á þennan hamar er letrað Læknafélag Akureyrar 1934-1994. Með kveðju frá Læknafélagi íslands. Hamrinum er ætlað að duga til síns brúks, en eigi til annarra athafna. Það var líka ákveðið suður á Nónhæð, þar sem Læknafélag Islands er nú, að rósir yrðu að vera í lit sem engan blekkti eða mætti neitt úr lesa nema þá vonina og því fylgja hér með sex gular rósir. Þær eru frá Akureyri. Ég bið formann Læknafélags Akureyrar að koma hér upp og veita gjöf þessari viðtöku. Pétur Pétursson og Sverrir Bergmann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.