Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Side 13

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Side 13
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 13 sjúklingar á ári, síðasta ár hans einungis sjö sjúkl- ingar. Sjúkrahúsið stóð á þessum árum við og við autt nokkra daga í senn, vikur og jafnvel mánuði og sjúklingar þar sjaldan eða aldrei fleiri inni en einn eða tveir í einu. Þorgrímur Johnsen frá Odda á Rangárvöllum, systursonur Gríms Thomsens, sonarsonur Jóns lektors Jónssonar, lektors Bessastaðaskóla, lifði frá 1838-1917. Hann hafði cand. med. próf frá Hafnarháskóla og var héraðslæknir í austurhéraði norðuramtsins 1874-1896. Áður var hann héraðs- læknir í austurhluta suðuramtsins 1869-1874, hafði þá fystur lækna getið þess í ársskýrslu sinni frá 1871 hversu illa væri búið að geðveikum hér á landi, ekki eitt einasta geðveikrahæli væri til í landinu, kvaðst þekkja fleiri dæmi þess, að þess háttar sjúklingar væru lokaðir inni í kassa með litiu opi fyrir andlitið og þessi kassi settur síðan í eitthvert útihús eða framhús, svo að sá geðveiki truflaði ekki með ópum sínum þá sem frískir væru. Á Akureyrarárum Þorgríms voru læknar metnir mjög eftir skurðaðgerðum þeim, sem þeir gerðu, eðli þeirra, fjölda og árangri. Hann gerði þrjár aflimanir af útlimum, nam burtu brjóst og eitla úr holhönd konu og af annarri konu þremur árum síðar og gerði barkaskurð á börnum við litla heppni í tvígang. Hann gerði aðgerðir á skarði í vör á tveimur börnum við misjafna heppni. Vil- mundur telur ólíklegt, að Þorgrímur hafi nokkurn Þorgrímur Johnsen, héraðslæknir (1838-1917). tíma náð verulegum tökum á smiteyðingu eða smitgát. Þorgrímur var að loknum starfstíma sín- um hér praktiserandi læknir í Reykjavík í níu ár. Gudmanns minde.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.